Tetris var gefinn út árið 1984 en náði hápunkti sínum árið 1989 þegar leikurinn var gefinn út á Nintendo-tölvunum. Leikurinn gengur út á það að raða kubbum sem eru mismunandi í laginu á sem bestan máta.
Fyrst um sinn var talið að leikurinn væri einungis með 29 borð, þar til árið 2010 þegar spilarinn Thor Aackerlund afsannaði það með því að komast í borð 30. Seinna kom í ljós að borðin væru 157 talsins áður en leikurinn gæfi sig, en ekkert „endaborð“ hafði verið forritað inn í leikinn.
Þar til í síðasta mánuði hafði einungis gervigreind komist svo langt í leiknum. Þá birti Gibson myndband af sér þar sem hann sést komast í borð 157 áður en leikurinn gefur sig. BBC greinir frá.
Það tók Gibson 38 mínútur að komast í borðið en með árangri sínum sló hann fleiri heimsmet, til að mynda fyrir flest stig í Tetris-leik.