Talinn vera sá fyrsti til þess að „vinna“ Tetris Bjarki Sigurðsson skrifar 3. janúar 2024 20:44 Skjáskot af Gibson að spila Tetris. Þrettán ára Bandaríkjamaðurinn Willis Gibson er sagður vera fyrsta manneskjan í heiminum til að sigra einn klassískasta tölvuleik sögunnar, Tetris. Leikurinn hrundi þegar Gibson var kominn í 157. borð leiksins. Tetris var gefinn út árið 1984 en náði hápunkti sínum árið 1989 þegar leikurinn var gefinn út á Nintendo-tölvunum. Leikurinn gengur út á það að raða kubbum sem eru mismunandi í laginu á sem bestan máta. Fyrst um sinn var talið að leikurinn væri einungis með 29 borð, þar til árið 2010 þegar spilarinn Thor Aackerlund afsannaði það með því að komast í borð 30. Seinna kom í ljós að borðin væru 157 talsins áður en leikurinn gæfi sig, en ekkert „endaborð“ hafði verið forritað inn í leikinn. Þar til í síðasta mánuði hafði einungis gervigreind komist svo langt í leiknum. Þá birti Gibson myndband af sér þar sem hann sést komast í borð 157 áður en leikurinn gefur sig. BBC greinir frá. Það tók Gibson 38 mínútur að komast í borðið en með árangri sínum sló hann fleiri heimsmet, til að mynda fyrir flest stig í Tetris-leik. Leikjavísir Bandaríkin Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Tetris var gefinn út árið 1984 en náði hápunkti sínum árið 1989 þegar leikurinn var gefinn út á Nintendo-tölvunum. Leikurinn gengur út á það að raða kubbum sem eru mismunandi í laginu á sem bestan máta. Fyrst um sinn var talið að leikurinn væri einungis með 29 borð, þar til árið 2010 þegar spilarinn Thor Aackerlund afsannaði það með því að komast í borð 30. Seinna kom í ljós að borðin væru 157 talsins áður en leikurinn gæfi sig, en ekkert „endaborð“ hafði verið forritað inn í leikinn. Þar til í síðasta mánuði hafði einungis gervigreind komist svo langt í leiknum. Þá birti Gibson myndband af sér þar sem hann sést komast í borð 157 áður en leikurinn gefur sig. BBC greinir frá. Það tók Gibson 38 mínútur að komast í borðið en með árangri sínum sló hann fleiri heimsmet, til að mynda fyrir flest stig í Tetris-leik.
Leikjavísir Bandaríkin Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira