Fimmtán ára drengur lést í hákarlaárás Samúel Karl Ólason skrifar 29. desember 2023 11:21 Hákarlaárásir hafa verið nokkuð tíðar undan ströndum Suður-Ástralíu á þessu ári. Myndin tengist fréttinni ekki beint. EPA/DAVE HUNT Fimmtán ára drengur lést eftir að hann var bitinn af hákarli undan ströndum Suður-Ástralíu í gær. Drengurinn var að æfa sig á brimbretti á Ethel Beach þegar hákarl beit hann en þetta er í þriðja sinn sem hákarl banar manni undan ströndum fylkisins á undanförnum mánuðum. Drengurinn, sem hét Khai Cowley, var með föður sínum á brimbretti þegar hann var bitinn og er talið að hann hafi verið bitin af hvítháf. Samkvæmt frétt Ríkisútvarps Ástralíu segja vitni að drengurinn hafi verið um þrjátíu til fjörutíu metra frá landi þegar hákarlinn beit hann. Drengurinn var dreginn á land en endurlífgunartilraunir báru ekki árangur. AP fréttaveitan hefur eftir Peter Malinauskas, forsætisráðherra Suður-Ástralíu, að frá árinu 2000 hafi ellefu manns látið lífið í árásum hákarla. Þrír hafa látið lífið á þessu ári í Suður-Ástralíu og einn utan ríkisins. Í maí lést 46 ára kona þegar hún var bitin undan ströndum Suður-Ástralíu. Annar brimbrettakappi lést svo í nóvember þegar hákarl réðst á hann og felldi hann af brimbretti sínu og beit hann. Lík þeirra fundust aldrei. Til viðbótar við þessar árásir hafa minnst tveir verið bitnir á svipuðum slóðum í haust, samkvæmt frétt ABC. Heimamenn í Suður-Ástralíufylki segja hákörlum hafa fjölgað á svæðinu. Sextán ára stúlka lét lífið undan ströndum vesturhluta Ástralíu í febrúar þegar hún var bitin af hákarli. Sky News í Ástralíu ræddi við sérfræðing um fjölgun hákarlaárása við Suður-Ástralíu. Ástralía Tengdar fréttir Hálfétinn hvítháf rak á land í Ástralíu Hræ hálfétins hvítháfs rak nýverið á land í Ástralíu. Svo virðist sem hákarlinn hafi verið rifinn í tætlur en talið er að háhyrningur hafi banað dýrinu. 19. október 2023 16:09 Slapp með skrekkinn frá hákarlaárás Sjóstangveiðimaður komst í hann krappan undan ströndum Honolulu í Havaí á dögunum. Scott Haraguchi hafði nýverið veitt fisk á kajak og var að undirbúa sig fyrir að kasta aftur, þegar tígrisháfur synti að honum á miklum hraða og beit duglega í kajakinn. 15. maí 2023 15:08 Sextán ára lést í hákarlaárás í Perth Sextán ára stúlka lét í morgun lífið eftir hákarlaárás í Swan-ánni í Perth í vesturhluta Ástralíu. Talið er að stúlkan hafi verið á sæþotu með vinum sínum þegar árásin átti sér stað. 4. febrúar 2023 13:53 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Drengurinn, sem hét Khai Cowley, var með föður sínum á brimbretti þegar hann var bitinn og er talið að hann hafi verið bitin af hvítháf. Samkvæmt frétt Ríkisútvarps Ástralíu segja vitni að drengurinn hafi verið um þrjátíu til fjörutíu metra frá landi þegar hákarlinn beit hann. Drengurinn var dreginn á land en endurlífgunartilraunir báru ekki árangur. AP fréttaveitan hefur eftir Peter Malinauskas, forsætisráðherra Suður-Ástralíu, að frá árinu 2000 hafi ellefu manns látið lífið í árásum hákarla. Þrír hafa látið lífið á þessu ári í Suður-Ástralíu og einn utan ríkisins. Í maí lést 46 ára kona þegar hún var bitin undan ströndum Suður-Ástralíu. Annar brimbrettakappi lést svo í nóvember þegar hákarl réðst á hann og felldi hann af brimbretti sínu og beit hann. Lík þeirra fundust aldrei. Til viðbótar við þessar árásir hafa minnst tveir verið bitnir á svipuðum slóðum í haust, samkvæmt frétt ABC. Heimamenn í Suður-Ástralíufylki segja hákörlum hafa fjölgað á svæðinu. Sextán ára stúlka lét lífið undan ströndum vesturhluta Ástralíu í febrúar þegar hún var bitin af hákarli. Sky News í Ástralíu ræddi við sérfræðing um fjölgun hákarlaárása við Suður-Ástralíu.
Ástralía Tengdar fréttir Hálfétinn hvítháf rak á land í Ástralíu Hræ hálfétins hvítháfs rak nýverið á land í Ástralíu. Svo virðist sem hákarlinn hafi verið rifinn í tætlur en talið er að háhyrningur hafi banað dýrinu. 19. október 2023 16:09 Slapp með skrekkinn frá hákarlaárás Sjóstangveiðimaður komst í hann krappan undan ströndum Honolulu í Havaí á dögunum. Scott Haraguchi hafði nýverið veitt fisk á kajak og var að undirbúa sig fyrir að kasta aftur, þegar tígrisháfur synti að honum á miklum hraða og beit duglega í kajakinn. 15. maí 2023 15:08 Sextán ára lést í hákarlaárás í Perth Sextán ára stúlka lét í morgun lífið eftir hákarlaárás í Swan-ánni í Perth í vesturhluta Ástralíu. Talið er að stúlkan hafi verið á sæþotu með vinum sínum þegar árásin átti sér stað. 4. febrúar 2023 13:53 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Hálfétinn hvítháf rak á land í Ástralíu Hræ hálfétins hvítháfs rak nýverið á land í Ástralíu. Svo virðist sem hákarlinn hafi verið rifinn í tætlur en talið er að háhyrningur hafi banað dýrinu. 19. október 2023 16:09
Slapp með skrekkinn frá hákarlaárás Sjóstangveiðimaður komst í hann krappan undan ströndum Honolulu í Havaí á dögunum. Scott Haraguchi hafði nýverið veitt fisk á kajak og var að undirbúa sig fyrir að kasta aftur, þegar tígrisháfur synti að honum á miklum hraða og beit duglega í kajakinn. 15. maí 2023 15:08
Sextán ára lést í hákarlaárás í Perth Sextán ára stúlka lét í morgun lífið eftir hákarlaárás í Swan-ánni í Perth í vesturhluta Ástralíu. Talið er að stúlkan hafi verið á sæþotu með vinum sínum þegar árásin átti sér stað. 4. febrúar 2023 13:53