Tekur álitið alvarlega en hyggst ekki segja af sér Atli Ísleifsson og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 5. janúar 2024 14:08 Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segir að hún hafi ekki átt annan kost en að bregðast við með því að fresta upphafi hvalveiða við upphaf vertíðar. Hún segist taka álit umboðsmanns Alþingis alvarlega og að hún muni áfram berjast fyrir breytingum á „úreltum“ hvalveiðilögum. Þetta kemur fram í Facebook-færslu ráðherrans um álit umboðsmanns Alþingis. Í samtali við fréttastofu segist hún ekki ætla að segja af sér embætti. Alvanalegt sé að umboðsmaður leiði ágreining um reglugerðarsetningu til lykta, það gerist oft á hverju ári. Ánægð með álit um dýravelferðarsjónarmið Í Facebook færslu sinni segir Svandís að umboðsmaður Alþingis hafi nú lokið umfjöllun um kvörtun Hvals hf. vegna frestunar á upphafi vertíðar í fyrrasumar. „Í áliti hans kemur fram að ekki hafi verið nægilega skýr lagastoð fyrir setningu reglugerðarinnar og að gæta hefði mátt betur að kröfum um meðalhóf. Umboðsmaður telur jafnframt að byggja hafi mátt á dýravelferðarsjónarmiðum líkt og gert var við þær ráðstafanir sem gripið var til í júní. Það er afar mikilvægt að mínu mati að regluverk og lagaumhverfi endurspegli auknar kröfur um dýravelferð almennt í samfélaginu og má til sanns vegar færa að löngu tímabært sé að færa löggjöfina til nútímans í þessu efni. Umræða í öllu samfélaginu um mikilvægi dýravelferðar hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár og gildir þá um alla atvinnustarfsemi að þau sjónarmið vegi þungt við hvers konar nýtingu á dýrum,“ segir Svandís. Ekki annað hægt fyrir ábyrgan ráðherra Hún segir að það hafi ekki verið annað hægt fyrir ábyrgan ráðherra en að bregðast við á ögurstundu. „Þann 19. júní síðastliðinn lá fyrir álit fagráðs um velferð dýra þar sem fram kom sú afdráttarlausa niðurstaða að veiðiaferðin sem beitt var við veiðar á langreyðum væri ekki í samræmi við lög um dýravelferð. Því var mitt mat og ráðuneytisins á þeim tíma að ég hefði ekki annan kost, sem ráðherra sem ber ábyrgð á velferð dýra, en að bregðast við strax og fresta upphafi veiðitímabilsins, þar til skoðað yrði hvort hægt væri að gera úrbætur á veiðiaðferðum. Velferð dýranna var í öndvegi í minni ákvarðanatöku, að vinna að því markmiði að þessi dýr upplifðu ekki óbærilegan dauðdaga við veiðar.“ Mikilvægt að færa lögin til nútímans „Öllum er ljóst að almenningur hefur kallað eftir skýrum ramma um velferð dýra. Það sýna þær þúsundir af tilkynningum um slæma meðferð dýra sem berast til Matvælastofnunar ár hvert og mikil og vaxandi umræða um hvort hvalveiðar eigi sér framtíð. Það kemur skýrt fram í áliti umboðsmanns að hvalveiðilögin frá 1949 eru byggð á markmiðum um nýtingu hvalveiðistofnsins, og að þar sé ekki að finna skýr ákvæði um velferð dýra. Það er sú tímaskekkja sem leiðir til þess að umboðsmaður ályktar að ekki sé fyrir hendi nægilega skýr lagastoð fyrir reglugerð þeirri sem ég setti síðastliðið sumar. Ég tek þessa niðurstöðu umboðsmanns alvarlega og þrátt fyrir að umboðsmaður beini ekki sérstökum tilmælum til mín þá hyggst ég beita mér fyrir breytingum þannig að þessi úreltu lög séu færð til nútímans,“ segir í færslunni. Umboðsmaður leiði slíkan ágreining reglulega til lykta Í samtali við Vísi segir Svandís að það liggi fyrir að umboðsmaður telur að hún sem ráðherra hefði betur mátt gæta að meðalhófi við undirbúning reglugerðarinnar. „Og það eru náttúrulega bara sjónarmið sem eru að koma fram og er sjálfsagt að taka til skoðunar. Hann í raun og veru er ekki að beina neinum sérstökum tilmælum til mín, heldur miklu frekar til þess að hafa þessa sjónarmið í huga í framhaldinu og það er bara gott og blessað.“ Eins og alkunna er sagði Bjarni Benediktsson af sér embætti fjármálaráðherra í október eftir að Umboðsmaður Alþingis mat hann ekki hafa verið hæfan við söluna á Íslandsbanka. Spurð hvort hún telji sig þurfa að endurskoða sína stöðu sem ráðherra vegna álits umboðsmanns, jafnvel segja af sér segir Svandís: „Nei. Þetta mál er ekki þess eðlis. Þetta mál lýtur í raun og veru að lagastoð fyrir reglugerðarsetningu og það er náttúrulega bara alvanalegt að slíkur ágreiningur sé leiddur til lykta með áliti frá umboðsmanni. Það gerist oft á hverju ári.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hvalveiðar Sjávarútvegur Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Frestun hvalveiða átti sér ekki nægilega skýra stoð í lögum Álit Umboðsmanns Alþingis er að reglugerð um frestun upphafs hvalveiða í sumar hafi ekki átt sér nægilega skýra stoð í lögum um hvalveiðar. 5. janúar 2024 13:59 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Þetta kemur fram í Facebook-færslu ráðherrans um álit umboðsmanns Alþingis. Í samtali við fréttastofu segist hún ekki ætla að segja af sér embætti. Alvanalegt sé að umboðsmaður leiði ágreining um reglugerðarsetningu til lykta, það gerist oft á hverju ári. Ánægð með álit um dýravelferðarsjónarmið Í Facebook færslu sinni segir Svandís að umboðsmaður Alþingis hafi nú lokið umfjöllun um kvörtun Hvals hf. vegna frestunar á upphafi vertíðar í fyrrasumar. „Í áliti hans kemur fram að ekki hafi verið nægilega skýr lagastoð fyrir setningu reglugerðarinnar og að gæta hefði mátt betur að kröfum um meðalhóf. Umboðsmaður telur jafnframt að byggja hafi mátt á dýravelferðarsjónarmiðum líkt og gert var við þær ráðstafanir sem gripið var til í júní. Það er afar mikilvægt að mínu mati að regluverk og lagaumhverfi endurspegli auknar kröfur um dýravelferð almennt í samfélaginu og má til sanns vegar færa að löngu tímabært sé að færa löggjöfina til nútímans í þessu efni. Umræða í öllu samfélaginu um mikilvægi dýravelferðar hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár og gildir þá um alla atvinnustarfsemi að þau sjónarmið vegi þungt við hvers konar nýtingu á dýrum,“ segir Svandís. Ekki annað hægt fyrir ábyrgan ráðherra Hún segir að það hafi ekki verið annað hægt fyrir ábyrgan ráðherra en að bregðast við á ögurstundu. „Þann 19. júní síðastliðinn lá fyrir álit fagráðs um velferð dýra þar sem fram kom sú afdráttarlausa niðurstaða að veiðiaferðin sem beitt var við veiðar á langreyðum væri ekki í samræmi við lög um dýravelferð. Því var mitt mat og ráðuneytisins á þeim tíma að ég hefði ekki annan kost, sem ráðherra sem ber ábyrgð á velferð dýra, en að bregðast við strax og fresta upphafi veiðitímabilsins, þar til skoðað yrði hvort hægt væri að gera úrbætur á veiðiaðferðum. Velferð dýranna var í öndvegi í minni ákvarðanatöku, að vinna að því markmiði að þessi dýr upplifðu ekki óbærilegan dauðdaga við veiðar.“ Mikilvægt að færa lögin til nútímans „Öllum er ljóst að almenningur hefur kallað eftir skýrum ramma um velferð dýra. Það sýna þær þúsundir af tilkynningum um slæma meðferð dýra sem berast til Matvælastofnunar ár hvert og mikil og vaxandi umræða um hvort hvalveiðar eigi sér framtíð. Það kemur skýrt fram í áliti umboðsmanns að hvalveiðilögin frá 1949 eru byggð á markmiðum um nýtingu hvalveiðistofnsins, og að þar sé ekki að finna skýr ákvæði um velferð dýra. Það er sú tímaskekkja sem leiðir til þess að umboðsmaður ályktar að ekki sé fyrir hendi nægilega skýr lagastoð fyrir reglugerð þeirri sem ég setti síðastliðið sumar. Ég tek þessa niðurstöðu umboðsmanns alvarlega og þrátt fyrir að umboðsmaður beini ekki sérstökum tilmælum til mín þá hyggst ég beita mér fyrir breytingum þannig að þessi úreltu lög séu færð til nútímans,“ segir í færslunni. Umboðsmaður leiði slíkan ágreining reglulega til lykta Í samtali við Vísi segir Svandís að það liggi fyrir að umboðsmaður telur að hún sem ráðherra hefði betur mátt gæta að meðalhófi við undirbúning reglugerðarinnar. „Og það eru náttúrulega bara sjónarmið sem eru að koma fram og er sjálfsagt að taka til skoðunar. Hann í raun og veru er ekki að beina neinum sérstökum tilmælum til mín, heldur miklu frekar til þess að hafa þessa sjónarmið í huga í framhaldinu og það er bara gott og blessað.“ Eins og alkunna er sagði Bjarni Benediktsson af sér embætti fjármálaráðherra í október eftir að Umboðsmaður Alþingis mat hann ekki hafa verið hæfan við söluna á Íslandsbanka. Spurð hvort hún telji sig þurfa að endurskoða sína stöðu sem ráðherra vegna álits umboðsmanns, jafnvel segja af sér segir Svandís: „Nei. Þetta mál er ekki þess eðlis. Þetta mál lýtur í raun og veru að lagastoð fyrir reglugerðarsetningu og það er náttúrulega bara alvanalegt að slíkur ágreiningur sé leiddur til lykta með áliti frá umboðsmanni. Það gerist oft á hverju ári.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hvalveiðar Sjávarútvegur Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Frestun hvalveiða átti sér ekki nægilega skýra stoð í lögum Álit Umboðsmanns Alþingis er að reglugerð um frestun upphafs hvalveiða í sumar hafi ekki átt sér nægilega skýra stoð í lögum um hvalveiðar. 5. janúar 2024 13:59 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Frestun hvalveiða átti sér ekki nægilega skýra stoð í lögum Álit Umboðsmanns Alþingis er að reglugerð um frestun upphafs hvalveiða í sumar hafi ekki átt sér nægilega skýra stoð í lögum um hvalveiðar. 5. janúar 2024 13:59