Um jafnræði trú- og lífsskoðunarfélaga Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 30. desember 2023 11:31 Ákallið um aðskilnað ríkis og kirkju og jafnræði trúfélaga liggur til grundvallar þeirrar Fríkirkjuhreyfingar, sem leiddi til stofnunar þriggja safnaða sem byggja á Fríkirkjuhugsjón. Þeirra elstur er Fríkirkjan í Reykjavík en söfnuðurinn, sem stofnaður er 19. nóvember 1899, hefur staðið fyrir þann málstað á þremur öldum. Það er merkilegt að lesa umfjöllun um og andstöðu við baráttu Fríkirkjumanna fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju á síðasta áratugi 19. aldar en þær kröfur sem þar koma fram ríma vel við þarfir okkar nútíma. Lárus Halldórsson skrifar 1897 að „Ríkisvaldið [sé] neytt til, ef það á annað borð vill taka upp hina einu rjettu stjórnarreglu, að gjöra öllum trúarfjelögum jafnhátt undir höfði, að taka frá kirkjunni afgjald […] þjóðeigna, kirkjujarðanna“ (Kirkjublaðið 4 tbl. 1897, bls. 60). Grein hans, Um aðskilnað ríkis og kirkju, ber þess merki að þó þjóðfélag okkar hafi tekið eðlisbreytingum frá 19. öld, situr enn eftir sú staðreynd að þjóðkirkjan hefur allt aðra stöðu gagnvart ríkisvaldinu en önnur trú- og lífsskoðunarfélög. Veruleiki frjálsra safnaða og trúfélaga er sá að trúfélagsgjöld meðlima eru eini tekjustofn þeirra og grundvöllur allrar starfsemi. Fríkirkjur og frjáls trúfélög njóta ekki þeirra tekna sem greiða laun presta- og biskupa þjóðkirkjunnar, né til reksturs innviða á borð við Biskupsstofu. Á þessa staðreynd hefur Fríkirkjan í Reykjavík ítrekað bent í baráttu sinni fyrir jafnri stöðu trúfélaga á Íslandi. Í lagaumhverfi okkar nefnast tekjur trúfélaga sóknargjöld en það hugtak hefur einungis merkingu innan þjóðkirkjunnar sem skipuleggur söfnuði út frá landfræðilegum einingum, sóknum. Það færi vel á því að löggjafavaldið myndi breyta orðalagi sínu til móts við jafnræði trú- og lífsskoðunarfélaga. Það fyrirkomulag að hið opinbera innheimti trúfélagsgjöld fyrir meðlimi samsvarar því sem tíðkast á Norðurlöndum og í Þýskalandi. Fyrirkomulagið nær þó ekki alls staðar til allra trú- og lífsskoðunarfélaga og það er til fyrirmyndar hérlendis að gætt sé jafnræðis meðal trúfélaga. Slíkt jafnræði er raunar forsenda farsællar fjölmenningar, að trúfélög njóti jafnræðis við innheimtu og úthlutun fjármuna. Í því ljósi er það dapurt að sóknargjöld (trúfélagsgjöld) séu árlegt bitbein í fjárlagagerð. Skerðingar sem lagðar eru til og dregnar til baka á víxl ógna rekstrargrundvelli sókna og trú- og lífsskoðunarfélaga með beinum hætti. Forsendur sóknargjalda byggja á gömlum lagagrunni og ítrekað hefur verið bent á að hið opinbera skilar einungis hluta þeirra tekna sem það innheimtir til trúfélaganna. Það fyrirkomulag að ríkið geti einhliða ákveðið hversu miklu af þeim gjöldum það heldur eftir ógnar rekstrargrundvelli trúfélaga og grefur þannig undan trúfrelsi á Íslandi. Farsæl fjölmenning byggir á þeirri forsendu að trúfélög, stór sem smá, geti starfað og blómstrað án íþyngjandi lagaumhverfis. Fríkirkjan í Reykjavík er vaxandi söfnuður og þriðja stærsta trúfélag landsins sem telur hátt í 11.000 meðlimi, hérlendis og erlendis. Starfsemi þess er að öllu leiti fjármögnuð af þeim trúfélagsgjöldum sem safnaðarmeðlimir velja að ráðstafa til safnaðarins. Vaxandi söfnuði ber að veita aukna þjónustu og með fjölgun meðlima hefur safnaðarráð og starfsfólk Fríkirkjunnar aukið þjónustu við fermingarungmenni, barnakóra, tónlistarflutning og prestþjónustu svo fátt eitt sé nefnt. Fríkirkjan er opinn vettvangur þar sem er rými fyrir alla og þú ert velkomin(n) til liðs við kirkjuna fallegu við Reykjavíkurtjörn. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Sigurvin Lárus Jónsson Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Ákallið um aðskilnað ríkis og kirkju og jafnræði trúfélaga liggur til grundvallar þeirrar Fríkirkjuhreyfingar, sem leiddi til stofnunar þriggja safnaða sem byggja á Fríkirkjuhugsjón. Þeirra elstur er Fríkirkjan í Reykjavík en söfnuðurinn, sem stofnaður er 19. nóvember 1899, hefur staðið fyrir þann málstað á þremur öldum. Það er merkilegt að lesa umfjöllun um og andstöðu við baráttu Fríkirkjumanna fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju á síðasta áratugi 19. aldar en þær kröfur sem þar koma fram ríma vel við þarfir okkar nútíma. Lárus Halldórsson skrifar 1897 að „Ríkisvaldið [sé] neytt til, ef það á annað borð vill taka upp hina einu rjettu stjórnarreglu, að gjöra öllum trúarfjelögum jafnhátt undir höfði, að taka frá kirkjunni afgjald […] þjóðeigna, kirkjujarðanna“ (Kirkjublaðið 4 tbl. 1897, bls. 60). Grein hans, Um aðskilnað ríkis og kirkju, ber þess merki að þó þjóðfélag okkar hafi tekið eðlisbreytingum frá 19. öld, situr enn eftir sú staðreynd að þjóðkirkjan hefur allt aðra stöðu gagnvart ríkisvaldinu en önnur trú- og lífsskoðunarfélög. Veruleiki frjálsra safnaða og trúfélaga er sá að trúfélagsgjöld meðlima eru eini tekjustofn þeirra og grundvöllur allrar starfsemi. Fríkirkjur og frjáls trúfélög njóta ekki þeirra tekna sem greiða laun presta- og biskupa þjóðkirkjunnar, né til reksturs innviða á borð við Biskupsstofu. Á þessa staðreynd hefur Fríkirkjan í Reykjavík ítrekað bent í baráttu sinni fyrir jafnri stöðu trúfélaga á Íslandi. Í lagaumhverfi okkar nefnast tekjur trúfélaga sóknargjöld en það hugtak hefur einungis merkingu innan þjóðkirkjunnar sem skipuleggur söfnuði út frá landfræðilegum einingum, sóknum. Það færi vel á því að löggjafavaldið myndi breyta orðalagi sínu til móts við jafnræði trú- og lífsskoðunarfélaga. Það fyrirkomulag að hið opinbera innheimti trúfélagsgjöld fyrir meðlimi samsvarar því sem tíðkast á Norðurlöndum og í Þýskalandi. Fyrirkomulagið nær þó ekki alls staðar til allra trú- og lífsskoðunarfélaga og það er til fyrirmyndar hérlendis að gætt sé jafnræðis meðal trúfélaga. Slíkt jafnræði er raunar forsenda farsællar fjölmenningar, að trúfélög njóti jafnræðis við innheimtu og úthlutun fjármuna. Í því ljósi er það dapurt að sóknargjöld (trúfélagsgjöld) séu árlegt bitbein í fjárlagagerð. Skerðingar sem lagðar eru til og dregnar til baka á víxl ógna rekstrargrundvelli sókna og trú- og lífsskoðunarfélaga með beinum hætti. Forsendur sóknargjalda byggja á gömlum lagagrunni og ítrekað hefur verið bent á að hið opinbera skilar einungis hluta þeirra tekna sem það innheimtir til trúfélaganna. Það fyrirkomulag að ríkið geti einhliða ákveðið hversu miklu af þeim gjöldum það heldur eftir ógnar rekstrargrundvelli trúfélaga og grefur þannig undan trúfrelsi á Íslandi. Farsæl fjölmenning byggir á þeirri forsendu að trúfélög, stór sem smá, geti starfað og blómstrað án íþyngjandi lagaumhverfis. Fríkirkjan í Reykjavík er vaxandi söfnuður og þriðja stærsta trúfélag landsins sem telur hátt í 11.000 meðlimi, hérlendis og erlendis. Starfsemi þess er að öllu leiti fjármögnuð af þeim trúfélagsgjöldum sem safnaðarmeðlimir velja að ráðstafa til safnaðarins. Vaxandi söfnuði ber að veita aukna þjónustu og með fjölgun meðlima hefur safnaðarráð og starfsfólk Fríkirkjunnar aukið þjónustu við fermingarungmenni, barnakóra, tónlistarflutning og prestþjónustu svo fátt eitt sé nefnt. Fríkirkjan er opinn vettvangur þar sem er rými fyrir alla og þú ert velkomin(n) til liðs við kirkjuna fallegu við Reykjavíkurtjörn. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun