Eigandinn kastaði drykk yfir stuðningsmenn félagsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. janúar 2024 14:01 David Tepper er ekki að gera frábæra hluti sem eigandi Carolina Panthers liðsins. Getty/Jane Gershovich Carolina Panthers mátti þola háðuglegt tap í NFL-deildinni á Gamlársdag og eigandinn David Tepper var allt annað en ánægður með gang mála. Það var þó ekki bara slök frammistaða leikmanna hans sem komst í fréttirnar heldur endaði reiðikast eigandans þar líka. Það náðist nefnilega á myndband þegar David Tepper kastaði drykk út úr heiðursstúkunni og yfir stuðningsfólk sem voru að horfa á leikinn fyrir neðan hann. Hann hendir drykknum frá sér í pirringskasti og það má sjá stuðningsmennina snúa sér við og láta hann heyra það. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=H3HUP0zjVoU">watch on YouTube</a> Atvikið varð skömmu eftir að leikstjórnandinn Bryce Young, kastaði boltanum frá sér. Young var valinn fyrstur í nýliðavalinu síðasta vor en hefur ekki staðið undir þeim væntingum. Panthers liðið átti skelfilegan dag og tapaði leiknum á endanum 26-0. Þetta var í fyrsta sinn í 342 leikjum, frá árinu 2002, sem liðið lék heilan leik án þess að skora. Talsmaður Panthers neitaði að tjá sig um atvikið en NFL-deildin veit af því og er með þetta til skoðunar hjá sér. Tepper lét frá sér úrvalsútherjann DJ Moore og tvo valrétti til að komast yfir fyrsta valrétt svo félagið gæti valið Bryce Young. Tepper gekk síðan svo langt að lýsa því yfir að Young myndi koma félaginu í Super Bowl leiki og það fleiri en einn. Tepper keypti félagið fyrir 2,75 milljarða dollara árið 2018, 375 milljarða króna, en ekkert hefur gengið síðan. Hann hefur rekið þrjá þjálfara og tapið um helgina þýðir að liðið er með versta árangurinn í deildinni í ár. As if going 2-14 wasn t embarrassing enough, now there s this shit. It s not worth it at this point. David Tepper has ruined the Carolina Panthers. pic.twitter.com/2imqRphv9X— B.P. Cox (@BPCox_) January 1, 2024 NFL Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sjá meira
Það var þó ekki bara slök frammistaða leikmanna hans sem komst í fréttirnar heldur endaði reiðikast eigandans þar líka. Það náðist nefnilega á myndband þegar David Tepper kastaði drykk út úr heiðursstúkunni og yfir stuðningsfólk sem voru að horfa á leikinn fyrir neðan hann. Hann hendir drykknum frá sér í pirringskasti og það má sjá stuðningsmennina snúa sér við og láta hann heyra það. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=H3HUP0zjVoU">watch on YouTube</a> Atvikið varð skömmu eftir að leikstjórnandinn Bryce Young, kastaði boltanum frá sér. Young var valinn fyrstur í nýliðavalinu síðasta vor en hefur ekki staðið undir þeim væntingum. Panthers liðið átti skelfilegan dag og tapaði leiknum á endanum 26-0. Þetta var í fyrsta sinn í 342 leikjum, frá árinu 2002, sem liðið lék heilan leik án þess að skora. Talsmaður Panthers neitaði að tjá sig um atvikið en NFL-deildin veit af því og er með þetta til skoðunar hjá sér. Tepper lét frá sér úrvalsútherjann DJ Moore og tvo valrétti til að komast yfir fyrsta valrétt svo félagið gæti valið Bryce Young. Tepper gekk síðan svo langt að lýsa því yfir að Young myndi koma félaginu í Super Bowl leiki og það fleiri en einn. Tepper keypti félagið fyrir 2,75 milljarða dollara árið 2018, 375 milljarða króna, en ekkert hefur gengið síðan. Hann hefur rekið þrjá þjálfara og tapið um helgina þýðir að liðið er með versta árangurinn í deildinni í ár. As if going 2-14 wasn t embarrassing enough, now there s this shit. It s not worth it at this point. David Tepper has ruined the Carolina Panthers. pic.twitter.com/2imqRphv9X— B.P. Cox (@BPCox_) January 1, 2024
NFL Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sjá meira