Bíllinn leysir af 1983 árgerð af Magirus-Deutz sem keyptur var notaður frá Þýskalandi árið 2005. Í tilkynningu á vef Vesturbyggðar segir að sveitarfélagið hafi fengið styrk frá Fiskeldissjóði upp í kaupin.
Nýi bílinn er af gerðinni Scania P500 4×4 og var breytt í slökkvibíl í Kielce í Póllandi af Moto Truck SP.
Z O.O. Búnaður bílsins er veglegur en þar ber helst að nefna OneSeven froðuslökkvikerfi, 4000 lítra vatnstank ásamt tveimur 100 lítra froðutönkum. Á þaki bílsins er fjarstýrð dæla með myndavél, sjálfvirkar kastkeðjur eru við afturhjól, dráttarspil, 360° myndavélakerfi, klippur, rafstöð, fjórir reykköfunarstólar, hitamyndavél og margt fleira.
Á sunnanverðum Vestfjörðum er starfrækt slökkvilið á Patreksfirði, Tálknafirði og á Bíldudal.