„Vinnum ekki deildina nema við bætum okkur í báðum teigum“ Smári Jökull Jónsson skrifar 30. desember 2023 10:00 Arteta á æfingasvæði Arsenal. Vísir/Getty Arsenal tapaði 2-0 gegn West Ham í ensku úrvalsdeildinni á fimmtudagskvöld þrátt fyrir að hafa átt þrjátíu marktilraunir í leiknum. Mikel Arteta knattspyrnustjóri liðsins segir enga hræðslu vera í leikmannahópi liðsins. Sigur West Ham gegn Arsenal á fimmtudag var nokkuð óvæntur enda Arsenal að berjast á toppi deildarinnar. Arsenal átti 30 skot og 77 sendingar í teig andstæðingsins án þess að skora mark en það er það mesta í ensku úrvalsdeildinni síðan tímabilið 2008-09. „Það er engin hræðsla, þetta snýst um að gera meira og betur og vinna leiki. Ef liðið spilar svona þá munum við vinna marga leiki,“ sagði Mikel Arteta knattspyrnustjóri Arsenal á blaðamannafundi í gær. „Ef við bætum okkur ekki í teigunum þá vinnum við ekki deildina. Því að lokum þá er niðurstaðan þessi,“ bætti hann við og vísaði í leikinn gegn West Ham. „Litu út fyrir að vera ferskir“ Arsenal leikur gegn Fulham á útivelli á morgun. Arsenal hefur aðeins gert eina breytingu á byrjunarliði sínu í síðustu þremur leikjum. Kai Havertz spilaði ekki gegn West Ham þar sem hann var í leikbanni. Arteta hefur þó ekki áhyggjur af þreytu hjá leikmönnum sínum. „Það er mikið af leikjum núna en þeir litu út fyrir að vera ferskir. Þegar þú vinnur, þá pælir þú ekki í þessu. Þeir eru ungir, þetta væri öðruvísi ef þeir væru 35 ára. Þeir eru með mikla orku og geta haldið áfram, það er á hreinu.“ „Þú nærð ekki því sem liðið gerði gegn West Ham án neista í hópnum. Það er lokahnykkurinn, lokasnertingin sem kemur boltanum í netið. Það er það sem við þurfum.“ Fastlega er búist við að Arsenal reyni að bæta leikmanni í hópinn þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar. Helst er horft til framherjastöðunnar en fjárhagsreglur ensku úrvalsdeildarinnar gætu komið í veg fyrir að Arteta fái að eyða þeim fjárhæðum sem hann hefði viljað. Enski boltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira
Sigur West Ham gegn Arsenal á fimmtudag var nokkuð óvæntur enda Arsenal að berjast á toppi deildarinnar. Arsenal átti 30 skot og 77 sendingar í teig andstæðingsins án þess að skora mark en það er það mesta í ensku úrvalsdeildinni síðan tímabilið 2008-09. „Það er engin hræðsla, þetta snýst um að gera meira og betur og vinna leiki. Ef liðið spilar svona þá munum við vinna marga leiki,“ sagði Mikel Arteta knattspyrnustjóri Arsenal á blaðamannafundi í gær. „Ef við bætum okkur ekki í teigunum þá vinnum við ekki deildina. Því að lokum þá er niðurstaðan þessi,“ bætti hann við og vísaði í leikinn gegn West Ham. „Litu út fyrir að vera ferskir“ Arsenal leikur gegn Fulham á útivelli á morgun. Arsenal hefur aðeins gert eina breytingu á byrjunarliði sínu í síðustu þremur leikjum. Kai Havertz spilaði ekki gegn West Ham þar sem hann var í leikbanni. Arteta hefur þó ekki áhyggjur af þreytu hjá leikmönnum sínum. „Það er mikið af leikjum núna en þeir litu út fyrir að vera ferskir. Þegar þú vinnur, þá pælir þú ekki í þessu. Þeir eru ungir, þetta væri öðruvísi ef þeir væru 35 ára. Þeir eru með mikla orku og geta haldið áfram, það er á hreinu.“ „Þú nærð ekki því sem liðið gerði gegn West Ham án neista í hópnum. Það er lokahnykkurinn, lokasnertingin sem kemur boltanum í netið. Það er það sem við þurfum.“ Fastlega er búist við að Arsenal reyni að bæta leikmanni í hópinn þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar. Helst er horft til framherjastöðunnar en fjárhagsreglur ensku úrvalsdeildarinnar gætu komið í veg fyrir að Arteta fái að eyða þeim fjárhæðum sem hann hefði viljað.
Enski boltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira