Sakna allar Íslands: „Reykjavík er hinn fullkomni bær“ Samúel Karl Ólason skrifar 7. janúar 2024 09:01 Jodie Foster og Kali Reis segjast báðar sakna Íslands. HBO/Michele K. Short Þær Jodie Foster, Kali Reis og Issa Lopez segjast sakna Íslands. Þær vörðu nokkrum mánuðum hér á landi á undanförnum árum við tökur á fjórðu þáttaröð True Detective. Foster og Reis eru í aðalhlutverkum en Lopez leikstýrði þáttaröðinni, sem ber nafnið Night Country. Undirritaður tók nýverið þátt í viðburði hjá HBO þar sem blaðamenn víðs vegar frá heiminum ræddu við Foster, Reis og Lopez og spurðu þær um framleiðslu þáttaraðarinnar, lífið og listina. „Við söknum ykkar,“ sagði Jodie Foster í upphafi, þegar starfsmaður HBO sagði henni að næsti blaðamaðurinn væri frá Íslandi. Aðspurð um hvernig upplifun hennar af tökunum á Íslandi hefði verið sagðist Foster hafa elskað tímann hér á landi. „Ooooh, ég elska að vera þar,“ sagði Foster. Þegar hún hafði hitt þær Kali Reis og Issu Lopez, leikstjóra og rithöfund seríunnar, fyrr um daginn, höfðu þær byrjað á því að rifja upp hvað þær söknuðu þess að vera saman á Íslandi. „Við söknum fólksins, við söknum söngsins, tónlistarinnar og æðislega matarins. Þess að vera saman á götunum,“ sagði Foster. „Fyrir mér er Reykjavík hinn fullkomni bær. Það var æðislegt að vera þarna í sjö mánuði.“ Kali Reis leikur lögreglukonuna Evangeline Navarro.HBO/Michele K. Short Hvammsvík í uppáhaldi Reis sló á svipaða strengi og Foster. Hún fór fögrum orðum um Ísland og gaf í skyn að hana langaði að flytja hingað til lands og sagðist vona til þess að við yrðum nágrannar. „Hver dagur þar sem ég fékk að koma heim í íbúð mína í Reykjavík var sérstakur,“ sagði Reis. Hún sagðist hafa farið nokkuð víða um Ísland en frídagarnir hefðu verið fáir. Allir staðir sem hún heimsótti hafi þó verið töfrum líkastir. „Minn uppáhalds staður á Íslandi var Hvammsvík,“ sagði Reis. Hún segir fólkið hafa verið frábært og maturinn líka. „Ég sakna ykkur,“ sagði Reis. Issa Lopez á tökustað.HBO/Lilja Jóns Erfiðustu tökurnar í námu „Ohh, það er frábært að hafa Íslending hérna. Við höfum saknað ykkar,“ sagði Issa Lopez, þegar undirritaður kynnti sig fyrir henni. Aðspurð um hvaða tökur hefðu reynst erfiðastar á Íslandi nefndi Lopez tökur sem fóru fram í grjótanámu fyrir utan Reykjavík. „Hún var þakin tugum sentímetra af ís og við þurftum að taka upp þar þrjár nætur í röð í miklum, miklum kulda. Síðasta daginn var gul, mögulega appelsínugul viðvörun og mikill vindur á leiðinni,“ sagði Lopez. Hún sagði mikið í húfi því nauðsynlegt hefði verið að klára umræddar tökur í námunni því annars hefði tökuliðið setið fast. Þegar tökurnar kláruðust hafi allir þurft að grípa búnað og hlaupa að bílunum, svo þau kæmust undan veðrinu. „Þessar tökur tóku á. Ég var þakin snjó frá toppi til táar,“ sagði Lopez. Hún sagði tárin í augum hennar hafa frosið, svo mikill hafi kuldinn verið. „En senan heppnaðist mjög vel. Þetta var þess virði.“ Þurftu að vera á tánum Lopes sagði einnig að kuldinn hefði verið mjög erfiður við tökur á Night Country. „Á einum tímapunkti vorum við að taka upp klukkan tvö um nóttina í 23 gráðu frosti. Ég er frá Mexíkó og er ekki hönnuð fyrir slíkar aðstæður.“ Issa sagði að við tökurnar hefðu leikarar og annað starfsfólk, sem teymi, haft það hugarfar að framleiðslan væri ferðalag sem þau væru öll á saman. Hún hafi þurft að læra að klæða sig rétt, takast á við aðstæðurnar og komast í gegnum þær. „Ég held við höfum tekið upp 49 nætur í röð, sem er ekki svo erfitt þegar nóttin er svona löng, en það var flókið.“ Hún sagði þættina gerast bæði innanhúss í smáum rýmum og á stórum opnum svæðum þar sem tökur væru mun erfiðari og flóknari. Það hefði tekið á að ná jafnvægi á framleiðslunni í mjög óútreiknanlegu umhverfi. „Það er ekki bara kalt á norðurslóðum heldur getur veðrið breyst mjög hratt,“ sagði Issa. Hún sagði að þau hefðu þurft að flýja tökustaði vegna óveðursviðvarana. „Við þurftum að vera á tánum. Við voru ótrúlega heppin en þetta var krefjandi,“ sagði hún. Bíó og sjónvarp Tökur á True Detective á Íslandi Tengdar fréttir Ísland í aðalhlutverki í nýrri stiklu True Detective Nýjasta stiklan úr þáttunum True Detective er frumsýnd á Vísi í dag. Fjöldi Íslendinga kom að gerð þáttanna sem verða frumsýndir þann 15. janúar næstkomandi. Þættirnir verða sýndir samtímis í Bandaríkjunum hjá HBO og á Íslandi á Stöð 2. 5. desember 2023 15:12 Íslenskur leikmunastjóri endaði óvænt sem leikari Íslenskur leikmunastjóri True Detective þáttanna endaði óvænt sem leikari í þáttunum eftir að leikari smitaðist af Covid-19. Leikstjórinn segir hann hafa staðið sig fullkomlega. 22. mars 2023 16:29 Í skýjunum eftir óvænta Hollywood-heimsókn Bandaríska stórleikkonan Jodie Foster og eiginkona hennar voru í skýjunum með heimsókn á Smámunasafnið í Eyjafjarðarsveit. Óvissa er um framtíð safnsins en safnstýran, sem er einnig í skýjunum með heimsóknina, vonast til þess að hin óvænta heimsókn frá Hollywood muni verða safninu til heilla. 2. febrúar 2023 15:51 Býr í miðri leikmynd True Detective á Dalvík Það stendur mikið til á Dalvík þessa dagana þar sem tökur á bandarísku spennuþáttunum True Detective eru að fara að hefjast. Búið er að klæða aðalgötu bæjarins í bandarískan búning. Fyrrverandi bæjarstjóri bæjarins býr í miðri leikmyndinni. 31. janúar 2023 22:31 Dalvík verður að Ennis í nokkra daga Hluti Dalvíkur verður á næstu dögum að bænum Ennis í nokkra daga. Tökur á þáttunum True Detective fara þar fram um mánaðamótin. 24. janúar 2023 13:25 Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Undirritaður tók nýverið þátt í viðburði hjá HBO þar sem blaðamenn víðs vegar frá heiminum ræddu við Foster, Reis og Lopez og spurðu þær um framleiðslu þáttaraðarinnar, lífið og listina. „Við söknum ykkar,“ sagði Jodie Foster í upphafi, þegar starfsmaður HBO sagði henni að næsti blaðamaðurinn væri frá Íslandi. Aðspurð um hvernig upplifun hennar af tökunum á Íslandi hefði verið sagðist Foster hafa elskað tímann hér á landi. „Ooooh, ég elska að vera þar,“ sagði Foster. Þegar hún hafði hitt þær Kali Reis og Issu Lopez, leikstjóra og rithöfund seríunnar, fyrr um daginn, höfðu þær byrjað á því að rifja upp hvað þær söknuðu þess að vera saman á Íslandi. „Við söknum fólksins, við söknum söngsins, tónlistarinnar og æðislega matarins. Þess að vera saman á götunum,“ sagði Foster. „Fyrir mér er Reykjavík hinn fullkomni bær. Það var æðislegt að vera þarna í sjö mánuði.“ Kali Reis leikur lögreglukonuna Evangeline Navarro.HBO/Michele K. Short Hvammsvík í uppáhaldi Reis sló á svipaða strengi og Foster. Hún fór fögrum orðum um Ísland og gaf í skyn að hana langaði að flytja hingað til lands og sagðist vona til þess að við yrðum nágrannar. „Hver dagur þar sem ég fékk að koma heim í íbúð mína í Reykjavík var sérstakur,“ sagði Reis. Hún sagðist hafa farið nokkuð víða um Ísland en frídagarnir hefðu verið fáir. Allir staðir sem hún heimsótti hafi þó verið töfrum líkastir. „Minn uppáhalds staður á Íslandi var Hvammsvík,“ sagði Reis. Hún segir fólkið hafa verið frábært og maturinn líka. „Ég sakna ykkur,“ sagði Reis. Issa Lopez á tökustað.HBO/Lilja Jóns Erfiðustu tökurnar í námu „Ohh, það er frábært að hafa Íslending hérna. Við höfum saknað ykkar,“ sagði Issa Lopez, þegar undirritaður kynnti sig fyrir henni. Aðspurð um hvaða tökur hefðu reynst erfiðastar á Íslandi nefndi Lopez tökur sem fóru fram í grjótanámu fyrir utan Reykjavík. „Hún var þakin tugum sentímetra af ís og við þurftum að taka upp þar þrjár nætur í röð í miklum, miklum kulda. Síðasta daginn var gul, mögulega appelsínugul viðvörun og mikill vindur á leiðinni,“ sagði Lopez. Hún sagði mikið í húfi því nauðsynlegt hefði verið að klára umræddar tökur í námunni því annars hefði tökuliðið setið fast. Þegar tökurnar kláruðust hafi allir þurft að grípa búnað og hlaupa að bílunum, svo þau kæmust undan veðrinu. „Þessar tökur tóku á. Ég var þakin snjó frá toppi til táar,“ sagði Lopez. Hún sagði tárin í augum hennar hafa frosið, svo mikill hafi kuldinn verið. „En senan heppnaðist mjög vel. Þetta var þess virði.“ Þurftu að vera á tánum Lopes sagði einnig að kuldinn hefði verið mjög erfiður við tökur á Night Country. „Á einum tímapunkti vorum við að taka upp klukkan tvö um nóttina í 23 gráðu frosti. Ég er frá Mexíkó og er ekki hönnuð fyrir slíkar aðstæður.“ Issa sagði að við tökurnar hefðu leikarar og annað starfsfólk, sem teymi, haft það hugarfar að framleiðslan væri ferðalag sem þau væru öll á saman. Hún hafi þurft að læra að klæða sig rétt, takast á við aðstæðurnar og komast í gegnum þær. „Ég held við höfum tekið upp 49 nætur í röð, sem er ekki svo erfitt þegar nóttin er svona löng, en það var flókið.“ Hún sagði þættina gerast bæði innanhúss í smáum rýmum og á stórum opnum svæðum þar sem tökur væru mun erfiðari og flóknari. Það hefði tekið á að ná jafnvægi á framleiðslunni í mjög óútreiknanlegu umhverfi. „Það er ekki bara kalt á norðurslóðum heldur getur veðrið breyst mjög hratt,“ sagði Issa. Hún sagði að þau hefðu þurft að flýja tökustaði vegna óveðursviðvarana. „Við þurftum að vera á tánum. Við voru ótrúlega heppin en þetta var krefjandi,“ sagði hún.
Bíó og sjónvarp Tökur á True Detective á Íslandi Tengdar fréttir Ísland í aðalhlutverki í nýrri stiklu True Detective Nýjasta stiklan úr þáttunum True Detective er frumsýnd á Vísi í dag. Fjöldi Íslendinga kom að gerð þáttanna sem verða frumsýndir þann 15. janúar næstkomandi. Þættirnir verða sýndir samtímis í Bandaríkjunum hjá HBO og á Íslandi á Stöð 2. 5. desember 2023 15:12 Íslenskur leikmunastjóri endaði óvænt sem leikari Íslenskur leikmunastjóri True Detective þáttanna endaði óvænt sem leikari í þáttunum eftir að leikari smitaðist af Covid-19. Leikstjórinn segir hann hafa staðið sig fullkomlega. 22. mars 2023 16:29 Í skýjunum eftir óvænta Hollywood-heimsókn Bandaríska stórleikkonan Jodie Foster og eiginkona hennar voru í skýjunum með heimsókn á Smámunasafnið í Eyjafjarðarsveit. Óvissa er um framtíð safnsins en safnstýran, sem er einnig í skýjunum með heimsóknina, vonast til þess að hin óvænta heimsókn frá Hollywood muni verða safninu til heilla. 2. febrúar 2023 15:51 Býr í miðri leikmynd True Detective á Dalvík Það stendur mikið til á Dalvík þessa dagana þar sem tökur á bandarísku spennuþáttunum True Detective eru að fara að hefjast. Búið er að klæða aðalgötu bæjarins í bandarískan búning. Fyrrverandi bæjarstjóri bæjarins býr í miðri leikmyndinni. 31. janúar 2023 22:31 Dalvík verður að Ennis í nokkra daga Hluti Dalvíkur verður á næstu dögum að bænum Ennis í nokkra daga. Tökur á þáttunum True Detective fara þar fram um mánaðamótin. 24. janúar 2023 13:25 Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Ísland í aðalhlutverki í nýrri stiklu True Detective Nýjasta stiklan úr þáttunum True Detective er frumsýnd á Vísi í dag. Fjöldi Íslendinga kom að gerð þáttanna sem verða frumsýndir þann 15. janúar næstkomandi. Þættirnir verða sýndir samtímis í Bandaríkjunum hjá HBO og á Íslandi á Stöð 2. 5. desember 2023 15:12
Íslenskur leikmunastjóri endaði óvænt sem leikari Íslenskur leikmunastjóri True Detective þáttanna endaði óvænt sem leikari í þáttunum eftir að leikari smitaðist af Covid-19. Leikstjórinn segir hann hafa staðið sig fullkomlega. 22. mars 2023 16:29
Í skýjunum eftir óvænta Hollywood-heimsókn Bandaríska stórleikkonan Jodie Foster og eiginkona hennar voru í skýjunum með heimsókn á Smámunasafnið í Eyjafjarðarsveit. Óvissa er um framtíð safnsins en safnstýran, sem er einnig í skýjunum með heimsóknina, vonast til þess að hin óvænta heimsókn frá Hollywood muni verða safninu til heilla. 2. febrúar 2023 15:51
Býr í miðri leikmynd True Detective á Dalvík Það stendur mikið til á Dalvík þessa dagana þar sem tökur á bandarísku spennuþáttunum True Detective eru að fara að hefjast. Búið er að klæða aðalgötu bæjarins í bandarískan búning. Fyrrverandi bæjarstjóri bæjarins býr í miðri leikmyndinni. 31. janúar 2023 22:31
Dalvík verður að Ennis í nokkra daga Hluti Dalvíkur verður á næstu dögum að bænum Ennis í nokkra daga. Tökur á þáttunum True Detective fara þar fram um mánaðamótin. 24. janúar 2023 13:25