Lífið

Segir mikil­vægt að vera að­laðandi til að há­marka árangur

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Beggi Ólafs segir mikilvægt að næra sjálfan sig til að vera meira aðlandi.
Beggi Ólafs segir mikilvægt að næra sjálfan sig til að vera meira aðlandi. Aðsend

Bergsveinn Ólafsson, doktorsnemi í sálfræði og fyrrverandi knattspyrnumaður - betur þekktur sem Beggi Ólafs, segir mikilvægt fyrir fólk að vera aðlaðandi til að hámarka árangur í lífinu.

Eitt er víst að smekkur manna er misjafn og laðast fólk að ólíkum þáttum í fari annarra. 

„Þrátt fyrir það að vera aðlaðandi teljist meðfæddur eiginleiki má huga að ýmsum þáttum í daglegu lífi til að bæta sig,“ segir Beggi.

Með því að huga að eftirfarandi atriðum getur fólk orðið meira aðlaðandi að mati Begga. 

  1. Snyrting og hreinlæti - klipptu neglurnar, farðu reglulega í sturtu, vertu í snyrtilegum fötum og ilmaðu vel. 
  2. Stundaðu líkamsrækt- hlauptu og lyftu þungum lóðum.
  3. Borðaðu holla og hreina fæðu.
  4. Markmiðasetning - settu þér háleit markmið.

Beggi er búsettur í Los Angeles í Bandaríkjunum þar sem hann er í doktorsnámi í sálfræði við Claremont Graduate University. 

Beggi er fyrirlesari auk þess hefur hann haldið úti hlaðvarpinu 24/7.


Tengdar fréttir

„Ég held þú eigir ekki að sofa hjá öllum stelpum þó þú getir það“

„Mig langar í stelpu sem er hreinskilin og hefur ákveðin gildi og er ekki bara já- manneskja,“ segir Bergsveinn Ólafsson, doktorsemi í sálfræði og fyrrverandi knattspyrnumaður - betur þekktur sem Beggi Ólafs. Hann var spurður hvaða eiginleika draumastúlkan hans þurfi að búa yfir á dögunum.

„Ótrúlega erfitt að taka ákvörðun um að fara út“

Athafnamaðurinn Bergsveinn Ólafsson ákvað að taka stökkið í haust og flytja út til Claremont í Kaliforníu þar sem hann mun stunda doktorsnám í sálfræði við Claremont Graduate University. Hann er nýlentur í ævintýrinu og ræddi við Vísi um það sem býður hans í nýja heimalandinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×