Margir eiga í miklum erfiðleikum með að halda jól Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 31. desember 2023 10:11 Jólahátíðin getur verið erfiður tími fyrir sumar fjölskyldur. vísir/vilhelm Tæpur þriðjungur landsmanna segir krefjandi fyrir sig fjárhagslega að halda jól og tæp tíu prósent eiga í miklum erfiðleikum með hátíðarhöldin. Sjötíu prósent segja jólahaldið þó engin áhrif hafa á skuldastöðu sína. Jólahald getur reynst mjög kostnaðarsamt, sérstaklega nú þegar verðbólga mælist átta prósent og hátt vaxtastig hefur neikvæð áhrif á skuldir heimilanna. Margir hafa leitað til hjálparsamtaka fyrir þessi jól og fjölgaði hjálparbeiðnum til að mynda mikið hjá Hjálparstarfi kirkjunnar fyrir þessi jól miðað við þau síðustu. Tæpur helmingur svarenda sagði það krefjandi eða erfitt að halda jól vegna kostnaðar.Grafík/Rúnar Gátu ekki haldið jól án stuðnings hjálparsamtaka eða fjölskyldu Samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu gátu 2,8 prósent svarenda ekki haldið jól án stuðnings hjálparsamtaka, fjölskyldu eða annarra. 9,5 prósent áttu í miklum erfiðleikum með að halda jól vegna kostnaðar, 32,5 prósent sögðu krefjandi að halda jól en 55,2 prósent auðvelt. Tæp fimm prósent sögðust myndu skulda fyrir jólin lengur en í þrjá mánuði, tæp níu prósent gera ráð fyrir að klára að greiða fyrir hátíðarhöldin í febrúar eða mars og tæp 17 prósent í janúar. Sjötíu prósent segja ekki safna umframskuldum vegna jólahaldsins. Um fimm prósent svarenda sögðust vænta þess að skulda jólainnkaupin í yfir þrjá mánuði.Grafík/Rúnar Um miðjan desember sagði félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar að hjálparbeiðnum hafi fjölgað mikið hjá samtökunum og neyðin í samfélaginu væri gríðarleg. Verðbólgan væri augljós skaðvaldur en greiningardeildir bankanna spá enn meiri dýrtíð í desember. Þá var greint frá því sama dag að metfjöldi hefði leitað jólaaðstoðar hjá Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar í ár og að mun fleiri barnafjölskyldur þurfi aðstoð nú en áður. Hátt í þrjú hundruð manns borðuðu hátíðarhádegismat á Kaffistofu Samhjálpar á aðfangadag en forstöðumaður segir þeim fara fjölgandi sem þurfi á aðstoðinni að halda. Svarendur sem sögðust styðja Sósíalistaflokk eða Pírata voru líklegri en aðrir til að segjast ekki geta haldið jól án stuðnings.Maskína Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Svarendur eru alls staðar að af landinu, 18 ára og eldri. Svör voru vegin samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar um kyn, aldur, búsetu og menntun, þannig að þau endurspegla þjóðina prýðilega. Við vigtun svara getur birst örlítið misræmi í fjöldatölum og hlutföllum sem orsakast af námundun. Könnunin fór fram dagana 19. til 27. desember 2023 og voru svarendur 1.212 talsins. Jól Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Sjá til þess að allir fái jólamat Hátt í þrjú hundruð manns munu borða hátíðarhádegismat á Kaffistofu Samhjálpar í dag. Forstöðumaður segir þá sem mæta vera afar þakklátir en þeim fer fjölgandi sem þurfa á aðstoðinni að halda. 24. desember 2023 10:56 Hjálparbeiðnum fjölgar mikið og enn meiri dýrtíð spáð í desember Hjálparbeiðnum hefur fjölgað mikið hjá Hjálparstarfi kirkjunnar og neyðin í samfélaginu er gríðarleg. Þetta segir félagsráðgjafi hjálparsamtakanna. Verðbólgan sé augljós skaðvaldur en greiningardeildir bankanna spá enn meiri dýrtíð í desember. 13. desember 2023 21:37 Metfjöldi þarf jólaaðstoð og hjálparbeiðnum rignir inn Metfjöldi hefur leitað jólaaðstoðar hjá Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar. Fjöldi sækir um á hverjum degi þrátt fyrir að úthlutun sé lokið og formaður segist ekki ná að sinna öllum eins og er. Mun fleiri barnafjölskyldur þurfi aðstoð. 13. desember 2023 12:00 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Jólahald getur reynst mjög kostnaðarsamt, sérstaklega nú þegar verðbólga mælist átta prósent og hátt vaxtastig hefur neikvæð áhrif á skuldir heimilanna. Margir hafa leitað til hjálparsamtaka fyrir þessi jól og fjölgaði hjálparbeiðnum til að mynda mikið hjá Hjálparstarfi kirkjunnar fyrir þessi jól miðað við þau síðustu. Tæpur helmingur svarenda sagði það krefjandi eða erfitt að halda jól vegna kostnaðar.Grafík/Rúnar Gátu ekki haldið jól án stuðnings hjálparsamtaka eða fjölskyldu Samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu gátu 2,8 prósent svarenda ekki haldið jól án stuðnings hjálparsamtaka, fjölskyldu eða annarra. 9,5 prósent áttu í miklum erfiðleikum með að halda jól vegna kostnaðar, 32,5 prósent sögðu krefjandi að halda jól en 55,2 prósent auðvelt. Tæp fimm prósent sögðust myndu skulda fyrir jólin lengur en í þrjá mánuði, tæp níu prósent gera ráð fyrir að klára að greiða fyrir hátíðarhöldin í febrúar eða mars og tæp 17 prósent í janúar. Sjötíu prósent segja ekki safna umframskuldum vegna jólahaldsins. Um fimm prósent svarenda sögðust vænta þess að skulda jólainnkaupin í yfir þrjá mánuði.Grafík/Rúnar Um miðjan desember sagði félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar að hjálparbeiðnum hafi fjölgað mikið hjá samtökunum og neyðin í samfélaginu væri gríðarleg. Verðbólgan væri augljós skaðvaldur en greiningardeildir bankanna spá enn meiri dýrtíð í desember. Þá var greint frá því sama dag að metfjöldi hefði leitað jólaaðstoðar hjá Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar í ár og að mun fleiri barnafjölskyldur þurfi aðstoð nú en áður. Hátt í þrjú hundruð manns borðuðu hátíðarhádegismat á Kaffistofu Samhjálpar á aðfangadag en forstöðumaður segir þeim fara fjölgandi sem þurfi á aðstoðinni að halda. Svarendur sem sögðust styðja Sósíalistaflokk eða Pírata voru líklegri en aðrir til að segjast ekki geta haldið jól án stuðnings.Maskína Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Svarendur eru alls staðar að af landinu, 18 ára og eldri. Svör voru vegin samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar um kyn, aldur, búsetu og menntun, þannig að þau endurspegla þjóðina prýðilega. Við vigtun svara getur birst örlítið misræmi í fjöldatölum og hlutföllum sem orsakast af námundun. Könnunin fór fram dagana 19. til 27. desember 2023 og voru svarendur 1.212 talsins.
Jól Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Sjá til þess að allir fái jólamat Hátt í þrjú hundruð manns munu borða hátíðarhádegismat á Kaffistofu Samhjálpar í dag. Forstöðumaður segir þá sem mæta vera afar þakklátir en þeim fer fjölgandi sem þurfa á aðstoðinni að halda. 24. desember 2023 10:56 Hjálparbeiðnum fjölgar mikið og enn meiri dýrtíð spáð í desember Hjálparbeiðnum hefur fjölgað mikið hjá Hjálparstarfi kirkjunnar og neyðin í samfélaginu er gríðarleg. Þetta segir félagsráðgjafi hjálparsamtakanna. Verðbólgan sé augljós skaðvaldur en greiningardeildir bankanna spá enn meiri dýrtíð í desember. 13. desember 2023 21:37 Metfjöldi þarf jólaaðstoð og hjálparbeiðnum rignir inn Metfjöldi hefur leitað jólaaðstoðar hjá Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar. Fjöldi sækir um á hverjum degi þrátt fyrir að úthlutun sé lokið og formaður segist ekki ná að sinna öllum eins og er. Mun fleiri barnafjölskyldur þurfi aðstoð. 13. desember 2023 12:00 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Sjá til þess að allir fái jólamat Hátt í þrjú hundruð manns munu borða hátíðarhádegismat á Kaffistofu Samhjálpar í dag. Forstöðumaður segir þá sem mæta vera afar þakklátir en þeim fer fjölgandi sem þurfa á aðstoðinni að halda. 24. desember 2023 10:56
Hjálparbeiðnum fjölgar mikið og enn meiri dýrtíð spáð í desember Hjálparbeiðnum hefur fjölgað mikið hjá Hjálparstarfi kirkjunnar og neyðin í samfélaginu er gríðarleg. Þetta segir félagsráðgjafi hjálparsamtakanna. Verðbólgan sé augljós skaðvaldur en greiningardeildir bankanna spá enn meiri dýrtíð í desember. 13. desember 2023 21:37
Metfjöldi þarf jólaaðstoð og hjálparbeiðnum rignir inn Metfjöldi hefur leitað jólaaðstoðar hjá Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar. Fjöldi sækir um á hverjum degi þrátt fyrir að úthlutun sé lokið og formaður segist ekki ná að sinna öllum eins og er. Mun fleiri barnafjölskyldur þurfi aðstoð. 13. desember 2023 12:00