5 ráð til að setja þér markmið Jón Jósafat Björnsson skrifar 3. janúar 2024 10:31 Hvernig viltu að árið verði? Hvaða markmiðum viltu ná? Hvað myndi gera árið skemmtilegt og árangursríkt? Hér eru fimm atriði sem gott er að hafa í huga þegar þú setur þér markmið. Hugsaðu um gildin. Það er mikilvægt að markmiðin séu í takti við gildin þín eða a.m.k. fari ekki gegn þeim. Gefðu þér nokkrar mínútur í að hugleiða gildin þín áður en þú byrjar. Jafnvægi. Það er freistandi að setja sér bara eitt markmið á árinu og ná því. Vandinn við að einblína á eitt svið er að við gætum vanrækt önnur mikilvæg. Algeng svið til að setja sér markmið á eru t.d. heilsa, atvinna eða skóli, vinir, fjölskylda, fjárhagur, samfélagsmál og einkalíf. Notaðu SMART formúluna (Sértækt, Mælanlegt, Aðlaðandi, Raunhæft og Tímasett). Hafðu markmiðið sértækt. Ef þú ætlar t.d. að hreyfa þig ákveddu þig þá hvernig. Til að meta árangur þurfa markmið að vera mælanleg sb. mínútur á dag eða ákveðin vegalengd osfrv. Það er líka mikilvægt að setja sér aðlaðandi markmið. Markmið sem þú vilt ná en ert ekki að gera fyrir einhvern annan. Við þurfum svo líka að vera raunhæf. Það væri vissulega gaman að komast á Ólympíuleikana í sumar en kannski er raunhæfara fyrir okkur flest að setja markið aðeins neðar. Að lokum þurfum við svo að ákveða tímamörkin og ákveða dagsetningu. Það er gott að skrifa markmiðin niður, það eykur líkurnar á að við náum þeim um 40%, og stundum er gott að segja öðrum frá þeim. Það eykur skuldbindingu okkar. Hugaðu að tímarammanum. Mörgum okkar hættir til að hugsa stutt fram í tímann og oft setjum við okkur markmið í upphafi árs sem tengjast janúar eða febrúar. Við ættum að hafa hæfilega blöndu af skammtíma- og langtímamarkmiðum. Að hugsa nokkur ár fram í tímann hjálpar okkur að sjá hvaða skammtímamarkmið styðja við framtíðarsýnina okkar. Verðlaunum okkur. Við þurfum hvatningu til að ná markmiðum okkar. Um leið og markmið geta aukið metnað okkar og lífsfyllingu eiga þau líka að vera skemmtileg. Það er enginn kvóti á sjálfshvatningu og verðlaunum. Fögnum hverri framför og höldum upp á áfangasigra. Njótum ferðalagsins. Höfundur er framkvæmdastjóri Dale Carnegie. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Jósafat Björnsson Mest lesið Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Hvernig viltu að árið verði? Hvaða markmiðum viltu ná? Hvað myndi gera árið skemmtilegt og árangursríkt? Hér eru fimm atriði sem gott er að hafa í huga þegar þú setur þér markmið. Hugsaðu um gildin. Það er mikilvægt að markmiðin séu í takti við gildin þín eða a.m.k. fari ekki gegn þeim. Gefðu þér nokkrar mínútur í að hugleiða gildin þín áður en þú byrjar. Jafnvægi. Það er freistandi að setja sér bara eitt markmið á árinu og ná því. Vandinn við að einblína á eitt svið er að við gætum vanrækt önnur mikilvæg. Algeng svið til að setja sér markmið á eru t.d. heilsa, atvinna eða skóli, vinir, fjölskylda, fjárhagur, samfélagsmál og einkalíf. Notaðu SMART formúluna (Sértækt, Mælanlegt, Aðlaðandi, Raunhæft og Tímasett). Hafðu markmiðið sértækt. Ef þú ætlar t.d. að hreyfa þig ákveddu þig þá hvernig. Til að meta árangur þurfa markmið að vera mælanleg sb. mínútur á dag eða ákveðin vegalengd osfrv. Það er líka mikilvægt að setja sér aðlaðandi markmið. Markmið sem þú vilt ná en ert ekki að gera fyrir einhvern annan. Við þurfum svo líka að vera raunhæf. Það væri vissulega gaman að komast á Ólympíuleikana í sumar en kannski er raunhæfara fyrir okkur flest að setja markið aðeins neðar. Að lokum þurfum við svo að ákveða tímamörkin og ákveða dagsetningu. Það er gott að skrifa markmiðin niður, það eykur líkurnar á að við náum þeim um 40%, og stundum er gott að segja öðrum frá þeim. Það eykur skuldbindingu okkar. Hugaðu að tímarammanum. Mörgum okkar hættir til að hugsa stutt fram í tímann og oft setjum við okkur markmið í upphafi árs sem tengjast janúar eða febrúar. Við ættum að hafa hæfilega blöndu af skammtíma- og langtímamarkmiðum. Að hugsa nokkur ár fram í tímann hjálpar okkur að sjá hvaða skammtímamarkmið styðja við framtíðarsýnina okkar. Verðlaunum okkur. Við þurfum hvatningu til að ná markmiðum okkar. Um leið og markmið geta aukið metnað okkar og lífsfyllingu eiga þau líka að vera skemmtileg. Það er enginn kvóti á sjálfshvatningu og verðlaunum. Fögnum hverri framför og höldum upp á áfangasigra. Njótum ferðalagsins. Höfundur er framkvæmdastjóri Dale Carnegie.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun „Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun