Fjölskyldan heima þegar þjófar brutust inn til Grealish í miðjum leik Sindri Sverrisson skrifar 29. desember 2023 08:30 Sasha Attwood, unnusta Jack Grealish, var heima þegar þjófar brutust inn. Instagram/@sasha__rebecca Talið er að tíu fjölskyldumeðlimir Jack Grealish, þar á meðal unnusta hans, foreldrar og systkini, hafi verið stödd í nýju og glæsilegu stórhýsi hans þegar þjófar brutu sér leið inn. Grealish var þá að spila með Manchester City gegn Everton, í fyrrakvöld, og fjölskyldan að fylgjast með leiknum í sjónvarpinu. Samkvæmt frétt The Sun náðu þjófarnir að stela skartgripum að verðmæti einnar milljónar punda, sem samsvarar rúmum 170 milljónum íslenskra króna. Grealish mun hafa flýtt sér heim, strax og flautað hafði verið til leiksloka í 3-1 sigri City gegn Everton þar sem Grealish spilaði allan leikinn. Fjölskylda hans ýtti á sérstakan hættuástands-takka þegar ljóst var að þjófar væru komnir inn á heimilið, og faldi sig svo í gríðarstórri höllinni sem sögð er kosta 5,6 milljónir punda. Lögregla kom fljótt á svæðið og þyrla var send á vettvang í von um að finna þjófana en þeim tókst að sleppa, að minnsta kosti í bili. Burglars terrify Jack Grealish's family and leave with £1m of jewellery while he was playing 10 relatives in house watching him vs Everton Family pushed panic button, helicopter searched area Grealish dashed down tunnel at full-time https://t.co/1mYaBkY2k2— Mail Sport (@MailSport) December 29, 2023 Heimildamaður The Sun sagði: „Fjölskyldan er í miklu uppnámi. Þetta gengi tók mörg úr og skartgripi. Þeir gerðu þetta á meðan að Manchester City var að spila í beinni útsendingu í sjónvarpi, og öll fjölskyldan samankomin niðri til að hvetja hann áfram. Enginn meiddist en það ríkti mikil geðshræring. Það voru allir mjög óttaslegnir því þeim fannst þau svo berskjölduð.“ Daily Mail segir að í gær, daginn eftir innbrotið, hafi svo sést til Grealish fyrir utan húsið sitt að skoða leiðir að húsinu. Skammt sé síðan að hann flutti þangað inn og að í kjölfarið hafi hann fest kaup á nýrri öryggisgirðingu. Stórhýsið stendur á tíu hektara jörð og í því eru sjö svefnherbergi. Á svæðinu er einnig þyrluflugpallur, tennisvöllur, fótboltavöllur og krikketvöllur. Enski boltinn Mest lesið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Körfubolti Andri Lucas skoraði í kvöld Fótbolti HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Íslenski boltinn Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Fleiri fréttir Maguire hetja United í bikarnum Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Sjá meira
Samkvæmt frétt The Sun náðu þjófarnir að stela skartgripum að verðmæti einnar milljónar punda, sem samsvarar rúmum 170 milljónum íslenskra króna. Grealish mun hafa flýtt sér heim, strax og flautað hafði verið til leiksloka í 3-1 sigri City gegn Everton þar sem Grealish spilaði allan leikinn. Fjölskylda hans ýtti á sérstakan hættuástands-takka þegar ljóst var að þjófar væru komnir inn á heimilið, og faldi sig svo í gríðarstórri höllinni sem sögð er kosta 5,6 milljónir punda. Lögregla kom fljótt á svæðið og þyrla var send á vettvang í von um að finna þjófana en þeim tókst að sleppa, að minnsta kosti í bili. Burglars terrify Jack Grealish's family and leave with £1m of jewellery while he was playing 10 relatives in house watching him vs Everton Family pushed panic button, helicopter searched area Grealish dashed down tunnel at full-time https://t.co/1mYaBkY2k2— Mail Sport (@MailSport) December 29, 2023 Heimildamaður The Sun sagði: „Fjölskyldan er í miklu uppnámi. Þetta gengi tók mörg úr og skartgripi. Þeir gerðu þetta á meðan að Manchester City var að spila í beinni útsendingu í sjónvarpi, og öll fjölskyldan samankomin niðri til að hvetja hann áfram. Enginn meiddist en það ríkti mikil geðshræring. Það voru allir mjög óttaslegnir því þeim fannst þau svo berskjölduð.“ Daily Mail segir að í gær, daginn eftir innbrotið, hafi svo sést til Grealish fyrir utan húsið sitt að skoða leiðir að húsinu. Skammt sé síðan að hann flutti þangað inn og að í kjölfarið hafi hann fest kaup á nýrri öryggisgirðingu. Stórhýsið stendur á tíu hektara jörð og í því eru sjö svefnherbergi. Á svæðinu er einnig þyrluflugpallur, tennisvöllur, fótboltavöllur og krikketvöllur.
Enski boltinn Mest lesið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Körfubolti Andri Lucas skoraði í kvöld Fótbolti HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Íslenski boltinn Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Fleiri fréttir Maguire hetja United í bikarnum Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Sjá meira