Sara þakkar meiðslunum fyrir að ná að endurnýja kynnin við vinina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. janúar 2024 08:31 Sara Sigmundsdóttir segir að meiðslin hafi verið smá lán í óláni. @sarasigmunds Verður árið 2024 árið sem við sjáum íslensku CrossFit konuna Söru Sigmundsdóttur komast aftur á heimsleikana og í hóp bestu kvenna í sinni íþróttagrein? Fáar íþróttakonur hafa glímt við erfiðari tíma en Suðurnesjamærin frá því að hún meiddist alvarlega nánast kvöldið fyrir 2021 tímabilið. CrossFit aðdáendur eru búnir að bíða lengi eftir endurkomu Söru enda langt síðan við sáum hana meðal þeirra bestu. Meiðsli hafa einkennt feril hennar síðustu ár en í nýju viðtali sá Sara jákvæðu hliðar þess að geta ekki æft og keppt í íþróttinni sinni. Sara var komin alla leið til Ástralíu í lok síðasta árs þegar hún meiddist á æfingu og ákvað á endanum að hætta við það keppa. Hún hafði ferðast hálfan hnöttinn og ætlaði að stimpla sig aftur inn með góðri frammistöðu á Down Under Championship. Ekkert varð af því og næst á dagskrá er að ná sér góðir fyrir nýtt tímabil. Sara nýtti ferðina samt vel og kynnti sér helstu náttúruperlur Ástralíu. Hún hefur nú sýnt frá ævintýrum sínum í Ástralíu í myndbandi á Youtube síðu sinni. Sýnir frá ferðlaginu Sara sýnir ekki aðeins frá ferðalögum sínum í Youtube þættinum heldur lítur hún líka um öxl. Sara hefur fulla ástæðu til að kvarta og kveina yfir erfiðum síðustu árum en hún vill samt horfa jákvætt á þessa krefjandi tíma. Sara Sigmundsdóttir fer yfir málin í nýjast þættinum sínum á Youtube.Skjámynd/Youtube Sara ræðir nefnilega meiðslatímann í viðtali í þættinum. „Hérna erum við komnar og að byrja endurhæfingu númer 354. Þetta snýst um þolinmæði en við munum komast til baka,“ sagði Sara. „Ég var að hugsa um það um daginn að ef ég gæfist upp núna, hvað færi ég þá að gera. Þér líður eins og þú hafi klúðrað öllu en þetta er bara hluti af þér sjálfri. Þú skilgreinir bara allt lífið þitt út frá þessu því þú ert svo staðráðin að ná langt í íþróttinni. Þegar þú ert ekki að komast þangað sem þú ætlar þér þá líður þér svolítið eins og þú getir ekki afrekað neitt það sem eftir er,“ sagði Sara hreinskilin. Hún hefur alla tíð valið brosið og jákvæðnina yfir fýlusvipinn og vonda skapið. Hún breytir því heldur ekki núna. Lán í óláni „Meiðsli eru kannski eins og lán í óláni því þú lærir svo mikið af þeim. Þegar ég sleit krossbandið þá áttaði ég mig á því að ég var búin að gleyma öllum vinunum mínum sem og því að hafa eitthvað jafnvægi í mínu lífi,“ sagði Sara. „Þetta lærði ég af þessum stóru meiðslum mínum að ég endurnýjaði kynnin við alla góðu vinina mína. Þetta voru tvö af bestu árum ævinnar því ég var laus við alla pressu og svoleiðis,“ sagði Sara. „Svo hugsaði ég að nú yrði ég að reyna að komast til baka. Ég var á mikilli uppleið og þá kom annars skellur,“ sagði Sara niðurlút. Hún ætlar þó ekki að gefast upp og verður vonandi upp á sitt besta þegar The Open byrjar í febrúar. Það má horfa á allan þáttinn hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=07lYD1hNCl8">watch on YouTube</a> CrossFit Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Sjá meira
CrossFit aðdáendur eru búnir að bíða lengi eftir endurkomu Söru enda langt síðan við sáum hana meðal þeirra bestu. Meiðsli hafa einkennt feril hennar síðustu ár en í nýju viðtali sá Sara jákvæðu hliðar þess að geta ekki æft og keppt í íþróttinni sinni. Sara var komin alla leið til Ástralíu í lok síðasta árs þegar hún meiddist á æfingu og ákvað á endanum að hætta við það keppa. Hún hafði ferðast hálfan hnöttinn og ætlaði að stimpla sig aftur inn með góðri frammistöðu á Down Under Championship. Ekkert varð af því og næst á dagskrá er að ná sér góðir fyrir nýtt tímabil. Sara nýtti ferðina samt vel og kynnti sér helstu náttúruperlur Ástralíu. Hún hefur nú sýnt frá ævintýrum sínum í Ástralíu í myndbandi á Youtube síðu sinni. Sýnir frá ferðlaginu Sara sýnir ekki aðeins frá ferðalögum sínum í Youtube þættinum heldur lítur hún líka um öxl. Sara hefur fulla ástæðu til að kvarta og kveina yfir erfiðum síðustu árum en hún vill samt horfa jákvætt á þessa krefjandi tíma. Sara Sigmundsdóttir fer yfir málin í nýjast þættinum sínum á Youtube.Skjámynd/Youtube Sara ræðir nefnilega meiðslatímann í viðtali í þættinum. „Hérna erum við komnar og að byrja endurhæfingu númer 354. Þetta snýst um þolinmæði en við munum komast til baka,“ sagði Sara. „Ég var að hugsa um það um daginn að ef ég gæfist upp núna, hvað færi ég þá að gera. Þér líður eins og þú hafi klúðrað öllu en þetta er bara hluti af þér sjálfri. Þú skilgreinir bara allt lífið þitt út frá þessu því þú ert svo staðráðin að ná langt í íþróttinni. Þegar þú ert ekki að komast þangað sem þú ætlar þér þá líður þér svolítið eins og þú getir ekki afrekað neitt það sem eftir er,“ sagði Sara hreinskilin. Hún hefur alla tíð valið brosið og jákvæðnina yfir fýlusvipinn og vonda skapið. Hún breytir því heldur ekki núna. Lán í óláni „Meiðsli eru kannski eins og lán í óláni því þú lærir svo mikið af þeim. Þegar ég sleit krossbandið þá áttaði ég mig á því að ég var búin að gleyma öllum vinunum mínum sem og því að hafa eitthvað jafnvægi í mínu lífi,“ sagði Sara. „Þetta lærði ég af þessum stóru meiðslum mínum að ég endurnýjaði kynnin við alla góðu vinina mína. Þetta voru tvö af bestu árum ævinnar því ég var laus við alla pressu og svoleiðis,“ sagði Sara. „Svo hugsaði ég að nú yrði ég að reyna að komast til baka. Ég var á mikilli uppleið og þá kom annars skellur,“ sagði Sara niðurlút. Hún ætlar þó ekki að gefast upp og verður vonandi upp á sitt besta þegar The Open byrjar í febrúar. Það má horfa á allan þáttinn hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=07lYD1hNCl8">watch on YouTube</a>
CrossFit Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Sjá meira