Luke Littler: Á eftir að finna gjöf fyrir mömmu sína og pabba Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2024 11:00 Luke Littler er með fjölskyldu sína í salnum í Ally Pally. Getty/Warren Little Luke Littler hefur á örskömmum tíma skotist upp á stjörnuhimininn og orðið einn frægasti íþróttamaðurinn í Bretlandi eftir stórkostlega frammistöðu sína á heimsmeistaramótinu í pílukasti. Þessi sextán ára strákur spilar um heimsmeistaratitilinn í kvöld eftir hvern sannfærandi sigurinn á fætur öðrum á leið sinni í úrslitaleikinn. Eftir sigurinn í undanúrslitaleiknum í gær þá var hann spurður út í það hvort hann ætlaði að eyða eitthvað af verðlaunafénu sínu í gjöf fyrir mömmu sína og pabba. Littler er þegar búinn að tryggja sér tvö hundruð þúsund pund í verðlaunafé sem jafngildir tæpum 35 milljónum í íslenskum krónum. „Ég er ekki búinn að finna neina gjöf handa þeim ennþá. Ég á enn eftir að spila einn leik á morgun. Þau vita auðvitað hvað ég er þakklátur fyrir það sem þau hafa gert fyrir mig. Það voru þau sem komu mér á þetta svið,“ sagði Luke Littler á blaðamannafundi eftir sigurinn í gær. „Ef ég kemst yfir endalínuna þá mun ég örugglega gefa þeim eitthvað,“ sagði Littler. Hann talaði líka um mikla fjölgun fylgjenda á samfélagsmiðlum sem og þá staðreynd að hann hefur fengið fullt af skilaboðum frá frægum fótboltamönnum. Littler er mikill stuðningsmaður Manchester United. „Ég fékk skilaboð frá Luke Shaw hjá Manchester United og frá Rio Ferdinand. Ég fékk líka skilaboð frá Gary Neville og Johnny Evans fyrir leikinn á móti Barney. Það er klikkað að fá skilaboð frá fólki sem ég hef litið upp til og þá sérstaklega að fá kveðju frá uppáhaldsfélaginu mínu Manchester United,“ sagði Littler. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Pílukast Tengdar fréttir Luke Littler rúmum fjórum árum yngri en sá sem átti metið áður Luke Littler varð í gær sá langyngsti í sögunni sem nær að komast alla leið í úrslitaleikinn um heimsmeistaratitilinn í pílukasti. 3. janúar 2024 07:50 Ungstirnið Littler flaug í úrslit Hinn 16 ára gamli Luke Littler er kominn í úrslit heimsmeistaramótsins í pílukasti í sinni fyrstu tilraun eftir öruggan 6-2 sigur gegn fyrrum heimsmeistaranum Rob Cross. 2. janúar 2024 21:38 Kærastan stolt af Littler: „Draumurinn heldur áfram“ Hinn sextán ára Luke Littler hefur stolið senunni á heimsmeistaramótinu í pílukasti. Hann er kominn í undanúrslit mótsins og frammistaða hans er á allra vörum. 2. janúar 2024 11:31 „Nú er mig að dreyma“ Hinn sextán ára gamli Luke Littler varð í gær sá yngsti í sögunni til að komast í undanúrslitin á heimsmeistaramótinu í pílukasti þegar hann vann sannfærandi 5-1 sigur á Brendan Dolan í átta manna úrslitunum. 2. janúar 2024 07:01 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn um Gunna Mag málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester United búið að kauða Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Mag málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Sjá meira
Þessi sextán ára strákur spilar um heimsmeistaratitilinn í kvöld eftir hvern sannfærandi sigurinn á fætur öðrum á leið sinni í úrslitaleikinn. Eftir sigurinn í undanúrslitaleiknum í gær þá var hann spurður út í það hvort hann ætlaði að eyða eitthvað af verðlaunafénu sínu í gjöf fyrir mömmu sína og pabba. Littler er þegar búinn að tryggja sér tvö hundruð þúsund pund í verðlaunafé sem jafngildir tæpum 35 milljónum í íslenskum krónum. „Ég er ekki búinn að finna neina gjöf handa þeim ennþá. Ég á enn eftir að spila einn leik á morgun. Þau vita auðvitað hvað ég er þakklátur fyrir það sem þau hafa gert fyrir mig. Það voru þau sem komu mér á þetta svið,“ sagði Luke Littler á blaðamannafundi eftir sigurinn í gær. „Ef ég kemst yfir endalínuna þá mun ég örugglega gefa þeim eitthvað,“ sagði Littler. Hann talaði líka um mikla fjölgun fylgjenda á samfélagsmiðlum sem og þá staðreynd að hann hefur fengið fullt af skilaboðum frá frægum fótboltamönnum. Littler er mikill stuðningsmaður Manchester United. „Ég fékk skilaboð frá Luke Shaw hjá Manchester United og frá Rio Ferdinand. Ég fékk líka skilaboð frá Gary Neville og Johnny Evans fyrir leikinn á móti Barney. Það er klikkað að fá skilaboð frá fólki sem ég hef litið upp til og þá sérstaklega að fá kveðju frá uppáhaldsfélaginu mínu Manchester United,“ sagði Littler. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport)
Pílukast Tengdar fréttir Luke Littler rúmum fjórum árum yngri en sá sem átti metið áður Luke Littler varð í gær sá langyngsti í sögunni sem nær að komast alla leið í úrslitaleikinn um heimsmeistaratitilinn í pílukasti. 3. janúar 2024 07:50 Ungstirnið Littler flaug í úrslit Hinn 16 ára gamli Luke Littler er kominn í úrslit heimsmeistaramótsins í pílukasti í sinni fyrstu tilraun eftir öruggan 6-2 sigur gegn fyrrum heimsmeistaranum Rob Cross. 2. janúar 2024 21:38 Kærastan stolt af Littler: „Draumurinn heldur áfram“ Hinn sextán ára Luke Littler hefur stolið senunni á heimsmeistaramótinu í pílukasti. Hann er kominn í undanúrslit mótsins og frammistaða hans er á allra vörum. 2. janúar 2024 11:31 „Nú er mig að dreyma“ Hinn sextán ára gamli Luke Littler varð í gær sá yngsti í sögunni til að komast í undanúrslitin á heimsmeistaramótinu í pílukasti þegar hann vann sannfærandi 5-1 sigur á Brendan Dolan í átta manna úrslitunum. 2. janúar 2024 07:01 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn um Gunna Mag málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester United búið að kauða Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Mag málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Sjá meira
Luke Littler rúmum fjórum árum yngri en sá sem átti metið áður Luke Littler varð í gær sá langyngsti í sögunni sem nær að komast alla leið í úrslitaleikinn um heimsmeistaratitilinn í pílukasti. 3. janúar 2024 07:50
Ungstirnið Littler flaug í úrslit Hinn 16 ára gamli Luke Littler er kominn í úrslit heimsmeistaramótsins í pílukasti í sinni fyrstu tilraun eftir öruggan 6-2 sigur gegn fyrrum heimsmeistaranum Rob Cross. 2. janúar 2024 21:38
Kærastan stolt af Littler: „Draumurinn heldur áfram“ Hinn sextán ára Luke Littler hefur stolið senunni á heimsmeistaramótinu í pílukasti. Hann er kominn í undanúrslit mótsins og frammistaða hans er á allra vörum. 2. janúar 2024 11:31
„Nú er mig að dreyma“ Hinn sextán ára gamli Luke Littler varð í gær sá yngsti í sögunni til að komast í undanúrslitin á heimsmeistaramótinu í pílukasti þegar hann vann sannfærandi 5-1 sigur á Brendan Dolan í átta manna úrslitunum. 2. janúar 2024 07:01