Forystukindin Mæja og mandarínurnar hennar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. janúar 2024 20:04 Vinkonurnar, Ólöf Helga Haraldsdóttir á Eyrarbakka og Erna Gísladóttir fjárbændur á Eyrarbakka, ásamt kindinni Mæju. Magnús Hlynur Hreiðarsson Forystukindin Mæja á Eyrarbakka er engin venjuleg kind því það sem henni þykir best að borða eru mandarínur, helst með berkinum og svo er hún líka hrifin af allskonar grænmeti. Vinkonurnar Ólöf Helga og Erna eru saman með um 30 kindur á Eyrarbakka þar sem þær vinna verkin saman og hafa góðan félagsskap af hvor annarri og kindunum. Fallegar ljósmyndir eru uppi á veggjum í fjárhúsinu og meira að segja aðventuljós í einum glugganum. Ein kind vekur sérstaka athygli í húsinu en það er hún Mæja forystukind, sem elskar fátt meira en mandarínur. „Hún er orðin mandarínukerling, alveg elskar mandarínur. Þetta var í kringum fengitímann núna, þá var ég að maula á mandarínu og hún vildi endilega fá og hefur ekki stoppað síðan,” segir Ólöf Helga, eigandi Mæju. „Já, þetta er spés, ég hélt að ekkert dýr vildi borða mandarínu eða súra ávexti yfir höfuð, þannig að þetta er skemmtilegt,” segir Ólöf Helga hlægjandi. En hvernig karakter er Mæja? „Hún er mjög skrýtin kind, það er bara þannig. En mjög skemmtileg og hún er alveg með skemmtilegri kindum, sem ég hef átt um ævina og hef ég átt þær margar, hún er alveg í uppáhaldi,” segir Ólöf Helga. Mæja er sólgin í mandarínur og allskonar grænmeti.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hefur Erna séð kindur borða mandarínur? „Nei, þetta er fyrsta kindin, sem ég veit til þess að geri það.” Og þér finnst gaman af kindum og að stússast í þessu? „Já, mikið gaman, mjög mikið,” segir Erna. Og kindurnar hjá vinkonunum eru líka vitlausar í grænmeti með heyinu, sem þær fá en þar er blómkál og brokkolí í mestu uppáhaldi. Mæju finnst ekkert að því þó börkurinn sé á mandarínunum þegar hún borðar þær.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Landbúnaður Dýr Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira
Vinkonurnar Ólöf Helga og Erna eru saman með um 30 kindur á Eyrarbakka þar sem þær vinna verkin saman og hafa góðan félagsskap af hvor annarri og kindunum. Fallegar ljósmyndir eru uppi á veggjum í fjárhúsinu og meira að segja aðventuljós í einum glugganum. Ein kind vekur sérstaka athygli í húsinu en það er hún Mæja forystukind, sem elskar fátt meira en mandarínur. „Hún er orðin mandarínukerling, alveg elskar mandarínur. Þetta var í kringum fengitímann núna, þá var ég að maula á mandarínu og hún vildi endilega fá og hefur ekki stoppað síðan,” segir Ólöf Helga, eigandi Mæju. „Já, þetta er spés, ég hélt að ekkert dýr vildi borða mandarínu eða súra ávexti yfir höfuð, þannig að þetta er skemmtilegt,” segir Ólöf Helga hlægjandi. En hvernig karakter er Mæja? „Hún er mjög skrýtin kind, það er bara þannig. En mjög skemmtileg og hún er alveg með skemmtilegri kindum, sem ég hef átt um ævina og hef ég átt þær margar, hún er alveg í uppáhaldi,” segir Ólöf Helga. Mæja er sólgin í mandarínur og allskonar grænmeti.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hefur Erna séð kindur borða mandarínur? „Nei, þetta er fyrsta kindin, sem ég veit til þess að geri það.” Og þér finnst gaman af kindum og að stússast í þessu? „Já, mikið gaman, mjög mikið,” segir Erna. Og kindurnar hjá vinkonunum eru líka vitlausar í grænmeti með heyinu, sem þær fá en þar er blómkál og brokkolí í mestu uppáhaldi. Mæju finnst ekkert að því þó börkurinn sé á mandarínunum þegar hún borðar þær.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Landbúnaður Dýr Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira