Enski boltinn

Palace gæti rekið Hodgson og ráðið Cooper

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Forráðamenn Crystal Palace renna hýru auga til Steves Cooper.
Forráðamenn Crystal Palace renna hýru auga til Steves Cooper. getty/MI News

Roy Hodgson gæti orðið næsti knattspyrnustjórinn í ensku úrvalsdeildinni sem þarf að taka pokann sinn. Crystal Palace virðist vera búið að finna manninn til að taka við af honum.

Palace er án sigurs í síðustu átta deildarleikjum og það þykir orðið nokkuð heitt undir hinum aldna Hodgson. Hann gæti verið rekinn ef leikur Palace gegn Brentford á morgun fer illa.

Steve Cooper þykir líklegastur til að taka við Palace ef Hodgson verður látinn fara. Cooper er án starfs eftir að hafa verið rekinn frá Nottingham Forest í síðustu viku.

Walesverjinn ku vilja taka sér frí frá þjálfun um óákveðinn tíma og því þurfa að forráðamenn Palace að fá hann til að skipta um skoðun.

Palace er í 15. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með átján stig, aðeins þremur stigum frá fallsæti. Sem fyrr sagði mætir liðið Brentford á heimavelli á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×