Formaðurinn nálgist Íslandsmet í óvinsældum og fylgið sögulega lágt Magnús Jochum Pálsson skrifar 6. janúar 2024 17:58 Páll Magnússon formaður allsherjar- og menntamálanefndar telur fullvíst að fjölmiðlafrumvarpið verði að lögum áður en vorþingi lýkur. Vísir/Vilhelm Sjálfstæðisflokkurinn hefur líklega aldrei verið jafn illa undirbúinn undir kosningar og núna segir Páll Magnússon, fyrrverandi þingmaður flokksins. Flokkurinn hafi aldrei mælst með minna fylgi í könnunum og formaðurinn nálgist Íslandsmet í óvinsældum. Páll Magnússon, oddviti H-listans í Vestmannaeyjum og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, skrifar um ófarir flokksins í Facebook-færslu. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei mælst með minna fylgi en nú í Þjóðarpúlsi Gallup - síðan þær mælingar hófust fyrir meira en 30 árum. Á sama tíma er formaður flokksins að nálgast einhverskonar Íslandsmet í vantrausti og óvinsældum í mælingum Maskínu. Formaðurinn er þó sallarólegur með þetta og segir lítið að marka þessar kannanir,“ skrifar Páll í færslunni. Páll skrifar að Bjarni Benediktsson segi líka „Andstæðingar mínir eru örugglega að vona að ég hætti“ sem sé líklega rangt mat. „Miðað við hve fylgið sópast nú hratt af flokknum er þvert á móti sennilegt að andstæðingar Sjálfstæðisflokksins voni að formaðurinn hætti alls ekki – heldur sitji sem lengst. Gamla kennisetningin er að ef andstæðingurinn er kála sér sjálfur skaltu láta hann í friði,“ skrifar Páll. Rétta fólki pensla til að útmála flokkinn sem spilltann Páll segir einnig að „einn gamall og harðkjarna Sjálfstæðismaður“ hafi spurt sig „Þurfum við alltaf að vera að rétta bæði málningarfötu og pensil upp í hendurnar á þeim sem vilja útmála flokkinn sem spilltan og klíkustýrðan?“ í tilefni af „sendiherrabixinu um daginn.“ Páll á þar án efa við sendiherraskipun Bjarna Benediktssonar á Svanhildi Hólm og Guðmundi Árnasyni sem vakti töluverða athygli. „Ofan á þetta bætist svo að tvö umdeildustu málin sem heyra undir Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn og hafa gert lengi, orkumálin og útlendingamálin, eru í hreinum ólestri,“ skrifar Páll áfram og klykkir út með stórum lokaorðum: „Það er stundum sagt að flokkar þurfi alltaf að vera reiðubúnir í kosningar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur líklega aldrei í sögu sinni verið jafn illa undir þær búinn og einmitt núna.“ Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Páll Magnússon, oddviti H-listans í Vestmannaeyjum og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, skrifar um ófarir flokksins í Facebook-færslu. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei mælst með minna fylgi en nú í Þjóðarpúlsi Gallup - síðan þær mælingar hófust fyrir meira en 30 árum. Á sama tíma er formaður flokksins að nálgast einhverskonar Íslandsmet í vantrausti og óvinsældum í mælingum Maskínu. Formaðurinn er þó sallarólegur með þetta og segir lítið að marka þessar kannanir,“ skrifar Páll í færslunni. Páll skrifar að Bjarni Benediktsson segi líka „Andstæðingar mínir eru örugglega að vona að ég hætti“ sem sé líklega rangt mat. „Miðað við hve fylgið sópast nú hratt af flokknum er þvert á móti sennilegt að andstæðingar Sjálfstæðisflokksins voni að formaðurinn hætti alls ekki – heldur sitji sem lengst. Gamla kennisetningin er að ef andstæðingurinn er kála sér sjálfur skaltu láta hann í friði,“ skrifar Páll. Rétta fólki pensla til að útmála flokkinn sem spilltann Páll segir einnig að „einn gamall og harðkjarna Sjálfstæðismaður“ hafi spurt sig „Þurfum við alltaf að vera að rétta bæði málningarfötu og pensil upp í hendurnar á þeim sem vilja útmála flokkinn sem spilltan og klíkustýrðan?“ í tilefni af „sendiherrabixinu um daginn.“ Páll á þar án efa við sendiherraskipun Bjarna Benediktssonar á Svanhildi Hólm og Guðmundi Árnasyni sem vakti töluverða athygli. „Ofan á þetta bætist svo að tvö umdeildustu málin sem heyra undir Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn og hafa gert lengi, orkumálin og útlendingamálin, eru í hreinum ólestri,“ skrifar Páll áfram og klykkir út með stórum lokaorðum: „Það er stundum sagt að flokkar þurfi alltaf að vera reiðubúnir í kosningar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur líklega aldrei í sögu sinni verið jafn illa undir þær búinn og einmitt núna.“
Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira