Fordæma Bandaríkjamenn vegna drónaárásar í Baghdad Samúel Karl Ólason skrifar 5. janúar 2024 12:13 Loftárásin var gerð á höfuðstöðvar Harakat al-Nujaba, sem er írakskur vopnahópur sem nýtur stuðnings Írans og hefur komið að árásum á bandaríska hermenn þar í landi. AP/Hadi Mizban Ríkisstjórn Íraks fordæmdi í gær drónaárás Bandaríkjamanna í Baghdad, höfuðborg landsins, í gærmorgun. Í árásinni féll leiðtogi vopnahóps sem tengist yfirvöldum í Íran og öryggissveitum Íraks. Sá er sagður hafa skipulagt fjölmargar árásir á bandaríska hermenn í Írak. Talsmaður ríkisstjórnar Íraks sagði í gærkvöldi að árásin væri gróft brot á fullveldi Íraks og líkti henni við hryðjuverk. Loftárásin var gerð á höfuðstöðvar Harakat al-Nujaba, vopnahóps sem leiðtoginn tilheyrði, en hann hét Abu Taqwa. Hann var einnig einn af leiðtogum PMF-sveitanna svokölluðu (Popular Mobilization Force) en það eru regnhlífarsamtök vopnaðra hópa sem myndaðir voru til að berjast gegn vígamönnum Íslamska ríkisins. PMF-sveitirnar heyra formlega undir írakska herinn en eru í raun sjálfstæðar. Margar sveitanna tengjast klerkastjórn Írans nánum böndum. Harakat al-Nujaba hópurinn var árið 2019 skilgreindur af yfirvöldum í Bandaríkjunum sem hryðjuverkasamtök. Bandaríkjamenn segja Abu Taqwa hafa komið að skipulagningu árása á bandaríska hermenn í Írak, í kjölfar átakanna milli Ísraela og Hamas-samtakanna á Gasaströndinni. Víga- og vopnahópar tengdir Íran hafa gert fjölmargar árásir á bandaríska hermenn í bæði Írak og Sýrlandi á undanförnum vikum. Talsmaður varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna sagði í gær að árásirnar hefðu verið minnst 115. Bandaríkjamenn höfðu hingað til brugðist við þeim árásum með örfáum loftárásum í Sýrlandi og í Írak. Hingað til hafa árásirnar í Írak beinst að öðrum vígahópum sem tengjast Íran, samkvæmt frétt New York Times. Sjá einnig: Íranskir hermenn féllu líklega í árásum Bandaríkjamanna Í yfirlýsingu sem ráðuneytið gaf út í gær segja Bandaríkjamenn að árásin á Abu Taqwa hafi verið nauðsynleg. Hún hafi verið gerð í sjálfsvörn og að engir óbreyttir borgarar hafi fallið í henni. Í árásinni var dróni notaður til að skjóta eldflaug að bíl sem var fyrir utan höfuðstöðvar Harakat al-Nujaba. Auk Abu Taqwa féllu tveir aðrir í árásinni. Talsmaður Írakska hersins hefur einnig gagnrýnt Bandaríkjamenn vegna árásarinnar. Bandarískir hermenn börðust gegn vígamönnum Íslamska ríkisins, sem gera enn reglulega árásir í Írak, þó samtökin hafi misst yfirráðasvæði þeirra í landinu. Undanfarin ár hafa hermennirnir unnið að þjálfun írakskra öryggissveita. Leiðtogar írakskra vopna- og vígahópa sem tengjast Íran hafa eins og áður segir gert fjölmargar árásir á bandaríska hermenn, með því yfirlýsta markmiði að þeir yfirgefi Írak. Mohammed Shia al-Sudani, forsætisráðherra Íraks, sem er sagður vinveittur Íran, lýsti því yfir í síðustu viku að ríkisstjórn hans væri að vinna að því að binda enda á veru erlendra hermanna í landinu. Írak Bandaríkin Hernaður Íran Sýrland Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Hryðjuverkasamtök lýsa yfir ábyrgð á árásinni í Íran Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við Íslamska ríkið, ISIS, hafa lýst ábyrgð á sprengjuárásinni í Kerman í Íran í gær. 4. janúar 2024 19:12 Tólf ríki hóta Hútum hefndaraðgerðum fyrir árásirnar á Rauða hafi Bandaríkin, Bretland og tíu önnur ríki hafa varað Húta við því að það muni hafa alvarlegar afleiðngar í för með sér ef þeir láta ekki af árásum sínum á flutningaskip á Rauða hafi. 4. janúar 2024 07:39 Næstráðandi Hamas-samtakanna féll í drónaárás í Beirút Saleh al-Arouri, næstráðandi Hamas-samtakanna, er í hópi látinna eftir drónaárás í líbönsku höfuðborginni Beirút síðdegis í dag. 2. janúar 2024 18:03 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Fleiri fréttir Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Sjá meira
Talsmaður ríkisstjórnar Íraks sagði í gærkvöldi að árásin væri gróft brot á fullveldi Íraks og líkti henni við hryðjuverk. Loftárásin var gerð á höfuðstöðvar Harakat al-Nujaba, vopnahóps sem leiðtoginn tilheyrði, en hann hét Abu Taqwa. Hann var einnig einn af leiðtogum PMF-sveitanna svokölluðu (Popular Mobilization Force) en það eru regnhlífarsamtök vopnaðra hópa sem myndaðir voru til að berjast gegn vígamönnum Íslamska ríkisins. PMF-sveitirnar heyra formlega undir írakska herinn en eru í raun sjálfstæðar. Margar sveitanna tengjast klerkastjórn Írans nánum böndum. Harakat al-Nujaba hópurinn var árið 2019 skilgreindur af yfirvöldum í Bandaríkjunum sem hryðjuverkasamtök. Bandaríkjamenn segja Abu Taqwa hafa komið að skipulagningu árása á bandaríska hermenn í Írak, í kjölfar átakanna milli Ísraela og Hamas-samtakanna á Gasaströndinni. Víga- og vopnahópar tengdir Íran hafa gert fjölmargar árásir á bandaríska hermenn í bæði Írak og Sýrlandi á undanförnum vikum. Talsmaður varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna sagði í gær að árásirnar hefðu verið minnst 115. Bandaríkjamenn höfðu hingað til brugðist við þeim árásum með örfáum loftárásum í Sýrlandi og í Írak. Hingað til hafa árásirnar í Írak beinst að öðrum vígahópum sem tengjast Íran, samkvæmt frétt New York Times. Sjá einnig: Íranskir hermenn féllu líklega í árásum Bandaríkjamanna Í yfirlýsingu sem ráðuneytið gaf út í gær segja Bandaríkjamenn að árásin á Abu Taqwa hafi verið nauðsynleg. Hún hafi verið gerð í sjálfsvörn og að engir óbreyttir borgarar hafi fallið í henni. Í árásinni var dróni notaður til að skjóta eldflaug að bíl sem var fyrir utan höfuðstöðvar Harakat al-Nujaba. Auk Abu Taqwa féllu tveir aðrir í árásinni. Talsmaður Írakska hersins hefur einnig gagnrýnt Bandaríkjamenn vegna árásarinnar. Bandarískir hermenn börðust gegn vígamönnum Íslamska ríkisins, sem gera enn reglulega árásir í Írak, þó samtökin hafi misst yfirráðasvæði þeirra í landinu. Undanfarin ár hafa hermennirnir unnið að þjálfun írakskra öryggissveita. Leiðtogar írakskra vopna- og vígahópa sem tengjast Íran hafa eins og áður segir gert fjölmargar árásir á bandaríska hermenn, með því yfirlýsta markmiði að þeir yfirgefi Írak. Mohammed Shia al-Sudani, forsætisráðherra Íraks, sem er sagður vinveittur Íran, lýsti því yfir í síðustu viku að ríkisstjórn hans væri að vinna að því að binda enda á veru erlendra hermanna í landinu.
Írak Bandaríkin Hernaður Íran Sýrland Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Hryðjuverkasamtök lýsa yfir ábyrgð á árásinni í Íran Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við Íslamska ríkið, ISIS, hafa lýst ábyrgð á sprengjuárásinni í Kerman í Íran í gær. 4. janúar 2024 19:12 Tólf ríki hóta Hútum hefndaraðgerðum fyrir árásirnar á Rauða hafi Bandaríkin, Bretland og tíu önnur ríki hafa varað Húta við því að það muni hafa alvarlegar afleiðngar í för með sér ef þeir láta ekki af árásum sínum á flutningaskip á Rauða hafi. 4. janúar 2024 07:39 Næstráðandi Hamas-samtakanna féll í drónaárás í Beirút Saleh al-Arouri, næstráðandi Hamas-samtakanna, er í hópi látinna eftir drónaárás í líbönsku höfuðborginni Beirút síðdegis í dag. 2. janúar 2024 18:03 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Fleiri fréttir Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Sjá meira
Hryðjuverkasamtök lýsa yfir ábyrgð á árásinni í Íran Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við Íslamska ríkið, ISIS, hafa lýst ábyrgð á sprengjuárásinni í Kerman í Íran í gær. 4. janúar 2024 19:12
Tólf ríki hóta Hútum hefndaraðgerðum fyrir árásirnar á Rauða hafi Bandaríkin, Bretland og tíu önnur ríki hafa varað Húta við því að það muni hafa alvarlegar afleiðngar í för með sér ef þeir láta ekki af árásum sínum á flutningaskip á Rauða hafi. 4. janúar 2024 07:39
Næstráðandi Hamas-samtakanna féll í drónaárás í Beirút Saleh al-Arouri, næstráðandi Hamas-samtakanna, er í hópi látinna eftir drónaárás í líbönsku höfuðborginni Beirút síðdegis í dag. 2. janúar 2024 18:03