Snoop Dogg vinnur við Ólympíuleikana í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. janúar 2024 07:30 Snoop Dogg mun lýsa keppni á Ólympíuleikunum í París í sumar. Getty/Alexander Tamargo Tónlistarmaðurinn Snoop Dogg hefur verið óhræddur að feta nýja slóðir á ferlinum og NBC sjónvarpsstöðin greindi í gær frá nýjasta útspili hans. Snoop Dogg verður íþróttafréttamaður á Ólympíuleikunum í París í sumar og mun þar lýsa fyrir NBC stöðina. Þessi 52 ára gamli rappari heitir fullu nafni Calvin Cordozar Broadus Jr. og hann sló fyrst í gegn árið 1992 þegar hann söng með Dr. Dre í laginu „Deep Cover“. NBC to add Snoop Dogg as reporter for Paris Olympics coveragehttps://t.co/Znmax05fAC— Sports Illustrated (@SInow) January 1, 2024 Þetta verða reyndar ekki hans fyrstu kynni hans við störf á íþróttaviðburði því hann og Kevin Hart slógu í gegn þegar þeir lýstu saman frá keppni á Ólympíuleikunum í Tókýó þá á Peacock sjónvarpsveitunni. Bandaríkjamenn fengu fyrstu fréttir af þessu þegar NBA birti auglýsingu á NFL leik Green Bay Packers og Minnesota Vikings á sunnudagskvöldið en þar mátti sjá Snoop Dogg ásamt nokkrum íþróttastjörnum Bandaríkjanna á leikunum. Ólympíuleikarnir verða settir 26. júlí næstkomandi en útsendingar frá Ólympíuleikunum eru gríðarlega vinsælt sjónvarpsefni í Bandaríkjunum. „Ég ólst upp við það að horfa á Ólympíuleikana og ég er spenntur að sjá hið frábæra íþróttafólk okkar mæta til leiks í sínu besta formi til Parísar. Þarna fagnar íþróttafólkið hæfileikum sínum, dugnaði og þrautseigju um leið og það eltist við mikilleikann,“ sagði rapparinn í yfirlýsingu. „Við munum sjá nokkrar stórkostlega keppnir og auðvitað mun ég mæta með Snoop stílinn. Þetta verða epískustu Ólympíuleikar sögunnar og þið megið ekki missa af þessu,“ sagði Snoop Dogg. New year mood. Paris 2024 Olympics. C u this summer pic.twitter.com/vWUXIPdMVZ— Snoop Dogg (@SnoopDogg) January 1, 2024 Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Handbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Chelsea vann en Tottenham tapaði Sverrir fagnaði sigri á móti Alberti í Sambandsdeildinni Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Steig á úðara og meiddist á hné Benedikt hættur með kvennalandsliðið Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Gunnar kveður og Stefán tekur við Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? Sjá meira
Snoop Dogg verður íþróttafréttamaður á Ólympíuleikunum í París í sumar og mun þar lýsa fyrir NBC stöðina. Þessi 52 ára gamli rappari heitir fullu nafni Calvin Cordozar Broadus Jr. og hann sló fyrst í gegn árið 1992 þegar hann söng með Dr. Dre í laginu „Deep Cover“. NBC to add Snoop Dogg as reporter for Paris Olympics coveragehttps://t.co/Znmax05fAC— Sports Illustrated (@SInow) January 1, 2024 Þetta verða reyndar ekki hans fyrstu kynni hans við störf á íþróttaviðburði því hann og Kevin Hart slógu í gegn þegar þeir lýstu saman frá keppni á Ólympíuleikunum í Tókýó þá á Peacock sjónvarpsveitunni. Bandaríkjamenn fengu fyrstu fréttir af þessu þegar NBA birti auglýsingu á NFL leik Green Bay Packers og Minnesota Vikings á sunnudagskvöldið en þar mátti sjá Snoop Dogg ásamt nokkrum íþróttastjörnum Bandaríkjanna á leikunum. Ólympíuleikarnir verða settir 26. júlí næstkomandi en útsendingar frá Ólympíuleikunum eru gríðarlega vinsælt sjónvarpsefni í Bandaríkjunum. „Ég ólst upp við það að horfa á Ólympíuleikana og ég er spenntur að sjá hið frábæra íþróttafólk okkar mæta til leiks í sínu besta formi til Parísar. Þarna fagnar íþróttafólkið hæfileikum sínum, dugnaði og þrautseigju um leið og það eltist við mikilleikann,“ sagði rapparinn í yfirlýsingu. „Við munum sjá nokkrar stórkostlega keppnir og auðvitað mun ég mæta með Snoop stílinn. Þetta verða epískustu Ólympíuleikar sögunnar og þið megið ekki missa af þessu,“ sagði Snoop Dogg. New year mood. Paris 2024 Olympics. C u this summer pic.twitter.com/vWUXIPdMVZ— Snoop Dogg (@SnoopDogg) January 1, 2024
Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Handbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Chelsea vann en Tottenham tapaði Sverrir fagnaði sigri á móti Alberti í Sambandsdeildinni Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Steig á úðara og meiddist á hné Benedikt hættur með kvennalandsliðið Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Gunnar kveður og Stefán tekur við Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? Sjá meira