„Álag sem við höfum ekki séð áður“ Lillý Valgerður Pétursdóttir og Jón Þór Stefánsson skrifa 4. janúar 2024 12:51 Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdóma og almennrar lyflækningadeildar, segir ástandið á Landspítalanum vera sögulega erfitt. Vísir/Vilhelm Yfirlæknir á Landspítalanum segir álag á spítalanum aldrei hafa verið meira en nú. Hátt í níutíu sjúklingar liggi á göngum spítalans. Grímuskylda var tekin upp á spítalanum á ný í morgun og heimsóknir takmarkaðar. Töluvert hefur verið um veikindi meðal landsmanna undanfarið og hefur starfsfólk Landspítalans fundið vel fyrir því. Már Kristjánsson yfirlæknir og framkvæmdastjóri lyflækninga- og bráðasviðs segir stöðuna á spítalanum aldrei hafa verið verri en nú. „Eins og kunnugt er þá er mjög mikill faraldur af kvefveirum og öðru slíku, sem út af fyrir sig kannski ekki hættulegt eitt og sér, en þegar þú ert kominn í spítalaumhverfið þá er mikið af fólki sem stendur höllum fæti,“ segir Már. „Enda erum við að sjá gríðarlega aukningu hjá í aðkomutölum í innlögnum. Það hefur alveg keyrt um þverbak undanfarna daga, en hátíðirnar verið mjög erfiðar.“ Vegna þessa hafi verið tekin upp grímuskylda á Landspítalanum og heimsóknir takmarkaðar. „Hér erum við með rétt tæplega þrjú hundruð bráðalegupláss á spítalanum, bæði á lyflækninga- og skurðlækningadeildum. Í gær vorum við með 88 sjúklinga liggjandi á göngum spítalans og þar að auki tæplega fimmtíu á göngum bráðamóttökunnar,“ segir Már. „Þetta er álag sem við höfum ekki séð áður á spítalanum, svo mér sé kunnugt um.“ Þá séu líka heilmikil veikindi meðal starfsfólks og það hafi líka áhrif á starfsemina. Már segir landlæknisembættið og heilbrigðisráðuneytið hafa verið upplýst um stöðuna. Hluti af vandamálinu sé margumtalaður fráflæðisvandi spítalans eða það hversu erfitt sé að útskrifa sjúklinga sem þurfi önnur úrræði líkt og pláss á hjúkrunarheimilum. „Það eru engir galdrar til. Við getum ekki lagað þetta með því að smella fingri. En við þurfum að auðkenna kringumstæðurnar þannig að þeir sem að sjá um stefnumótun og fara með eftirlit í heilbrigðisþjónustu sé ástandið ljóst. Þetta er ekki boðlegt eins og þetta er núna.“ Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Velta barna á veðmálasíðum fimmfaldast milli ára Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Töluvert hefur verið um veikindi meðal landsmanna undanfarið og hefur starfsfólk Landspítalans fundið vel fyrir því. Már Kristjánsson yfirlæknir og framkvæmdastjóri lyflækninga- og bráðasviðs segir stöðuna á spítalanum aldrei hafa verið verri en nú. „Eins og kunnugt er þá er mjög mikill faraldur af kvefveirum og öðru slíku, sem út af fyrir sig kannski ekki hættulegt eitt og sér, en þegar þú ert kominn í spítalaumhverfið þá er mikið af fólki sem stendur höllum fæti,“ segir Már. „Enda erum við að sjá gríðarlega aukningu hjá í aðkomutölum í innlögnum. Það hefur alveg keyrt um þverbak undanfarna daga, en hátíðirnar verið mjög erfiðar.“ Vegna þessa hafi verið tekin upp grímuskylda á Landspítalanum og heimsóknir takmarkaðar. „Hér erum við með rétt tæplega þrjú hundruð bráðalegupláss á spítalanum, bæði á lyflækninga- og skurðlækningadeildum. Í gær vorum við með 88 sjúklinga liggjandi á göngum spítalans og þar að auki tæplega fimmtíu á göngum bráðamóttökunnar,“ segir Már. „Þetta er álag sem við höfum ekki séð áður á spítalanum, svo mér sé kunnugt um.“ Þá séu líka heilmikil veikindi meðal starfsfólks og það hafi líka áhrif á starfsemina. Már segir landlæknisembættið og heilbrigðisráðuneytið hafa verið upplýst um stöðuna. Hluti af vandamálinu sé margumtalaður fráflæðisvandi spítalans eða það hversu erfitt sé að útskrifa sjúklinga sem þurfi önnur úrræði líkt og pláss á hjúkrunarheimilum. „Það eru engir galdrar til. Við getum ekki lagað þetta með því að smella fingri. En við þurfum að auðkenna kringumstæðurnar þannig að þeir sem að sjá um stefnumótun og fara með eftirlit í heilbrigðisþjónustu sé ástandið ljóst. Þetta er ekki boðlegt eins og þetta er núna.“
Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Velta barna á veðmálasíðum fimmfaldast milli ára Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira