Innflutt menningarstríð Hamassamtakanna Finnur Th. Eiríksson skrifar 29. desember 2023 12:30 Stríðið fyrir botni Miðjarðarhafs hefur nú staðið yfir í tæpa þrjá mánuði. Það hefur vart farið fram hjá nokkrum að neyðin á Gazasvæðinu er mikil. Liðsmenn Hamassamtakanna voru fyllilega meðvitaðir um þessa útkomu þegar þeir gerðu árás á Ísrael þann 7. október. Þeir vissu að viðbrögð Ísraels myndu framkalla bitastætt myndefni fyrir fjölmiðla. Þeir vissu að viðbrögðin myndu skjóta loku fyrir áframhaldandi viðræður um stjórnmálasamband milli Ísraels og Sádi-Arabíu. Frá upphafi stríðins hafa efnistök flestra fjölmiðla endurspeglað áherslur Hamas. Auk heldur hafa almennir fjölmiðlar kosið að fjalla nær eingöngu um átökin fyrir botni Miðjarðarhafs á kostnað umfjöllunar um þau fjölmörgu stríðsátök sem geisa um allan heim. Áherslan er lögð á að koma höggi á Ísrael frekar en að flytja fréttir frá öllum átakasvæðum heimsins. Óhjákvæmilega gefur það fólki tilfinninguna að ef ekki væri fyrir stríðið milli Ísraels og Hamas væri heimurinn nokkuð friðsamur, sem er vitanlega alrangt. Hluti íslensku þjóðarinnar endurspeglar þessa afstöðu fjölmiðla. Þessi litli en háværi hópur hefur skipulagt kröfugöngur og safnað undirskriftum við áköll um sniðgöngu gegn Ísrael. Þannig hafa hundruð starfsmanna Háskóla Íslands fengist til að skrifa undir yfirlýsingu (að frumkvæði háskóla í palestínsku borginni Ramallah) um sniðgöngu gagnvart ísraelskum menntastofnunum. Einnig hefur undirskriftalisti gengið manna á milli sem hvetur til sniðgöngu á Eurovision-keppninni vegna þátttöku Ísraels. Vitanlega vantar á alla þessa lista einu kröfuna sem myndi tryggja langvarandi vopnahlé: að Hamas láti ísraelsku gíslana tafarlaust lausa og leggi niður vopn sín. Hvers vegna er ekki gerð krafa um að Hamas sleppi gíslunum og leggi niður vopn sín? Hvers vegna er ekki minnst á það eina sem getur mögulega stöðvað átökin? Rökréttasta skýringin er að þeir sem standa á bak við þessa undirskriftalista hafi í raun og veru samúð með Hamassamtökunum og hryðjuverkum þeirra. Rökréttasta skýringin er að þeir vilja ekki að Hamas skili gíslunum til fjölskyldna sinna í Ísrael og láti af hryðjuverkum. Helsta áherslumál þessara einstaklinga er því augljóslega ekki að stríðinu ljúki heldur að þeirra hlið „vinni“, eins ómöguleg og sú útkoma er. Þeir eru því ekki raunverulegir talsmenn friðar heldur fótgönguliðar Hamassamtakanna í eins konar innfluttu menningarstríði. Afleiðingin er sú að þeir mæla einungis fyrir aðgerðum sem munu reynast algjörlega marklausar. Mun einhver í ísraelskum háskólum sakna mögulegs samstarfs við Háskóla Íslands? Myndi sniðganga á Eurovision hafa nokkur áhrif út fyrir landsteinana? Það er í hæsta máta ólíklegt. Verði sniðgangan gegn Eurovision að veruleika mun hún hins vegar vekja reiði fjölmargra Íslendinga sem væru sviknir um þátttöku í vinsælasta sjónvarpsviðburði ársins. Er það eitthvað sem samfélag okkar þarf, meiri reiði? Það er viðbúið að þessari reiði yrði að lokum beint að minnihlutahópi Gyðinga á Íslandi. Staðreyndin er sú að hatursglæpir gegn Gyðingum hafa sums staðar aukist þúsundfalt í kjölfar stríðsins í Ísrael, og Ísland er ekkert ónæmara fyrir hatursglæpum en önnur ríki. Það segir sig sjálft að það er stórvarasamt að haga fjölmiðlaumfjöllun og aktívisma í samræmi við hagsmuni Hamas, sem í stofnsáttmála sínum mæla fyrir algjörri útrýmingu Gyðinga. Af þeim sökum er nauðsynlegt að hafna innfluttu menningarstríði Hamassamtakanna á afgerandi hátt. Höfundur er stjórnarmeðlimur MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi og meðlimur Menningarfélags Gyðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Stríðið fyrir botni Miðjarðarhafs hefur nú staðið yfir í tæpa þrjá mánuði. Það hefur vart farið fram hjá nokkrum að neyðin á Gazasvæðinu er mikil. Liðsmenn Hamassamtakanna voru fyllilega meðvitaðir um þessa útkomu þegar þeir gerðu árás á Ísrael þann 7. október. Þeir vissu að viðbrögð Ísraels myndu framkalla bitastætt myndefni fyrir fjölmiðla. Þeir vissu að viðbrögðin myndu skjóta loku fyrir áframhaldandi viðræður um stjórnmálasamband milli Ísraels og Sádi-Arabíu. Frá upphafi stríðins hafa efnistök flestra fjölmiðla endurspeglað áherslur Hamas. Auk heldur hafa almennir fjölmiðlar kosið að fjalla nær eingöngu um átökin fyrir botni Miðjarðarhafs á kostnað umfjöllunar um þau fjölmörgu stríðsátök sem geisa um allan heim. Áherslan er lögð á að koma höggi á Ísrael frekar en að flytja fréttir frá öllum átakasvæðum heimsins. Óhjákvæmilega gefur það fólki tilfinninguna að ef ekki væri fyrir stríðið milli Ísraels og Hamas væri heimurinn nokkuð friðsamur, sem er vitanlega alrangt. Hluti íslensku þjóðarinnar endurspeglar þessa afstöðu fjölmiðla. Þessi litli en háværi hópur hefur skipulagt kröfugöngur og safnað undirskriftum við áköll um sniðgöngu gegn Ísrael. Þannig hafa hundruð starfsmanna Háskóla Íslands fengist til að skrifa undir yfirlýsingu (að frumkvæði háskóla í palestínsku borginni Ramallah) um sniðgöngu gagnvart ísraelskum menntastofnunum. Einnig hefur undirskriftalisti gengið manna á milli sem hvetur til sniðgöngu á Eurovision-keppninni vegna þátttöku Ísraels. Vitanlega vantar á alla þessa lista einu kröfuna sem myndi tryggja langvarandi vopnahlé: að Hamas láti ísraelsku gíslana tafarlaust lausa og leggi niður vopn sín. Hvers vegna er ekki gerð krafa um að Hamas sleppi gíslunum og leggi niður vopn sín? Hvers vegna er ekki minnst á það eina sem getur mögulega stöðvað átökin? Rökréttasta skýringin er að þeir sem standa á bak við þessa undirskriftalista hafi í raun og veru samúð með Hamassamtökunum og hryðjuverkum þeirra. Rökréttasta skýringin er að þeir vilja ekki að Hamas skili gíslunum til fjölskyldna sinna í Ísrael og láti af hryðjuverkum. Helsta áherslumál þessara einstaklinga er því augljóslega ekki að stríðinu ljúki heldur að þeirra hlið „vinni“, eins ómöguleg og sú útkoma er. Þeir eru því ekki raunverulegir talsmenn friðar heldur fótgönguliðar Hamassamtakanna í eins konar innfluttu menningarstríði. Afleiðingin er sú að þeir mæla einungis fyrir aðgerðum sem munu reynast algjörlega marklausar. Mun einhver í ísraelskum háskólum sakna mögulegs samstarfs við Háskóla Íslands? Myndi sniðganga á Eurovision hafa nokkur áhrif út fyrir landsteinana? Það er í hæsta máta ólíklegt. Verði sniðgangan gegn Eurovision að veruleika mun hún hins vegar vekja reiði fjölmargra Íslendinga sem væru sviknir um þátttöku í vinsælasta sjónvarpsviðburði ársins. Er það eitthvað sem samfélag okkar þarf, meiri reiði? Það er viðbúið að þessari reiði yrði að lokum beint að minnihlutahópi Gyðinga á Íslandi. Staðreyndin er sú að hatursglæpir gegn Gyðingum hafa sums staðar aukist þúsundfalt í kjölfar stríðsins í Ísrael, og Ísland er ekkert ónæmara fyrir hatursglæpum en önnur ríki. Það segir sig sjálft að það er stórvarasamt að haga fjölmiðlaumfjöllun og aktívisma í samræmi við hagsmuni Hamas, sem í stofnsáttmála sínum mæla fyrir algjörri útrýmingu Gyðinga. Af þeim sökum er nauðsynlegt að hafna innfluttu menningarstríði Hamassamtakanna á afgerandi hátt. Höfundur er stjórnarmeðlimur MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi og meðlimur Menningarfélags Gyðinga.
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar