„Ég var drulluhrædd í heilt ár“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 9. janúar 2024 07:00 Í þættinum ræðir Hanna Birna um Lekamálið og þau gífurlega áhrif sem málið hafði fyrir hana, bæði pólitískt og persónulega. Vísir/Vilhelm „Eins undarlega og það hljómar, þá labba ég ekki framhjá innanríkisráðuneytinu. Ég fer ekki fyrir framan þetta hús. Ég get ekki labbað fyrir framan þetta hús. Ég bara get það ekki,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir fyrrum innanríkisráðherra. Í nýju viðtali lýsir hún augnablikinu þegar Gísli Freyr Valdórsson og eiginkona hans mættu tárvot á skrifstofu hennar og komu varla upp orði. Lekamálið kom upp í nóvember 2013 og varðaði innanríkisráðuneytið undir stjórn Hönnu Birnu. Málið náði hápunkti í nóvember ári seinna þegar Hanna Birna sagði af sér sem ráðherra eftir að Gísli Freyr Valdórsson aðstoðarmaður hennar játaði að hafa lekið trúnaðarupplýsingum í formi minnisblaðs um nígerískan hælisleitanda úr ráðuneytinu í fjölmiðla. Í nýjum þætti af Eftirmálum er þetta gífurlega umfangsmikla og hápólitíska mál tekið fyrir og ræða þær Nadine Guðrún Yaghi og Þórhildur Þorkelsdóttir við Hönnu Birnu um atburðarásina og þau gífurlega áhrif sem málið hafði fyrir hana bæði pólitískt og persónulega. Um er að ræða fyrsta þáttinn af sex í nýrri seríu af þessum vinsælu hlaðvarpsþáttum. Klippa: Lekamálið Í viðtalinu rifjar Hanna Birna meðal annars upp hvernig öryggi hennar var á þessum tíma stöðugt ógnað. Henni bárust lífslátshótanir og gengu ofsóknirnar svo langt að á tímabili þurfti lögreglan að hafa eftirlit með Hönnu Birnu og fjölskyldu hennar. Hún lýsir einnig viðbrögðum sínum þegar hún fékk þær fréttir að fyrrverandi aðstoðarmaður hennar hefði staðið að lekanum. Það hafi verið stærsta áfallið sem hún hafi orðið fyrir á sínum starfsferli. Frétt Fréttablaðsins kom málinu af stað Upphaf lekamálsins má í raun rekja allt til ársins 2011 en í október það ár kom Nígeríumaðurinn Tony Omos til Íslands frá Sviss sem flóttamaður og óskaði eftir hæli. Þegar hann sótti um hæli átti hann unnustu í Kanada sem einnig var frá Nígeríu og hafði hann greint frá því upprunalega að hann ætlaði sér að fara til hennar. Tony Omos. Útlendingastofnun synjaði beiðni hans og til stóð að senda hann aftur til Sviss en í nóvember sama ár samþykktu stjórnvöld þar í landi að taka við hælisumsókn hans á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Sú niðurstaða var kærð af talsmanni hans og efnislegrar meðferðar á umsókn hans var krafist. Innanríkisráðuneytið staðfesti loks í október 2013 að Omos fengi ekki hæli. Í kjölfar þess var krafist að Omos fengi að áfrýja til dómstóla. Auk þess hafði hann stöðu grunaðs manns í lögreglumálum í umdæmi Lögreglustjórans á Suðurnesjum en rannsókn hafði ekki verið lokið og beið Omos enn eftir að geta hreinsað nafn sitt. Boðað var að Omos yrði fluttur úr landi þann 19. nóvember árið 2013. en í kjölfar þess fór hann í felur. Samtökin No Borders boðuðu síðan mótmæli fyrir utan innanríkisráðuneytið þann 20. nóvember til stuðnings við Omos. Óformlegt minnisblað um Tony Omos var tekið saman þann 19. nóvember af skrifstofustjóra og lögfræðingi í innanríkisráðuneytinu og vistað á opnu drifi innanríkisráðuneytisins eftir að venjulegum vinnutíma lauk. Það var lesið yfir af tveimur öðrum lögfræðingum og síðan sent af skrifstofustjóra í tölvupósti til ráðherra, aðstoðarmanna hennar og ráðuneytisstjóra. Að morgni 20. nóvember birti Fréttablaðið trúnaðarupplýsingar um Tony Omos sem sneru að hælisbeiðni hans, tengsl hans við þrjár konur, faðerni hans að ófæddu barni og mögulegri aðild hans að mansali. Fréttin var byggð á upplýsingum sem Fréttablaðið hafði fengið úr óformlegu minnisblaði úr ráðuneytinu. Líkt og fram kemur í þætti Eftirmála var umrædd frétt í raun það sem hrundi lekamálinu af stað. Þennan sama dag neitaði annar aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur að minnisblaðið hefði komið úr ráðuneytinu. Í minnisblaðinu komu fram upplýsingar um hælisbeiðni Omos en einnig fullyrðingar að meint barnsmóðir Omos, Evelyn Glory Joseph, hafi haldið því fram að hún væri mannsalsfórnarlamb. Evelyn Glory Joseph mætti til að mótmæla ákvörðun innanríkisráðuneytisins í nóvember 2013.Vísir/Kristján Hjálmarsson Í minnisblaðinu var haldið fram að Omos væri grunaður um að hafa neytt hana til að halda því fram að hann væri faðir barns hennar til þess að fá hæli. Joseph átti hins vegar eftir að taka það fram síðar í fjölmiðlum að Omos hefði aldrei beitt hana neinum þrýstingi og ekkert hefði bent til þess þó að það hefði komið fram í minnisblaðinu. Fimm dögum eftir að umrædd frétt birtist í Fréttablaðinu óskuðu þingmenn Pírata eftir því að Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra yrði kölluð fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis vegna þess sem Píratar kölluðu „alvarlegan leka á persónuupplýsingum úr ráðuneytinu”. Öll spjótin beindust því að innanríkisráðherranum. Grunaði aldrei Gísla Frey „Ég áttaði mig á því þegar fer inn í málið að það er eitthvað í því sem að við gátum ekki skýrt,“ segir Hanna Birna í samtali við Eftirmála þegar hún rifjar upp atburðarásina sem hófst í október árið 2013 og átti svo sannarlega eftir að vinda upp á sig. „Það sem er líka flókið við þetta er að gagnið sem fer af stað er ekki skilgreint innan ráðuneytisins í upphafi sem trúnaðargagn. Þetta er minnisblað og það byrjar umræða: er þetta minnisblað eða eru þetta trúnaðargögn? Þannig að það var líka einhver flækja í því. Það sem flækti málið enn meira var að það var texti inni í þessu umrædda minnisblaði, eða trúnaðargagni, sem ekki var neins staðar til í ráðuneytinu. Það kom ekki í ljós fyrr en síðar að því hafði verið bætt við. Umræðan var alltaf pínu á skjön af því að við áttum okkur ekki einu sinni á því hvaðan ákveðinn texti kom. Við vorum að reyna að leita að upplýsingum sem sannarlega voru ekki til í ráðuneytinu.“ Gísli Freyr var kynntur til leiks sem annar aðstoðarmaður Hönnu Birnu þann 1. ágúst 2013. Þremur mánuðum síðar fór að hitna í kolunum. Gísli Freyr Valdórsson og Þórey Vilhjálmsdóttir voru aðstoðarmenn Hönnu á þessum tíma. Sjálf segist Hanna Birna hafa verið algjörlega sannfærð á sínum tíma um að gögnunum hefði ekki verið lekið innan úr ráðuneytinu. „Við getum sagt að það hafi verið barnalegt, eða ekki nægilega klókt af mér, það er hægt að útskýra það með allskonar hætti. En það gerist oft í samskiptum fólks, sem betur fer, að við treystum hvort öðru .Ég hafði unnið með Þórey í mjög langan tíma og ég þekkti Þórey betur en Gísla Frey. Þórey var aðstoðarmaðurinn sem kom fyrst inn með mér, og ég hafði aldrei nokkrar efasemdir um Þórey í þessu samhengi. Ég spurði Gísla Frey oftar og það var af því að ég þekkti hann síður,“ segir hún og bætir við á öðrum stað: „Ég grunaði Gísla Frey ekki um þetta. En kannski var eitthvað í undirmeðvitundinni; hann sagði mér það síðar að ég hefði spurt hann nánast daglega. Það getur verið að það segi eitthvað. En ég var algjörlega blind á það að þetta gæti komið úr mínu nánasta umhverfi. Svona mál eru þannig; ég græt fyrir framan þetta fólk. Við erum öll örmagna og miður okkur. Fjölskyldan mín er miður sín, maðurinn minn og foreldrar mínir, fjölskyldan mín. Ég var drulluhrædd í heilt ár.“ Óvíst er hvort í ljós hefði komið hver lak minnisblaðinu ef ekki hefði verið fyrir blaðamenn DV, þá Jóhann Pál Jóhannsson, nú þingmann Samfylkingarinnar, og Jón Bjarka Magnússon. Þeir gengu hart fram í umfjöllun sinni, kröfðust svara sem varð að lokum til þess að málið var upplýst og Gísli Freyr fékk dóm fyrir lekann. Þeir uppskáru Blaðamannaverðlaun ársins fyrir umfjöllun sína um Lekamálið. Mikið gekk á í fjölmiðlaumfjöllun sem var mikil. Þórey stefndi blaðamönnunum fyrir skrif þeirra en sættir náðust um síðir. Féllust þeir á greiðslu bóta, sögðust sjá eftir að hafa farið með rangt mál í viðeigandi frétt en sögðust stoltir af heildarumfjöllun sinni um Lekamálið. Vill ekki hætta að treysta Hanna Birna segir í Eftirmálum að þrátt fyrir að aðstoðarmaður hennar hafi brugðist trausti hennar þá vilji hún ekki draga þann lærdóm af þessu að maður eigi ekki að treysta fólki. „Ég spurði hann reglulega, en gaf ég honum rými til að útskýra fyrir mér? Það er ekkert víst. Kannski var ég ekki meðtækileg eða móttækileg fyrir þessu, það getur vel verið.“ Hún bætir við að á þessum tíma var hún búin að vera ráðherra í einungis sex mánuði og hafði aldrei setið á þingi áður. Hún var í erfiðri stöðu innan Sjálfstæðisflokksins og í erfiðri pólitískri stöðu. „Ef ég væri núna að horfa á þetta með allan tímann í heiminum og öðruvísi innréttuð og svona, þá hefði ég kannski séð þetta og kosið að sjá þetta. En ég kaus að sjá það góða í honum sem samstarfsmanni, og ég kaus að trúa honum, og þannig bara var það.“ Hún tekur einnig fram að á sínum tíma, þegar hún sagði af sér, þá hafi hún verið „búin á því aö öllu leyti“. „Andlega, líkamlega, að öllu leyti. Þetta er bara eins og hlaupa maraþon á hverjum degi.“ Líflátshótanir og lögreglueftirlit Viðbrögð Hönnu Birnu við lekanum og framkoma hennar við fjölmiðla, Alþingi, lögreglu og eftirlitsstofnanir á borð við Umboðsmann Alþingis voru eitt helsta bitbein Lekamálsins frá upphafi til enda. Hanna Birna segir að þegar hún líti til baka þá eigi hún auðvelt með að skilja fjölmiðlafárið sem skapaðist út af málinu á sínum tíma. „Í fyrsta lagi er þetta góð saga. Og sagan varð betri ef hún var þannig að ég vissi þetta. Það er sterkari saga að segja að ráðherrann er að hylma yfir heldur en að segja sannleikann í því. Þannig að ég skil alveg að þetta hafi verið saga og ég skil alveg að þetta hafi verið hálfgerð framhaldssaga, vegna þess að það var aftur og aftur einhver viðburður í því.“ Hún tekur fram að hún ætli ekki að víkja sér undan þeim gríðarlega fréttaflutningi sem var í kringum málið á þessum tíma. Hún dregur hins vegar línuna þegar kemur að grófum aðdróttunum og ofsóknum gagnvart henni og hennar nánustu fjölskyldu. „Ég ætla hins vegar að víkja mér undan því að mér eigi sem stjórnmálamanni, og það sé allt í lagi, að ég þurfi að vera hrædd um líf mitt í nokkra mánuði. Og ég ætla líka að víkja mér undan því og segja að það sé ekki í lagi í mínu samfélagi og okkar samfélagi að ég þurfi að eiga samtöl við börnin mín um að þau megi ekki opna hurðina heima hjá sér. Um að ég geti ekki farið niður í bæ án þess að það sé eftirlit með mér. Um það að fólki finnist í lagi að öskra á mig úti á götu hvort að börnin mín séu í lagi. Um að það sé í lagi að hlaupa á eftir mér og segjast ætla að drepa mig og enginn komi til varnar eða hjálpar. Að það sé hægt að setja myndir af mér á forsíður blaðanna skipti eftir skipti eftir skipti eins og ég sé glæpamaður. Ég ætla að víkja mér undan því.“ Heimilið var hlaðið öryggiskerfum Hanna Birna lýsir því í viðtalinu hvernig líf hennar og fjölskyldu hennar var á þessum tíma. Ástandið var á tímabili orðið svo óbærilegt að fjölskyldan þurfti nauðsynlega að fá lögregluvernd. Það var einfaldlega ekki um annað að ræða. Mitt líf var um tíma þannig að húsið mitt var allt með einhverjum öryggis- og varnarkerfum. Ég átti endalaust að láta vita af mér og það voru lögreglubílar hér og þar í nágrenni við mig. Í hvert skipti sem ég fór út á morgnana fylgdu mér bílar. „Ef ég fór niður í bæ þá var maður á eftir okkur; börnin mín voru að spyrja hvaða maður þetta væri sem væri alltaf á eftir okkur. Ég fékk endalausar hótanir, bæði í gegnum samfélagsmiðla, tölvupósta og smáskilaboð. Það var talað við mig af lögreglunni í tvígang um að það það þyrfti að hafa sérstakt eftirlit með mér. Mér fannst ég ekki hafa unnið til þess.“ Hún lýsir því einnig að undir lokin hafi mælirinn verið algjörlega fullur. Hanna Birna viðurkennir að hafa farið í vörn þegar Lekamálið kom upp. Það hefði reynst henni vel fram að því en líklega ekki í þessu máli.Vísir/Vilhelm „Ég var bara orðin hrikalega hrædd. Það getur vel verið að þetta hafi verið einhver yfirdrifin tilfinningasemi af minni hálfu eða ég hafi verið orðin eitthvað lítil í mér eftir þennan tíma. En á einhverjum tímapunkti er þetta orðið svo hrikalega óþægilegt að þú vilt bara hlaupa. Ég vildi bara komast í burtu, ég vildi bara komast út úr þessu. Ég vildi bara fá að vera í friði og taka utan um börnin mín og manninn minn. Þetta er ekkert gamanmál. Þetta er eitthvað sem er ógeðslega erfitt,“ segir Hann Birna og bætir við á öðrum stað: „Það endaði með því að ég og maðurinn minn settumst niður og sögðum: þetta er ekki í boði lengur. Þetta er ekki í boði fyrir börnin okkar, fyrir okkur, þetta er ekki líf sem við viljum. Hanna Birna tekur fram að hún sýni því virðingu og skilning að lekamálið hafði mikil tilfinningaleg áhrif á fjölda fólks. „Ég sýni því mjög mikla virðingu að það eru tilfinningar í kringum þetta mál. Fólkið sem varð fyrir þessu, ég er búin að biðja þau margsinnis afsökunar. Af því að þetta gerðist auðvitað á minni vakt. Það fóru út upplýsingar um fólk í viðkvæmri stöðu, á minni vakt. Það er ekkert sem breytir því og mér finnst það hræðilegt. Og ég baðst afsökunar aftur og aftur og aftur. Málið var alltaf mjög hlaðið tilfinningum og hlaðið réttlætiskennd fólks sem fannst þetta rangt. Og það er rétt.“ Hræðilega óþægileg stund Hún kveðst sjaldan hafa orðið fyrir jafn miklu áfalli og þegar hún fékk að vita að Gísli Freyr, fyrrum aðstoðarmaður hennar hefði staðið að lekanum. „Það var jafn mikið áfall fyrir mig og alla aðra. Það var stærsta áfall sem ég hef orðið fyrir á mínum starfsferli þegar því er lýst yfir. En það hvernig málið var og hvað það var viðkvæmt og sárt fyrir marga kallaði á þannig tilfinningar, eðlilega, að reiðin gagnvart mér og okkur var mjög mikil. Og hún var ekki bara mikil rétt áður en ég sagði af mér. Hún var mikil í miklu lengri tíma. Þannig að þetta ástand í kringum mig og okkur var svona meira og minna í heilt ár. Og það var ekkert alltaf í fjölmiðlum, þó svo að mörg þúsund fréttir hafi verið fluttar um það. Kannski er það rétt, og kannski er það rangt, en það er alveg sama hvaða stjórnmálamann þið talið við, við viljum ekki tala um þetta." Ég vildi ekki tala um þetta. Ég vildi líka bara fá að halda þessu fyrir mig. Ég var ekki að segja frá því í fjölmiðlum þegar ég fékk svona eða hins vegin símtöl eða sendingar. Hún rifjar einnig upp daginn sem hún fékk að vita að Gísli Freyr væri sá sem hefði lekið upplýsingunum. Það var deginum áður en það stóð til að hún, og aðrir starfsmenn ráðuneytisins færu fyrir dóm. Gísli Freyr sendi Hönnu Birnu sms og bað um að fá að hitta hana augliti til auglitis. Þau mæltu sér síðan mót í innanríkisráðuneytinu þennan sama dag. Seinna um daginn fékk hún að vita að Gísli Freyr væri mættur. „Ég opnaði hurðina og ég áttaði mig strax á því að eitthvað mikið var að, af því að hann kemur labbandi og hans yndislega kona með honum og þau eru bæði grátandi. Ég tek á móti honum og Þórey var með okkur líka. Hann sest niður og svo er þetta bara eins og í einhverju…ég veit ekki hverju. Hann kemur varla upp orði, getur varla talað. Og hann segir bara: „Þetta er ég. Þetta var ég.“ Það er það eina sem hann kemur upp í rauninni. Og ég skildi ekki einu sinni almennilega í fyrstu hvað hann var að tala um. Svo segir hann: „Það var ég sem lak skjalinu. Það er ég sem gerði þetta. Og ég get ekki gengið lengur í gegnum þetta. Ég get ekki meira af þessu.“ Aðspurð um viðbrögð sín segir Hanna Birna að þetta hafi verið hræðilegt áfall. „Ég var leið; ég var undrandi, ég var vonsvikin. Þetta var einstaklingur sem ég treysti. En þegar ég horfi til baka þá fann ég rosalega til með honum. Ég hafði einlægar áhyggjur af honum. Fyrir mér var þetta auðvitað það mikið áfall, en loksins skildi ég þó málið. Loksins var einhvern veginn púsluspilið komið fyrir framan mann, segir hún. „Þetta var áfall, þetta var vonbrigði og þetta var hræðilega óþægileg stund.“ Fannst hún hafa brugðist konum Hanna Birna fékk lengst af mikinn stuðning frá þingflokki Sjálfstæðisflokksins en staða hennar innan flokksins tók þó að veikjast eftir að Gísli Freyr var ákærður og síðan þegar hann játaði verknaðinn. Í desember árið 2014 tilkynnti hún um afsögn sína. Þegar afsögnin berst í tal segir Hanna Birna að það sé ekki víst að allir hefðu sagt af sér vegna þessa. En í hennar tilviki var það í raun óumflýjanlegt. „Mér fannst ég bara ekki geta meir. Hvenær gerðist það nákvæmlega? Bara mörgum sinnum í þessu ferli. Það bara hlóðst ofan á: „Ég er ekki lengur stjórnmálamaðurinn sem ég vil vera, ég hef brugðist.“ Hún bætir við að það sé staðreynd að konur sem starfa á vettvangi stjórnmála gera mistök eða bregðast trausti þá missi þær traust hjá konum yfirhöfuð. „Mér fannst ég hafa brugðist konum. Mér fannst ég vera kona sem hefði náð langt í stjórnmálum; mig langaði að gera vel og mér fannst ég hafa fengið fullt af tækifærum. Mér fannst þetta mál allt saman sýna fram á það að ég ætti að gera eitthvað annað.“ Hún segist aldrei hafa fundið fyrir beiskju eða biturð til fólks þegar kemur að afsögninni. „En ég fór, og ég fór alveg. Ég er ekki virkur þáttakandi í stjórnmálum með neinum hætti. Ég sem var með annan fótinn í Valhöll allan sólarhringinn, ég hef ekki komið þangað í langan tíma. Ég fer ekki á fundi, ég fer ekki á landsfund, ég tek engan þátt í stjórnmálum. Og hef ekki hugsað mér að gera það.“ Aðspurð segist Hanna Birna að vísu enn þá vera skráð í Sjálfstæðisflokkinn. „En ég tek engan þátt í starfi Sjálfstæðisflokkins. Og ég myndi ekki einu sinni gefa það upp hvað ég kýs þessa dagana." Hanna Birna ítrekar að hún gengst við sinni ábyrgð í málinu. „Það er eitt að hafa ekki vitað hvaðan gagnið kom sem var kveikjan að þessu öllu saman. En það er síðan annað, allt það sem á milli fer og þar ber ég fulla ábyrgð á og mikla ábyrgð." Þarna vorum við að fóta okkur inni í einhverju umhverfi, sem við reyndum að gera eins rétt og við gátum á hverjum tíma, og ég reyndi að gera það í samræmi við bestu vitneskju og bestu upplýsingar. En var það allt eins og best hefði verið? Nei. Steig af sviðinu og hefur ekki snúið aftur Sem fyrr segir eru tíu ár liðin frá því að Lekamálið komst í hámæli. Hanna Birna segir það ennþá vera sárt að rifja upp þennan tíma. Hún á ennþá erfitt með að tala um málið. Enn í dag getur hún ekki gengið fram hjá Innanríkisráðuneytinu án þess að vondar tilfinningar fari að sækja á hana. „Mér finnst þetta mál ennþá hræðilega erfitt. Mér finnst þetta sárt, mér finnst þetta erfitt. Ég sækist ekki eftir því að tala um það,“ segir hún. „Það gerðist bara eitthvað inni í mér í þessu máli. Mér fannst svo erfitt að fólk gæti einhvern veginn ekki trúað því að stundum gerist eitthvað í lífinu sem er erfitt að útskýra. Og stundum er rosalega erfitt að eiga við það einn með sjálfum sér, en getur verið hundrað sinnum erfiðara að eiga við það í beinni útsendingu." Og það kom mér svo á óvart að fólk sem ég þekkti, hvort sem það var úr kerfinu, úr stjórnmálum, almenningur eða fjölmiðlar, gæti ekki trúað því að ég vissi ekki. Og færi strax á þann vagn að halda að þetta væri eitthvað gríðarlegt pólitískt plan eða plott. Á öðrum stað segir Hanna Birna: „Svo er líka rosalega óþægilegt að átta sig á því að það sé í alvörunni til fólk sem trúir því að þú segir ósatt í heilt ár. Heldur fólk í alvörunni að ég hefði lagt þetta á mig og mína ef ég hefði vitað hvað þetta var? Halda menn í alvörunni að ég sé svo lítil manneskja að ég láti fólkið mitt ganga í gegnum þetta?“ Hún segir að þessi tími hafi verið þannig að hún gat aldrei vitað hvað myndi gerast næst. „Þetta var einhverskonar veruleiki þar sem allskonar hlutir, sem tengdust þessu máli ekki neitt, voru settir í samhengi við það, allskonar ákvarðanir sem ég tók voru settar í samhengi við það, allskonar hlutir sem ég hafði sagt eða gert voru tengdir þessu. Og þess vegna finnst mér enn þá erfitt að tala um þetta, ég bara missti pínu trúna á því sem ég hélt að ég vissi um fólk. Og það er ferlega vont.“ Hún tekur fram að það breyti þó engu hvað varðar hennar ábyrgð í málinu. „Það gerir mín mistök ekkert minni og gerir mína ábyrgð ekkert minni. Og ég axlaði hana með að fara. Og ég axlaði hana með því að fara algjörlega af þessum vettvangi,“ segir hún. Í dag er Hanna Birna stofnandi og stjórnarformaður Heimsþings kvenleiðtoga og starfar sem sérlegur ráðgjafi á aðalskrifstofu UN Women í New York. Hún segir margt hafa breyst í lífi sínu frá því hún fór úr íslenskum stjórnmálum. „Ég er búin að búa mikið erlendis síðan og er að sinna allt öðrum verkefnum. Fyrir mig hefur þetta verið tími mikilla breytinga, bæði pólitískt og persónulega,“ segir hún. „Ég steig algjörlega af sviðinu og hef aldrei vogað mér upp á það aftur.“ Af Tony Omos er það að frétta að hann býr í Reykjanesbæ. Íslenska ríkið var í janúar í fyrra dæmt til að greiða honum 1,5 milljónir í skaðabætur vegna einangrunarvistar og gæsluvarðhalds sem hann sætti árið 2012. Lekamálið Eftirmál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent Fleiri fréttir Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Sjá meira
Lekamálið kom upp í nóvember 2013 og varðaði innanríkisráðuneytið undir stjórn Hönnu Birnu. Málið náði hápunkti í nóvember ári seinna þegar Hanna Birna sagði af sér sem ráðherra eftir að Gísli Freyr Valdórsson aðstoðarmaður hennar játaði að hafa lekið trúnaðarupplýsingum í formi minnisblaðs um nígerískan hælisleitanda úr ráðuneytinu í fjölmiðla. Í nýjum þætti af Eftirmálum er þetta gífurlega umfangsmikla og hápólitíska mál tekið fyrir og ræða þær Nadine Guðrún Yaghi og Þórhildur Þorkelsdóttir við Hönnu Birnu um atburðarásina og þau gífurlega áhrif sem málið hafði fyrir hana bæði pólitískt og persónulega. Um er að ræða fyrsta þáttinn af sex í nýrri seríu af þessum vinsælu hlaðvarpsþáttum. Klippa: Lekamálið Í viðtalinu rifjar Hanna Birna meðal annars upp hvernig öryggi hennar var á þessum tíma stöðugt ógnað. Henni bárust lífslátshótanir og gengu ofsóknirnar svo langt að á tímabili þurfti lögreglan að hafa eftirlit með Hönnu Birnu og fjölskyldu hennar. Hún lýsir einnig viðbrögðum sínum þegar hún fékk þær fréttir að fyrrverandi aðstoðarmaður hennar hefði staðið að lekanum. Það hafi verið stærsta áfallið sem hún hafi orðið fyrir á sínum starfsferli. Frétt Fréttablaðsins kom málinu af stað Upphaf lekamálsins má í raun rekja allt til ársins 2011 en í október það ár kom Nígeríumaðurinn Tony Omos til Íslands frá Sviss sem flóttamaður og óskaði eftir hæli. Þegar hann sótti um hæli átti hann unnustu í Kanada sem einnig var frá Nígeríu og hafði hann greint frá því upprunalega að hann ætlaði sér að fara til hennar. Tony Omos. Útlendingastofnun synjaði beiðni hans og til stóð að senda hann aftur til Sviss en í nóvember sama ár samþykktu stjórnvöld þar í landi að taka við hælisumsókn hans á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Sú niðurstaða var kærð af talsmanni hans og efnislegrar meðferðar á umsókn hans var krafist. Innanríkisráðuneytið staðfesti loks í október 2013 að Omos fengi ekki hæli. Í kjölfar þess var krafist að Omos fengi að áfrýja til dómstóla. Auk þess hafði hann stöðu grunaðs manns í lögreglumálum í umdæmi Lögreglustjórans á Suðurnesjum en rannsókn hafði ekki verið lokið og beið Omos enn eftir að geta hreinsað nafn sitt. Boðað var að Omos yrði fluttur úr landi þann 19. nóvember árið 2013. en í kjölfar þess fór hann í felur. Samtökin No Borders boðuðu síðan mótmæli fyrir utan innanríkisráðuneytið þann 20. nóvember til stuðnings við Omos. Óformlegt minnisblað um Tony Omos var tekið saman þann 19. nóvember af skrifstofustjóra og lögfræðingi í innanríkisráðuneytinu og vistað á opnu drifi innanríkisráðuneytisins eftir að venjulegum vinnutíma lauk. Það var lesið yfir af tveimur öðrum lögfræðingum og síðan sent af skrifstofustjóra í tölvupósti til ráðherra, aðstoðarmanna hennar og ráðuneytisstjóra. Að morgni 20. nóvember birti Fréttablaðið trúnaðarupplýsingar um Tony Omos sem sneru að hælisbeiðni hans, tengsl hans við þrjár konur, faðerni hans að ófæddu barni og mögulegri aðild hans að mansali. Fréttin var byggð á upplýsingum sem Fréttablaðið hafði fengið úr óformlegu minnisblaði úr ráðuneytinu. Líkt og fram kemur í þætti Eftirmála var umrædd frétt í raun það sem hrundi lekamálinu af stað. Þennan sama dag neitaði annar aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur að minnisblaðið hefði komið úr ráðuneytinu. Í minnisblaðinu komu fram upplýsingar um hælisbeiðni Omos en einnig fullyrðingar að meint barnsmóðir Omos, Evelyn Glory Joseph, hafi haldið því fram að hún væri mannsalsfórnarlamb. Evelyn Glory Joseph mætti til að mótmæla ákvörðun innanríkisráðuneytisins í nóvember 2013.Vísir/Kristján Hjálmarsson Í minnisblaðinu var haldið fram að Omos væri grunaður um að hafa neytt hana til að halda því fram að hann væri faðir barns hennar til þess að fá hæli. Joseph átti hins vegar eftir að taka það fram síðar í fjölmiðlum að Omos hefði aldrei beitt hana neinum þrýstingi og ekkert hefði bent til þess þó að það hefði komið fram í minnisblaðinu. Fimm dögum eftir að umrædd frétt birtist í Fréttablaðinu óskuðu þingmenn Pírata eftir því að Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra yrði kölluð fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis vegna þess sem Píratar kölluðu „alvarlegan leka á persónuupplýsingum úr ráðuneytinu”. Öll spjótin beindust því að innanríkisráðherranum. Grunaði aldrei Gísla Frey „Ég áttaði mig á því þegar fer inn í málið að það er eitthvað í því sem að við gátum ekki skýrt,“ segir Hanna Birna í samtali við Eftirmála þegar hún rifjar upp atburðarásina sem hófst í október árið 2013 og átti svo sannarlega eftir að vinda upp á sig. „Það sem er líka flókið við þetta er að gagnið sem fer af stað er ekki skilgreint innan ráðuneytisins í upphafi sem trúnaðargagn. Þetta er minnisblað og það byrjar umræða: er þetta minnisblað eða eru þetta trúnaðargögn? Þannig að það var líka einhver flækja í því. Það sem flækti málið enn meira var að það var texti inni í þessu umrædda minnisblaði, eða trúnaðargagni, sem ekki var neins staðar til í ráðuneytinu. Það kom ekki í ljós fyrr en síðar að því hafði verið bætt við. Umræðan var alltaf pínu á skjön af því að við áttum okkur ekki einu sinni á því hvaðan ákveðinn texti kom. Við vorum að reyna að leita að upplýsingum sem sannarlega voru ekki til í ráðuneytinu.“ Gísli Freyr var kynntur til leiks sem annar aðstoðarmaður Hönnu Birnu þann 1. ágúst 2013. Þremur mánuðum síðar fór að hitna í kolunum. Gísli Freyr Valdórsson og Þórey Vilhjálmsdóttir voru aðstoðarmenn Hönnu á þessum tíma. Sjálf segist Hanna Birna hafa verið algjörlega sannfærð á sínum tíma um að gögnunum hefði ekki verið lekið innan úr ráðuneytinu. „Við getum sagt að það hafi verið barnalegt, eða ekki nægilega klókt af mér, það er hægt að útskýra það með allskonar hætti. En það gerist oft í samskiptum fólks, sem betur fer, að við treystum hvort öðru .Ég hafði unnið með Þórey í mjög langan tíma og ég þekkti Þórey betur en Gísla Frey. Þórey var aðstoðarmaðurinn sem kom fyrst inn með mér, og ég hafði aldrei nokkrar efasemdir um Þórey í þessu samhengi. Ég spurði Gísla Frey oftar og það var af því að ég þekkti hann síður,“ segir hún og bætir við á öðrum stað: „Ég grunaði Gísla Frey ekki um þetta. En kannski var eitthvað í undirmeðvitundinni; hann sagði mér það síðar að ég hefði spurt hann nánast daglega. Það getur verið að það segi eitthvað. En ég var algjörlega blind á það að þetta gæti komið úr mínu nánasta umhverfi. Svona mál eru þannig; ég græt fyrir framan þetta fólk. Við erum öll örmagna og miður okkur. Fjölskyldan mín er miður sín, maðurinn minn og foreldrar mínir, fjölskyldan mín. Ég var drulluhrædd í heilt ár.“ Óvíst er hvort í ljós hefði komið hver lak minnisblaðinu ef ekki hefði verið fyrir blaðamenn DV, þá Jóhann Pál Jóhannsson, nú þingmann Samfylkingarinnar, og Jón Bjarka Magnússon. Þeir gengu hart fram í umfjöllun sinni, kröfðust svara sem varð að lokum til þess að málið var upplýst og Gísli Freyr fékk dóm fyrir lekann. Þeir uppskáru Blaðamannaverðlaun ársins fyrir umfjöllun sína um Lekamálið. Mikið gekk á í fjölmiðlaumfjöllun sem var mikil. Þórey stefndi blaðamönnunum fyrir skrif þeirra en sættir náðust um síðir. Féllust þeir á greiðslu bóta, sögðust sjá eftir að hafa farið með rangt mál í viðeigandi frétt en sögðust stoltir af heildarumfjöllun sinni um Lekamálið. Vill ekki hætta að treysta Hanna Birna segir í Eftirmálum að þrátt fyrir að aðstoðarmaður hennar hafi brugðist trausti hennar þá vilji hún ekki draga þann lærdóm af þessu að maður eigi ekki að treysta fólki. „Ég spurði hann reglulega, en gaf ég honum rými til að útskýra fyrir mér? Það er ekkert víst. Kannski var ég ekki meðtækileg eða móttækileg fyrir þessu, það getur vel verið.“ Hún bætir við að á þessum tíma var hún búin að vera ráðherra í einungis sex mánuði og hafði aldrei setið á þingi áður. Hún var í erfiðri stöðu innan Sjálfstæðisflokksins og í erfiðri pólitískri stöðu. „Ef ég væri núna að horfa á þetta með allan tímann í heiminum og öðruvísi innréttuð og svona, þá hefði ég kannski séð þetta og kosið að sjá þetta. En ég kaus að sjá það góða í honum sem samstarfsmanni, og ég kaus að trúa honum, og þannig bara var það.“ Hún tekur einnig fram að á sínum tíma, þegar hún sagði af sér, þá hafi hún verið „búin á því aö öllu leyti“. „Andlega, líkamlega, að öllu leyti. Þetta er bara eins og hlaupa maraþon á hverjum degi.“ Líflátshótanir og lögreglueftirlit Viðbrögð Hönnu Birnu við lekanum og framkoma hennar við fjölmiðla, Alþingi, lögreglu og eftirlitsstofnanir á borð við Umboðsmann Alþingis voru eitt helsta bitbein Lekamálsins frá upphafi til enda. Hanna Birna segir að þegar hún líti til baka þá eigi hún auðvelt með að skilja fjölmiðlafárið sem skapaðist út af málinu á sínum tíma. „Í fyrsta lagi er þetta góð saga. Og sagan varð betri ef hún var þannig að ég vissi þetta. Það er sterkari saga að segja að ráðherrann er að hylma yfir heldur en að segja sannleikann í því. Þannig að ég skil alveg að þetta hafi verið saga og ég skil alveg að þetta hafi verið hálfgerð framhaldssaga, vegna þess að það var aftur og aftur einhver viðburður í því.“ Hún tekur fram að hún ætli ekki að víkja sér undan þeim gríðarlega fréttaflutningi sem var í kringum málið á þessum tíma. Hún dregur hins vegar línuna þegar kemur að grófum aðdróttunum og ofsóknum gagnvart henni og hennar nánustu fjölskyldu. „Ég ætla hins vegar að víkja mér undan því að mér eigi sem stjórnmálamanni, og það sé allt í lagi, að ég þurfi að vera hrædd um líf mitt í nokkra mánuði. Og ég ætla líka að víkja mér undan því og segja að það sé ekki í lagi í mínu samfélagi og okkar samfélagi að ég þurfi að eiga samtöl við börnin mín um að þau megi ekki opna hurðina heima hjá sér. Um að ég geti ekki farið niður í bæ án þess að það sé eftirlit með mér. Um það að fólki finnist í lagi að öskra á mig úti á götu hvort að börnin mín séu í lagi. Um að það sé í lagi að hlaupa á eftir mér og segjast ætla að drepa mig og enginn komi til varnar eða hjálpar. Að það sé hægt að setja myndir af mér á forsíður blaðanna skipti eftir skipti eftir skipti eins og ég sé glæpamaður. Ég ætla að víkja mér undan því.“ Heimilið var hlaðið öryggiskerfum Hanna Birna lýsir því í viðtalinu hvernig líf hennar og fjölskyldu hennar var á þessum tíma. Ástandið var á tímabili orðið svo óbærilegt að fjölskyldan þurfti nauðsynlega að fá lögregluvernd. Það var einfaldlega ekki um annað að ræða. Mitt líf var um tíma þannig að húsið mitt var allt með einhverjum öryggis- og varnarkerfum. Ég átti endalaust að láta vita af mér og það voru lögreglubílar hér og þar í nágrenni við mig. Í hvert skipti sem ég fór út á morgnana fylgdu mér bílar. „Ef ég fór niður í bæ þá var maður á eftir okkur; börnin mín voru að spyrja hvaða maður þetta væri sem væri alltaf á eftir okkur. Ég fékk endalausar hótanir, bæði í gegnum samfélagsmiðla, tölvupósta og smáskilaboð. Það var talað við mig af lögreglunni í tvígang um að það það þyrfti að hafa sérstakt eftirlit með mér. Mér fannst ég ekki hafa unnið til þess.“ Hún lýsir því einnig að undir lokin hafi mælirinn verið algjörlega fullur. Hanna Birna viðurkennir að hafa farið í vörn þegar Lekamálið kom upp. Það hefði reynst henni vel fram að því en líklega ekki í þessu máli.Vísir/Vilhelm „Ég var bara orðin hrikalega hrædd. Það getur vel verið að þetta hafi verið einhver yfirdrifin tilfinningasemi af minni hálfu eða ég hafi verið orðin eitthvað lítil í mér eftir þennan tíma. En á einhverjum tímapunkti er þetta orðið svo hrikalega óþægilegt að þú vilt bara hlaupa. Ég vildi bara komast í burtu, ég vildi bara komast út úr þessu. Ég vildi bara fá að vera í friði og taka utan um börnin mín og manninn minn. Þetta er ekkert gamanmál. Þetta er eitthvað sem er ógeðslega erfitt,“ segir Hann Birna og bætir við á öðrum stað: „Það endaði með því að ég og maðurinn minn settumst niður og sögðum: þetta er ekki í boði lengur. Þetta er ekki í boði fyrir börnin okkar, fyrir okkur, þetta er ekki líf sem við viljum. Hanna Birna tekur fram að hún sýni því virðingu og skilning að lekamálið hafði mikil tilfinningaleg áhrif á fjölda fólks. „Ég sýni því mjög mikla virðingu að það eru tilfinningar í kringum þetta mál. Fólkið sem varð fyrir þessu, ég er búin að biðja þau margsinnis afsökunar. Af því að þetta gerðist auðvitað á minni vakt. Það fóru út upplýsingar um fólk í viðkvæmri stöðu, á minni vakt. Það er ekkert sem breytir því og mér finnst það hræðilegt. Og ég baðst afsökunar aftur og aftur og aftur. Málið var alltaf mjög hlaðið tilfinningum og hlaðið réttlætiskennd fólks sem fannst þetta rangt. Og það er rétt.“ Hræðilega óþægileg stund Hún kveðst sjaldan hafa orðið fyrir jafn miklu áfalli og þegar hún fékk að vita að Gísli Freyr, fyrrum aðstoðarmaður hennar hefði staðið að lekanum. „Það var jafn mikið áfall fyrir mig og alla aðra. Það var stærsta áfall sem ég hef orðið fyrir á mínum starfsferli þegar því er lýst yfir. En það hvernig málið var og hvað það var viðkvæmt og sárt fyrir marga kallaði á þannig tilfinningar, eðlilega, að reiðin gagnvart mér og okkur var mjög mikil. Og hún var ekki bara mikil rétt áður en ég sagði af mér. Hún var mikil í miklu lengri tíma. Þannig að þetta ástand í kringum mig og okkur var svona meira og minna í heilt ár. Og það var ekkert alltaf í fjölmiðlum, þó svo að mörg þúsund fréttir hafi verið fluttar um það. Kannski er það rétt, og kannski er það rangt, en það er alveg sama hvaða stjórnmálamann þið talið við, við viljum ekki tala um þetta." Ég vildi ekki tala um þetta. Ég vildi líka bara fá að halda þessu fyrir mig. Ég var ekki að segja frá því í fjölmiðlum þegar ég fékk svona eða hins vegin símtöl eða sendingar. Hún rifjar einnig upp daginn sem hún fékk að vita að Gísli Freyr væri sá sem hefði lekið upplýsingunum. Það var deginum áður en það stóð til að hún, og aðrir starfsmenn ráðuneytisins færu fyrir dóm. Gísli Freyr sendi Hönnu Birnu sms og bað um að fá að hitta hana augliti til auglitis. Þau mæltu sér síðan mót í innanríkisráðuneytinu þennan sama dag. Seinna um daginn fékk hún að vita að Gísli Freyr væri mættur. „Ég opnaði hurðina og ég áttaði mig strax á því að eitthvað mikið var að, af því að hann kemur labbandi og hans yndislega kona með honum og þau eru bæði grátandi. Ég tek á móti honum og Þórey var með okkur líka. Hann sest niður og svo er þetta bara eins og í einhverju…ég veit ekki hverju. Hann kemur varla upp orði, getur varla talað. Og hann segir bara: „Þetta er ég. Þetta var ég.“ Það er það eina sem hann kemur upp í rauninni. Og ég skildi ekki einu sinni almennilega í fyrstu hvað hann var að tala um. Svo segir hann: „Það var ég sem lak skjalinu. Það er ég sem gerði þetta. Og ég get ekki gengið lengur í gegnum þetta. Ég get ekki meira af þessu.“ Aðspurð um viðbrögð sín segir Hanna Birna að þetta hafi verið hræðilegt áfall. „Ég var leið; ég var undrandi, ég var vonsvikin. Þetta var einstaklingur sem ég treysti. En þegar ég horfi til baka þá fann ég rosalega til með honum. Ég hafði einlægar áhyggjur af honum. Fyrir mér var þetta auðvitað það mikið áfall, en loksins skildi ég þó málið. Loksins var einhvern veginn púsluspilið komið fyrir framan mann, segir hún. „Þetta var áfall, þetta var vonbrigði og þetta var hræðilega óþægileg stund.“ Fannst hún hafa brugðist konum Hanna Birna fékk lengst af mikinn stuðning frá þingflokki Sjálfstæðisflokksins en staða hennar innan flokksins tók þó að veikjast eftir að Gísli Freyr var ákærður og síðan þegar hann játaði verknaðinn. Í desember árið 2014 tilkynnti hún um afsögn sína. Þegar afsögnin berst í tal segir Hanna Birna að það sé ekki víst að allir hefðu sagt af sér vegna þessa. En í hennar tilviki var það í raun óumflýjanlegt. „Mér fannst ég bara ekki geta meir. Hvenær gerðist það nákvæmlega? Bara mörgum sinnum í þessu ferli. Það bara hlóðst ofan á: „Ég er ekki lengur stjórnmálamaðurinn sem ég vil vera, ég hef brugðist.“ Hún bætir við að það sé staðreynd að konur sem starfa á vettvangi stjórnmála gera mistök eða bregðast trausti þá missi þær traust hjá konum yfirhöfuð. „Mér fannst ég hafa brugðist konum. Mér fannst ég vera kona sem hefði náð langt í stjórnmálum; mig langaði að gera vel og mér fannst ég hafa fengið fullt af tækifærum. Mér fannst þetta mál allt saman sýna fram á það að ég ætti að gera eitthvað annað.“ Hún segist aldrei hafa fundið fyrir beiskju eða biturð til fólks þegar kemur að afsögninni. „En ég fór, og ég fór alveg. Ég er ekki virkur þáttakandi í stjórnmálum með neinum hætti. Ég sem var með annan fótinn í Valhöll allan sólarhringinn, ég hef ekki komið þangað í langan tíma. Ég fer ekki á fundi, ég fer ekki á landsfund, ég tek engan þátt í stjórnmálum. Og hef ekki hugsað mér að gera það.“ Aðspurð segist Hanna Birna að vísu enn þá vera skráð í Sjálfstæðisflokkinn. „En ég tek engan þátt í starfi Sjálfstæðisflokkins. Og ég myndi ekki einu sinni gefa það upp hvað ég kýs þessa dagana." Hanna Birna ítrekar að hún gengst við sinni ábyrgð í málinu. „Það er eitt að hafa ekki vitað hvaðan gagnið kom sem var kveikjan að þessu öllu saman. En það er síðan annað, allt það sem á milli fer og þar ber ég fulla ábyrgð á og mikla ábyrgð." Þarna vorum við að fóta okkur inni í einhverju umhverfi, sem við reyndum að gera eins rétt og við gátum á hverjum tíma, og ég reyndi að gera það í samræmi við bestu vitneskju og bestu upplýsingar. En var það allt eins og best hefði verið? Nei. Steig af sviðinu og hefur ekki snúið aftur Sem fyrr segir eru tíu ár liðin frá því að Lekamálið komst í hámæli. Hanna Birna segir það ennþá vera sárt að rifja upp þennan tíma. Hún á ennþá erfitt með að tala um málið. Enn í dag getur hún ekki gengið fram hjá Innanríkisráðuneytinu án þess að vondar tilfinningar fari að sækja á hana. „Mér finnst þetta mál ennþá hræðilega erfitt. Mér finnst þetta sárt, mér finnst þetta erfitt. Ég sækist ekki eftir því að tala um það,“ segir hún. „Það gerðist bara eitthvað inni í mér í þessu máli. Mér fannst svo erfitt að fólk gæti einhvern veginn ekki trúað því að stundum gerist eitthvað í lífinu sem er erfitt að útskýra. Og stundum er rosalega erfitt að eiga við það einn með sjálfum sér, en getur verið hundrað sinnum erfiðara að eiga við það í beinni útsendingu." Og það kom mér svo á óvart að fólk sem ég þekkti, hvort sem það var úr kerfinu, úr stjórnmálum, almenningur eða fjölmiðlar, gæti ekki trúað því að ég vissi ekki. Og færi strax á þann vagn að halda að þetta væri eitthvað gríðarlegt pólitískt plan eða plott. Á öðrum stað segir Hanna Birna: „Svo er líka rosalega óþægilegt að átta sig á því að það sé í alvörunni til fólk sem trúir því að þú segir ósatt í heilt ár. Heldur fólk í alvörunni að ég hefði lagt þetta á mig og mína ef ég hefði vitað hvað þetta var? Halda menn í alvörunni að ég sé svo lítil manneskja að ég láti fólkið mitt ganga í gegnum þetta?“ Hún segir að þessi tími hafi verið þannig að hún gat aldrei vitað hvað myndi gerast næst. „Þetta var einhverskonar veruleiki þar sem allskonar hlutir, sem tengdust þessu máli ekki neitt, voru settir í samhengi við það, allskonar ákvarðanir sem ég tók voru settar í samhengi við það, allskonar hlutir sem ég hafði sagt eða gert voru tengdir þessu. Og þess vegna finnst mér enn þá erfitt að tala um þetta, ég bara missti pínu trúna á því sem ég hélt að ég vissi um fólk. Og það er ferlega vont.“ Hún tekur fram að það breyti þó engu hvað varðar hennar ábyrgð í málinu. „Það gerir mín mistök ekkert minni og gerir mína ábyrgð ekkert minni. Og ég axlaði hana með að fara. Og ég axlaði hana með því að fara algjörlega af þessum vettvangi,“ segir hún. Í dag er Hanna Birna stofnandi og stjórnarformaður Heimsþings kvenleiðtoga og starfar sem sérlegur ráðgjafi á aðalskrifstofu UN Women í New York. Hún segir margt hafa breyst í lífi sínu frá því hún fór úr íslenskum stjórnmálum. „Ég er búin að búa mikið erlendis síðan og er að sinna allt öðrum verkefnum. Fyrir mig hefur þetta verið tími mikilla breytinga, bæði pólitískt og persónulega,“ segir hún. „Ég steig algjörlega af sviðinu og hef aldrei vogað mér upp á það aftur.“ Af Tony Omos er það að frétta að hann býr í Reykjanesbæ. Íslenska ríkið var í janúar í fyrra dæmt til að greiða honum 1,5 milljónir í skaðabætur vegna einangrunarvistar og gæsluvarðhalds sem hann sætti árið 2012.
Lekamálið Eftirmál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent Fleiri fréttir Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Sjá meira