Innlent

Há­degis­fréttir Bylgjunnar

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar verða á slaginu 12.
Hádegisfréttir Bylgjunnar verða á slaginu 12. Vísir

Formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins segir álit Umboðsmanns Alþingis, sem varð til þess að fjármálaráðherra sagði af sér embætti í vetur, og álit umboðsmanns nú um ákvörðun matvælaráðherra í hvalveiðamálinu vera ólík. Fjármálaráðherra hafi ekki bakað ríkinu skaðabótaskyldu, sem ákvörðun matvælaráðherra hafi að öllum líkindum gert.

Við fjöllum um málið í hádegisfréttum. Þar heyrum við einnig frá einum þeirra yfir 30 aðgerðasinna sem gistu á Austurvelli í nótt, til að ítreka kröfu Palestínumanna sem búa hér á landi um að stjórnvöld láti verða af fjölskyldusameiningum sem þegar hafa verið samþykktar. 

Einnig verður rætt við dósent við félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands, sem kynnti fyrir helgi niðurstöður skýrslu sem benda til þess að aðskilnaður í búsetu milli tekjuhópa fari vaxandi í Reykjavík. Hann segir þróun í átt að aukinni einangrun lágtekjuhópa varhugaverða.

Við segjum þá frá þungum fangelsisdómi Íslendings í Brasilíu, flugeld inni á skemmtistað í miðborg Reykjavíkur og mikilli uppbyggingu í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. 

Hádegisfréttirnar eru í beinni útsendingu klukkan 12 á Bylgjunni, og í spilaranum hér að ofan. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×