Frestun hvalveiða átti sér ekki nægilega skýra stoð í lögum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. janúar 2024 13:59 Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra. vísir/arnar Álit Umboðsmanns Alþingis er að reglugerð um frestun upphafs hvalveiða í sumar hafi ekki átt sér nægilega skýra stoð í lögum um hvalveiðar. Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins. Þar kemur fram að umboðsmaður hafi lokið athugun sinni vegna kvörtunar Hvals hf. um frestun upphafs hvalveiða síðastliðið sumar. Þá er álit umboðsmanns eins og atvikum var háttað hafi útgáfa og undirbúningur reglugerðarinnar ekki samrýmst kröfum um meðalhóf. Umboðsmaður beinir ekki sérstökum tilmælum til ráðuneytisins um úrbætur. Hann beinir því hins vegar til ráðuneytisins að hafa þau sjónarmið sem fram koma í álitinu í huga til framtíðar. Fellst á skýringar um dýravelferðarsjónarmið Þá segir að umboðsmaður fallist á skýringar ráðuneytisins um að heimilt sé að líta til dýravelferðarsjónarmiða við setningu reglugerða á grundvelli laga um hvalveiðar. Umboðsmaður bendir jafnframt á að lögunum hafi ekki verið breytt til samræmis við auknar áherslur Alþjóðahvalveiðráðsins um dýravelferð. Umboðsmaður óskaði í júlí síðastliðnum eftir upplýsingum, skýringum og gögnum vegna reglugerðar um tímabundna frestun á upphafi hvalveiða. Reglugerðin var sett í kjölfar birtingar eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar um veiðar á langreyðum árið 2022 og álits fagráðs um velferð dýra. Ný reglugerð tók gildi 1. september síðastliðinn sem var ætlað að bæta umgjörð veiða á langreyðum. Með henni var meðal annars brugðist við fyrrgreindum skýrslum Matvælastofnunar og fagráðs um velferð dýra auk skýrslu starfshóps um mat á leiðum til að fækka frávikum við veiðarnar sem var birt í lok ágúst síðastliðinn. Í ráðuneytinu stendur nú yfir endurskoðun á reglugerðum um hvalveiðar. Tekið verður mið af ábendingum umboðsmanns í þeirri vinnu. Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Sjávarútvegur Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins. Þar kemur fram að umboðsmaður hafi lokið athugun sinni vegna kvörtunar Hvals hf. um frestun upphafs hvalveiða síðastliðið sumar. Þá er álit umboðsmanns eins og atvikum var háttað hafi útgáfa og undirbúningur reglugerðarinnar ekki samrýmst kröfum um meðalhóf. Umboðsmaður beinir ekki sérstökum tilmælum til ráðuneytisins um úrbætur. Hann beinir því hins vegar til ráðuneytisins að hafa þau sjónarmið sem fram koma í álitinu í huga til framtíðar. Fellst á skýringar um dýravelferðarsjónarmið Þá segir að umboðsmaður fallist á skýringar ráðuneytisins um að heimilt sé að líta til dýravelferðarsjónarmiða við setningu reglugerða á grundvelli laga um hvalveiðar. Umboðsmaður bendir jafnframt á að lögunum hafi ekki verið breytt til samræmis við auknar áherslur Alþjóðahvalveiðráðsins um dýravelferð. Umboðsmaður óskaði í júlí síðastliðnum eftir upplýsingum, skýringum og gögnum vegna reglugerðar um tímabundna frestun á upphafi hvalveiða. Reglugerðin var sett í kjölfar birtingar eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar um veiðar á langreyðum árið 2022 og álits fagráðs um velferð dýra. Ný reglugerð tók gildi 1. september síðastliðinn sem var ætlað að bæta umgjörð veiða á langreyðum. Með henni var meðal annars brugðist við fyrrgreindum skýrslum Matvælastofnunar og fagráðs um velferð dýra auk skýrslu starfshóps um mat á leiðum til að fækka frávikum við veiðarnar sem var birt í lok ágúst síðastliðinn. Í ráðuneytinu stendur nú yfir endurskoðun á reglugerðum um hvalveiðar. Tekið verður mið af ábendingum umboðsmanns í þeirri vinnu.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Sjávarútvegur Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent