Aðstoðarmaðurinn þurfti að sofa á gólfinu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. janúar 2024 13:01 Kristín með syni sínum Kristni á bráðamótttökunni um miðjan desember. Hún segir þau alltaf hafa fengið góða þjónustu á spítalanum. Kristín Waage Móðir fjölfatlaðs manns sem reglulega þarf að sækja læknisþjónustu á bráðamóttöku Landspítalans segist aldrei hafa orðið vitni að öðru eins líkt og nú vegna ástandsins á spítalanum. Aðstoðarmaður hans varð að sofa á gólfinu á dögunum. Hún segist gríðarlega þakklát starfsfólki sem vinni við ömurlegar aðstæður. Kristín Waage segist í samtali við Vísi fyrst og fremst vilja hrósa starfsfólki bráðamótttökunnar sem vinni gríðarlega gott starf. Sonur Kristínar, Kristinn Sigurður Ásgeirsson, er fjölfatlaður og þurfti að sækja sér læknisþjónustu á bráðamóttökuna í upphafi ársins líkt og oft áður. Már Kristjánsson, læknir og framkvæmdastjóri lyflækninga-og bráðasviðs Landspítalans sagði við fréttastofu í gær að hann hefði aldrei séð það svartara. Spítalinn væri yfirfullur, sjúklingar víða á göngum og biðtími þeirra sem leiti til bráðamóttöku allt að átta klukkustundir. Kristín gerir áhyggjum sínum af ástandinu jafnframt skil í Facebook færslu. Þar segir hún sig og son sinn alla tíð hafa fengið mjög góða þjónustu á Bráðamóttökunni. „En í ár þann 2. og 3. janúar hef ég aldrei orðið vitni að öðru eins. Við biðum frá hádegi og til klukkan 21:30 eftir þjónustu,“ segir Kristín. Loks þegar Kristinn hafi komist að inn á stofu til aðhlynningar hafi komið í ljós að hann þyrfti að eyða nóttinni á spítalanum. „Þar sem hann er fjölfatlaður þarf hann að hafa aðstoðarmann sér við hlið allan sólarhringinn. Í þetta sinn var ekki hægt að fá auka rúm eða lazy boy stól. Aðstoðarmaðurinn neyddist til að sofa á gólfinu með úlpuna mína og sonar míns yfir sé.“ Vaninn sé að aðstoðarfólkið fái í hið minnsta stól til að sofa í. Kristín tekur fram að hún viti að þetta sé ekki starfsfólki bráðamótttökunnar að kenna. Ljóst sé hinsvegar að húsnæðið og öll aðstaða sé ekki mönnum bjóðandi. „Starfsfólki bráðamótttökunnar vil ég þakka fyrir frábær störf gegnum árin og ég vona svo sannarlega að aðstæður eigi eftir að breytast til batnaðar. Það þarf að lyfta grettistaki í þjóðfélagi okkar Íslendinga.“ Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Kristín Waage segist í samtali við Vísi fyrst og fremst vilja hrósa starfsfólki bráðamótttökunnar sem vinni gríðarlega gott starf. Sonur Kristínar, Kristinn Sigurður Ásgeirsson, er fjölfatlaður og þurfti að sækja sér læknisþjónustu á bráðamóttökuna í upphafi ársins líkt og oft áður. Már Kristjánsson, læknir og framkvæmdastjóri lyflækninga-og bráðasviðs Landspítalans sagði við fréttastofu í gær að hann hefði aldrei séð það svartara. Spítalinn væri yfirfullur, sjúklingar víða á göngum og biðtími þeirra sem leiti til bráðamóttöku allt að átta klukkustundir. Kristín gerir áhyggjum sínum af ástandinu jafnframt skil í Facebook færslu. Þar segir hún sig og son sinn alla tíð hafa fengið mjög góða þjónustu á Bráðamóttökunni. „En í ár þann 2. og 3. janúar hef ég aldrei orðið vitni að öðru eins. Við biðum frá hádegi og til klukkan 21:30 eftir þjónustu,“ segir Kristín. Loks þegar Kristinn hafi komist að inn á stofu til aðhlynningar hafi komið í ljós að hann þyrfti að eyða nóttinni á spítalanum. „Þar sem hann er fjölfatlaður þarf hann að hafa aðstoðarmann sér við hlið allan sólarhringinn. Í þetta sinn var ekki hægt að fá auka rúm eða lazy boy stól. Aðstoðarmaðurinn neyddist til að sofa á gólfinu með úlpuna mína og sonar míns yfir sé.“ Vaninn sé að aðstoðarfólkið fái í hið minnsta stól til að sofa í. Kristín tekur fram að hún viti að þetta sé ekki starfsfólki bráðamótttökunnar að kenna. Ljóst sé hinsvegar að húsnæðið og öll aðstaða sé ekki mönnum bjóðandi. „Starfsfólki bráðamótttökunnar vil ég þakka fyrir frábær störf gegnum árin og ég vona svo sannarlega að aðstæður eigi eftir að breytast til batnaðar. Það þarf að lyfta grettistaki í þjóðfélagi okkar Íslendinga.“
Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira