Mennska og mannréttindi Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 5. janúar 2024 23:34 Kristin kirkja er frá upphafi pólitísk hreyfing. Boðskapur Jesú fjallaði um valdskipulag ráðandi afla og hann boðaði hugarfarsbyltingu. Boðskapurinn er að Guð upphefji fátæka, útlendinga, sjúka og valdslausa, og standi gegn þeim sem loka eyrum sínum og hjörtum fyrir aðstæðum þeirra. Sagan af Jesú frá jólum til páska er í grunninn valdgreining. Sagan hefst með veraldlegum valdshöfum við fæðingu Jesú, Heródesi konungi og Ágústusi keisara, og endar á pólitískum réttarhöldum og aftöku þegar Jesús er sendur á milli Pontíusar og Pílatusar. Biblíusögur eru best notaðar sem hjálpartæki til að setja okkur í spor þeirra sem við annars myndum ekki samsama okkur við, annaðhvort vegna þess að viðkomandi eru okkur framandi í uppruna eða vegna þess að reynsluheimur þeirra er eðlisólíkur okkar. Undanfarin jól hafa kirkjur um allan heim haldið því til haga að fjölskylda Jesú var á hrakhólum með nýfætt barn, þau voru flóttamenn í eiginlegum skilningi, ég þar á meðal. Ekki nægilega þó, segja leikarnir Benedikt Erlingsson og Halldóra Geirharðsdóttir, í jóla-ádeilu í herferð fyrir félagasamtökin Réttur barna á flótta þar sem hinn fyrnefndi í gervi starfsmanns útlendingastofnunar segir: „Sem betur fer, og það mega íslenskir prestar eiga, þeir eru ekki mikið að tala um þetta um jólin“. Kristin trú er pólitísk vegna þess að hún krefur fylgjendur sína að horfa aldrei framhjá mennskunni og gerir róttæka kröfu um samtöðu með öðrum, sérstaklega þeim sem standa okkur fjær í félagslegu tilliti. Það er erindi Biblíunnar í heild. Sögur hebresku Biblíunnar byrja á því að segja allt mannkyn tilheyra sömu fjölskyldu, erfðafræðin hefur staðfest það. Það þýðir að hælisleitendur sem hingað leita eru systur mínar og bræður. Í lagaákvæðum Mósebóka er að finna perlur á borð við kærleiksboðorðið „Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig“ (3M 19.18) og eftirfarandi texta: „Aðkomumaður, sem dvelur hjá ykkur, skal njóta sama réttar og innborinn maður. Þú skalt elska hann eins og sjálfan þig því að þið voruð aðkomumenn í Egyptalandi“ (3M 19.33-34). Krafan er skýr, kallast í dag mannréttindi, en merkilegri þó er ástæðan sem er gefin: forfeður þínir voru eitt sinn í sömu aðstæðum og þú. Það eru ekki tvær aldir síðan fimmtungur Íslendinga flúði til Vesturheims undan harðindum á Íslandi. Það þýðir að forfeður mínir deildu kjörum með hælisleitandanum sem borin var út nú haust. Þá gerir Kristur kröfu um að í hverjum sem við mætum sé að finna það sem við leitum að í lífinu. „Sannlega segi ég yður: Allt sem þér gerðuð ekki einum minna minnstu bræðra, það hafið þér ekki heldur gert mér.“ Krafan er algild, að mennskan ráði för í hvert sinn sem við mætum fólki í þörf og að þegar þú horfir í augu náungans, horfi Kristur sjálfur á þig til baka. Það þýðir að útlendingurinn sem hingað er kominn er Kristur sjálfur kominn í heimsókn. Það er síðan okkar að svara, hvort hann sé velkominn eða skuli vísað úr landi? Höfundur er prestur við fríkirkjuna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Kristin kirkja er frá upphafi pólitísk hreyfing. Boðskapur Jesú fjallaði um valdskipulag ráðandi afla og hann boðaði hugarfarsbyltingu. Boðskapurinn er að Guð upphefji fátæka, útlendinga, sjúka og valdslausa, og standi gegn þeim sem loka eyrum sínum og hjörtum fyrir aðstæðum þeirra. Sagan af Jesú frá jólum til páska er í grunninn valdgreining. Sagan hefst með veraldlegum valdshöfum við fæðingu Jesú, Heródesi konungi og Ágústusi keisara, og endar á pólitískum réttarhöldum og aftöku þegar Jesús er sendur á milli Pontíusar og Pílatusar. Biblíusögur eru best notaðar sem hjálpartæki til að setja okkur í spor þeirra sem við annars myndum ekki samsama okkur við, annaðhvort vegna þess að viðkomandi eru okkur framandi í uppruna eða vegna þess að reynsluheimur þeirra er eðlisólíkur okkar. Undanfarin jól hafa kirkjur um allan heim haldið því til haga að fjölskylda Jesú var á hrakhólum með nýfætt barn, þau voru flóttamenn í eiginlegum skilningi, ég þar á meðal. Ekki nægilega þó, segja leikarnir Benedikt Erlingsson og Halldóra Geirharðsdóttir, í jóla-ádeilu í herferð fyrir félagasamtökin Réttur barna á flótta þar sem hinn fyrnefndi í gervi starfsmanns útlendingastofnunar segir: „Sem betur fer, og það mega íslenskir prestar eiga, þeir eru ekki mikið að tala um þetta um jólin“. Kristin trú er pólitísk vegna þess að hún krefur fylgjendur sína að horfa aldrei framhjá mennskunni og gerir róttæka kröfu um samtöðu með öðrum, sérstaklega þeim sem standa okkur fjær í félagslegu tilliti. Það er erindi Biblíunnar í heild. Sögur hebresku Biblíunnar byrja á því að segja allt mannkyn tilheyra sömu fjölskyldu, erfðafræðin hefur staðfest það. Það þýðir að hælisleitendur sem hingað leita eru systur mínar og bræður. Í lagaákvæðum Mósebóka er að finna perlur á borð við kærleiksboðorðið „Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig“ (3M 19.18) og eftirfarandi texta: „Aðkomumaður, sem dvelur hjá ykkur, skal njóta sama réttar og innborinn maður. Þú skalt elska hann eins og sjálfan þig því að þið voruð aðkomumenn í Egyptalandi“ (3M 19.33-34). Krafan er skýr, kallast í dag mannréttindi, en merkilegri þó er ástæðan sem er gefin: forfeður þínir voru eitt sinn í sömu aðstæðum og þú. Það eru ekki tvær aldir síðan fimmtungur Íslendinga flúði til Vesturheims undan harðindum á Íslandi. Það þýðir að forfeður mínir deildu kjörum með hælisleitandanum sem borin var út nú haust. Þá gerir Kristur kröfu um að í hverjum sem við mætum sé að finna það sem við leitum að í lífinu. „Sannlega segi ég yður: Allt sem þér gerðuð ekki einum minna minnstu bræðra, það hafið þér ekki heldur gert mér.“ Krafan er algild, að mennskan ráði för í hvert sinn sem við mætum fólki í þörf og að þegar þú horfir í augu náungans, horfi Kristur sjálfur á þig til baka. Það þýðir að útlendingurinn sem hingað er kominn er Kristur sjálfur kominn í heimsókn. Það er síðan okkar að svara, hvort hann sé velkominn eða skuli vísað úr landi? Höfundur er prestur við fríkirkjuna í Reykjavík.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar