Sancho gæti snúið aftur til Dortmund Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. janúar 2024 06:39 Jadon Sancho gæti snúið aftur til Dortmund á láni. Vísir/Getty Jadon Sancho, leikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United, geti snúið aftur til Borussia Dortmund á láni áður en félagsskiptaglugginn lokar í lok janúar. Sancho, sem lék með Dortmund frá 2017-2021, gekk í raðir Manchester United sumarið 2021. Hann hefur leikið 58 deildarleiki fyrir félagið, en Englendingurinn hefur verið úti í kuldanum stærstan hluta yfirstandandi tímabils. Leikmaðurinn lenti í útistöðum við þjálfara liðsins, Erik ten Hag, þar sem Sancho sagðist hafa verið gerður að blóraböggli eftir að hollenski þjálfarinn sagði að Sancho hafi ekki verið í leikmannahópi Manchester United vegna frammistöðu hans á æfingum. Sancho hefur svo neitað að biðjast afsökunar á ummælum sínum og hefur, frá því að þau féllu í september á síðasta ári, ekki fengið að æfa eða spila með aðalliði félagsins. Nú berast fréttir af því að Sancho gæti snúið aftur til Dormund nú þegar félagsskiptaglugginn er opinn. Talið er að Dortmund sé tilbúið að bjóða Sancho lánssamning og félagið bindur vonir við að næla í vængmanninn út yfirstandandi tímabil í það minnsta. 🚨🟡⚫️ More on Jadon Sancho: he’s keen on Borussia Dortmund return as he considers this option as ideal to find his best form again.Borussia Dortmund and Man United are now in negotiations over loan fee and salary coverage.Deal on. Green light from Jadon, waiting for United. pic.twitter.com/dYqcPlEdNY— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 2, 2024 Sancho, sem var keyptur frá Dortmund á 73 milljónir punda, gæti því snúið aftur til félagsins þar sem hann sprakk fyrst út. Þó er talið að Manchester United muni þurfa að greiða stóran hluta af launum leikmannsins ef af lánssamningnum á að verða, sökum þess hversu mikið laun hans hækkuðu eftir að hann færði sig frá Dortmund til Manchester United. Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn Fyrsta deildartap PSG Fótbolti „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Fleiri fréttir Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Sjá meira
Sancho, sem lék með Dortmund frá 2017-2021, gekk í raðir Manchester United sumarið 2021. Hann hefur leikið 58 deildarleiki fyrir félagið, en Englendingurinn hefur verið úti í kuldanum stærstan hluta yfirstandandi tímabils. Leikmaðurinn lenti í útistöðum við þjálfara liðsins, Erik ten Hag, þar sem Sancho sagðist hafa verið gerður að blóraböggli eftir að hollenski þjálfarinn sagði að Sancho hafi ekki verið í leikmannahópi Manchester United vegna frammistöðu hans á æfingum. Sancho hefur svo neitað að biðjast afsökunar á ummælum sínum og hefur, frá því að þau féllu í september á síðasta ári, ekki fengið að æfa eða spila með aðalliði félagsins. Nú berast fréttir af því að Sancho gæti snúið aftur til Dormund nú þegar félagsskiptaglugginn er opinn. Talið er að Dortmund sé tilbúið að bjóða Sancho lánssamning og félagið bindur vonir við að næla í vængmanninn út yfirstandandi tímabil í það minnsta. 🚨🟡⚫️ More on Jadon Sancho: he’s keen on Borussia Dortmund return as he considers this option as ideal to find his best form again.Borussia Dortmund and Man United are now in negotiations over loan fee and salary coverage.Deal on. Green light from Jadon, waiting for United. pic.twitter.com/dYqcPlEdNY— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 2, 2024 Sancho, sem var keyptur frá Dortmund á 73 milljónir punda, gæti því snúið aftur til félagsins þar sem hann sprakk fyrst út. Þó er talið að Manchester United muni þurfa að greiða stóran hluta af launum leikmannsins ef af lánssamningnum á að verða, sökum þess hversu mikið laun hans hækkuðu eftir að hann færði sig frá Dortmund til Manchester United.
Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn Fyrsta deildartap PSG Fótbolti „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Fleiri fréttir Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Sjá meira