Saga Einars hvatning: Meðan aðrir voru með lóð var hann með prik Sindri Sverrisson skrifar 5. janúar 2024 09:31 Einar Þorsteinn Ólafsson lék sinn fyrsta A-landsleik í byrjun nóvember og er nú á leið á sitt fyrsta stórmót. vísir/Hulda Margrét Einar Þorsteinn Ólafsson spilaði aldrei fyrir yngri landslið Íslands og var um tíma nálægt því að skipta alfarið yfir í körfubolta, en nú er hann á leið á sitt fyrsta stórmót; EM í handbolta í Þýskalandi. Einar sprakk sem sagt seint út, eins og þjálfari hans úr 4. flokki hjá Val á sínum tíma, handboltasérfræðingurinn Arnar Daði Arnarsson, rifjar upp á Twitter. Einu leikir hans fyrir yngri landslið voru í körfuboltanum, íþrótt sem Einar segir reyndar hafa nýst sér vel í handboltanum, en nú mun hann feta í fótspor föður síns Ólafs Stefánssonar sem fór á fjölda stórmóta fyrir Íslands hönd. „Saga Einars Þorsteins gæti verið hvatning fyrir marga yngri iðkendur. Á engan yngri landsleik að baki & var ekkert (að mínu viti) að pæla í því. Lifði í núinu & bætti það sem hann þurfti að bæta. Meðan jafnaldrar hans voru með lóð var hann með prik,“ skrifar Arnar Daði á Twitter, og vísar þar til lyftingaæfinga hjá Val á sínum tíma þar sem Einar gerði til að mynda hnébeygjur með priki á meðan aðrir settu lóð á stöngina. Færslu Arnars Daða má sjá hér að neðan. Stoltur þjálfari ritar Saga Einars Þorsteins gæti verið hvatning fyrir marga yngri iðkendur. Á engan yngri landsleik að baki & var ekkert (að mínu viti) að pæla í því. Lifði í núinu & bætti það sem hann þurfti að bæta. Meðan jafnaldrar hans voru með lóð var hann með prik. pic.twitter.com/kXJRfQgP5d— Arnar Daði (@arnardadi) January 4, 2024 Hlutirnir hafa gerst afar hratt hjá Einari síðustu misseri, og hans fyrsti A-landsleikur var svo gegn Færeyjum í nóvember síðastliðnum. Þessi frábæri varnarmaður var fyrst valinn til landsliðsæfinga haustið 2021 eftir að hafa leiktíðina áður farið að slá í gegn í Olís-deildinni, og vann titla með Val undir stjórn núverandi landsliðsþjálfara Snorra Steins Guðjónssonar. Lék sér í körfubolta á milli leikja og vissi allt um NBA Hann fór svo í atvinnumennsku sumarið 2022 og spilar undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar, fyrrverandi landsliðsþjálfara, hjá Fredericia í Danmörku. „Einar þurfti að hafa fyrir því að vinna fyrir hlutunum. Hann þurfti að vinna í sínum veikleikum. Hreyfifærni, líkamlegur styrkur o.s.frv - Hann var þolinmóður. Hann var ekki að stressa sig á því að vera ekki að spila upp fyrir sig og hvað þá að vera valinn í unglingalandslið,“ skrifar Arnar Daði. Einar Þorsteinn Ólafsson er fjölhæfur íþróttamaður og hitar hér upp á einni af sínum fyrstu landsliðsæfingum í handbolta, með því að spila fótbolta, árið 2021.VÍSIR/VILHELM „Eftir 4.flokk ganga leikmenn hér heima upp í 3.flokk & æfa með strákum sem eru 1-5 árum eldri þar sem U-liðs strákar æfa gjarnan með 3.flokki. Á þessum tímapunkti hafði ég áhyggjur af Einari. Ég hafði áhyggjur að hann myndi týnast í fjöldanum og áhuginn myndi leiða hann annað. Áhuginn á körfubolta jókst. Sumarið fyrir menntaskóla á Partille Cup gerði Einar lítið annað á milli leikja en að leika sér í körfubolta og vissi nánast allt um NBA. Var þessi efnilegur leikmaður sem hafði allt til að vera góður í körfubolta að fara skipta um íþrótt 16-17 ára?“ spurði Arnar Daði sig en þeir Maksim Akbachev, sem þjálfuðu Einar í 4. flokki, skoðuðu það að fá Einar til Gróttu haustið 2020. „Vonandi að skrifa handritið fyrir fleiri iðkendur“ „Til að gera langa sögu stutta þá er þetta í upphafi þess tímabils þar sem Einar Þorsteinn slær í gegn í úrslitakeppninni og tryggir Val í úrslitin eftir ótrúlegan varnarleik gegn ÍBV. Næsta tímabil heldur Einar uppteknum hætti og leikur sér að sóknarmönnum andstæðingana. Eftir 1 1/2 tímabil í Olís gengur Einar í raðir Fredrica í Danmörku & neitaði tilboðum frá stærri liðum í Evrópu. Í dag er Einar á leið á sitt fyrsta stórmót í handbolta eftir 18 mánaða veru í atvinnumennsku og 39 mánuðum frá því að þú spilaðir fyrstu leikina þína í Olís,“ skrifar Arnar Daði og bætir við: „Til hamingju Einar - þú ert vonandi að skrifa handritið fyrir fleiri iðkendur sem eru ekki endilega yfirburðar í yngri flokkum. Ég mun nýta sögu þína til að hjálpa öðrum iðkendum að ná sínum markmiðum.“ Landslið karla í handbolta Valur EM 2024 í handbolta Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni Sjá meira
Einar sprakk sem sagt seint út, eins og þjálfari hans úr 4. flokki hjá Val á sínum tíma, handboltasérfræðingurinn Arnar Daði Arnarsson, rifjar upp á Twitter. Einu leikir hans fyrir yngri landslið voru í körfuboltanum, íþrótt sem Einar segir reyndar hafa nýst sér vel í handboltanum, en nú mun hann feta í fótspor föður síns Ólafs Stefánssonar sem fór á fjölda stórmóta fyrir Íslands hönd. „Saga Einars Þorsteins gæti verið hvatning fyrir marga yngri iðkendur. Á engan yngri landsleik að baki & var ekkert (að mínu viti) að pæla í því. Lifði í núinu & bætti það sem hann þurfti að bæta. Meðan jafnaldrar hans voru með lóð var hann með prik,“ skrifar Arnar Daði á Twitter, og vísar þar til lyftingaæfinga hjá Val á sínum tíma þar sem Einar gerði til að mynda hnébeygjur með priki á meðan aðrir settu lóð á stöngina. Færslu Arnars Daða má sjá hér að neðan. Stoltur þjálfari ritar Saga Einars Þorsteins gæti verið hvatning fyrir marga yngri iðkendur. Á engan yngri landsleik að baki & var ekkert (að mínu viti) að pæla í því. Lifði í núinu & bætti það sem hann þurfti að bæta. Meðan jafnaldrar hans voru með lóð var hann með prik. pic.twitter.com/kXJRfQgP5d— Arnar Daði (@arnardadi) January 4, 2024 Hlutirnir hafa gerst afar hratt hjá Einari síðustu misseri, og hans fyrsti A-landsleikur var svo gegn Færeyjum í nóvember síðastliðnum. Þessi frábæri varnarmaður var fyrst valinn til landsliðsæfinga haustið 2021 eftir að hafa leiktíðina áður farið að slá í gegn í Olís-deildinni, og vann titla með Val undir stjórn núverandi landsliðsþjálfara Snorra Steins Guðjónssonar. Lék sér í körfubolta á milli leikja og vissi allt um NBA Hann fór svo í atvinnumennsku sumarið 2022 og spilar undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar, fyrrverandi landsliðsþjálfara, hjá Fredericia í Danmörku. „Einar þurfti að hafa fyrir því að vinna fyrir hlutunum. Hann þurfti að vinna í sínum veikleikum. Hreyfifærni, líkamlegur styrkur o.s.frv - Hann var þolinmóður. Hann var ekki að stressa sig á því að vera ekki að spila upp fyrir sig og hvað þá að vera valinn í unglingalandslið,“ skrifar Arnar Daði. Einar Þorsteinn Ólafsson er fjölhæfur íþróttamaður og hitar hér upp á einni af sínum fyrstu landsliðsæfingum í handbolta, með því að spila fótbolta, árið 2021.VÍSIR/VILHELM „Eftir 4.flokk ganga leikmenn hér heima upp í 3.flokk & æfa með strákum sem eru 1-5 árum eldri þar sem U-liðs strákar æfa gjarnan með 3.flokki. Á þessum tímapunkti hafði ég áhyggjur af Einari. Ég hafði áhyggjur að hann myndi týnast í fjöldanum og áhuginn myndi leiða hann annað. Áhuginn á körfubolta jókst. Sumarið fyrir menntaskóla á Partille Cup gerði Einar lítið annað á milli leikja en að leika sér í körfubolta og vissi nánast allt um NBA. Var þessi efnilegur leikmaður sem hafði allt til að vera góður í körfubolta að fara skipta um íþrótt 16-17 ára?“ spurði Arnar Daði sig en þeir Maksim Akbachev, sem þjálfuðu Einar í 4. flokki, skoðuðu það að fá Einar til Gróttu haustið 2020. „Vonandi að skrifa handritið fyrir fleiri iðkendur“ „Til að gera langa sögu stutta þá er þetta í upphafi þess tímabils þar sem Einar Þorsteinn slær í gegn í úrslitakeppninni og tryggir Val í úrslitin eftir ótrúlegan varnarleik gegn ÍBV. Næsta tímabil heldur Einar uppteknum hætti og leikur sér að sóknarmönnum andstæðingana. Eftir 1 1/2 tímabil í Olís gengur Einar í raðir Fredrica í Danmörku & neitaði tilboðum frá stærri liðum í Evrópu. Í dag er Einar á leið á sitt fyrsta stórmót í handbolta eftir 18 mánaða veru í atvinnumennsku og 39 mánuðum frá því að þú spilaðir fyrstu leikina þína í Olís,“ skrifar Arnar Daði og bætir við: „Til hamingju Einar - þú ert vonandi að skrifa handritið fyrir fleiri iðkendur sem eru ekki endilega yfirburðar í yngri flokkum. Ég mun nýta sögu þína til að hjálpa öðrum iðkendum að ná sínum markmiðum.“
Landslið karla í handbolta Valur EM 2024 í handbolta Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni Sjá meira