Katrín segir álit Umboðsmanns ekki tilefni til afsagnar Rafn Ágúst Ragnarsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 6. janúar 2024 17:13 Katrín Jakobsdóttir segir mál Svandísar og Bjarna ekki sambærileg og að álit Umboðsmanns sé ekki tilefni til róttækra aðgerða. Vísir/Ívar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir álit Umboðsmanns ekki tilefni til afsagnar Svandísar Svavardóttur matvælaráðherra. Hún segir að mikilvægt sé að taka niðurstöðu Umboðsmanns alvarlega og draga af henni lærdóm en að hún gefi ekki tilefni til róttækra aðgerða. Hún segir að álitið kalli ekki á önnur viðbrögð en að þetta tiltekna lagaumhverfi verði rýnt en gefur ekki mikið fyrir samanburð þessa máls og afsagnar Bjarna Benediktssonar sem fjármálaráðherra. Hún segir að ráðherrar bregðist við álitum Umboðsmanns hver á sinn hátt og að hún hafi bæði skilið og virt ákvörðun Bjarna en að málin séu ekki sambærileg. Aðspurð um mögulega bótakröfu Hvals hf. í kjölfar álitsins segir hún að þau mál verði leyst fyrir dómsstólum og að umboðsmaður vísi til þess í áliti sínu. Hefur haft áhrif á samstarfið Katrín segir jafnframt að hún hafi skilning á því að félagar hennar í ríkisstjórninni hafi verið óánægðir með ákvörðun Svandísar. „Ég hef bæði rætt við Bjarna og Sigurð Inga eftir að þetta álit kom fram. Mér er auðvitað fullkunnugt um að sú ákvörðun sem tekin var í sumar vakti óánægju hjá mínu samstarfsfólki í Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki og auðvitað hefur þetta mál að því leyti haft áhrif á samstarfið,“ segir hún. „En ég lít líka svo á að það sé mjög einarður vilji til þess að takast á við þau stóru verkefni sem ríkisstjórnin ætlaði sér að takast á við,“ bætir Katrín við. Ástandinu sé lokið Varðandi álitið sjálft segir Katrín það liggja fyrir að Svandís hafði haft sjónarmið dýravelferðar að leiðarljósi og að hún hafi talið sig hafa heimild til þess að setja reglugerðina til að bregðast við ábendingum fagráðs um dýravernd. „Það er auðvitað mikilvægt að taka þá niðurstöðu alvarlega, skoða hana vel og rýna í og draga af henni lærdóm. Það liggur alveg fyrir að svona málum þurfi auðvitað að vinna úr þegar þau liggja fyrir,“ segir Katrín. Þó tekur hún fram að reglugerðin hafi auðvitað verið tímabundin og að það sé algjörlega skýrt að ástandinu sé nú lokið. „Það þarf að vinna betur úr þessu og skoða betur þetta lagaumhverfi og hvernig þetta fer allt saman saman,“ segir Katrín. Hvalveiðar Umboðsmaður Alþingis Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Sjávarútvegur Vinstri græn Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Sjá meira
Hún segir að álitið kalli ekki á önnur viðbrögð en að þetta tiltekna lagaumhverfi verði rýnt en gefur ekki mikið fyrir samanburð þessa máls og afsagnar Bjarna Benediktssonar sem fjármálaráðherra. Hún segir að ráðherrar bregðist við álitum Umboðsmanns hver á sinn hátt og að hún hafi bæði skilið og virt ákvörðun Bjarna en að málin séu ekki sambærileg. Aðspurð um mögulega bótakröfu Hvals hf. í kjölfar álitsins segir hún að þau mál verði leyst fyrir dómsstólum og að umboðsmaður vísi til þess í áliti sínu. Hefur haft áhrif á samstarfið Katrín segir jafnframt að hún hafi skilning á því að félagar hennar í ríkisstjórninni hafi verið óánægðir með ákvörðun Svandísar. „Ég hef bæði rætt við Bjarna og Sigurð Inga eftir að þetta álit kom fram. Mér er auðvitað fullkunnugt um að sú ákvörðun sem tekin var í sumar vakti óánægju hjá mínu samstarfsfólki í Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki og auðvitað hefur þetta mál að því leyti haft áhrif á samstarfið,“ segir hún. „En ég lít líka svo á að það sé mjög einarður vilji til þess að takast á við þau stóru verkefni sem ríkisstjórnin ætlaði sér að takast á við,“ bætir Katrín við. Ástandinu sé lokið Varðandi álitið sjálft segir Katrín það liggja fyrir að Svandís hafði haft sjónarmið dýravelferðar að leiðarljósi og að hún hafi talið sig hafa heimild til þess að setja reglugerðina til að bregðast við ábendingum fagráðs um dýravernd. „Það er auðvitað mikilvægt að taka þá niðurstöðu alvarlega, skoða hana vel og rýna í og draga af henni lærdóm. Það liggur alveg fyrir að svona málum þurfi auðvitað að vinna úr þegar þau liggja fyrir,“ segir Katrín. Þó tekur hún fram að reglugerðin hafi auðvitað verið tímabundin og að það sé algjörlega skýrt að ástandinu sé nú lokið. „Það þarf að vinna betur úr þessu og skoða betur þetta lagaumhverfi og hvernig þetta fer allt saman saman,“ segir Katrín.
Hvalveiðar Umboðsmaður Alþingis Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Sjávarútvegur Vinstri græn Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Sjá meira