Rétturinn til að hvílast Sandra B. Franks skrifar 9. janúar 2024 08:00 Ein af mikilvægustu réttindum vinnuréttarins er hvíldartími starfsfólks. Verkalýðshreyfingin hafði mikið fyrir því að tryggja þennan grundvallarrétt. Þá hefur Evrópusambandið sett sérstaka vinnuréttartilskipun sem gildir einnig hér á landi. Markmið tilskipunarinnar er að setja lágmarkskröfur að umbótum, einkum því sem varðar starfsumhverfi, meðal annars til að tryggja öryggi og heilsuvernd launafólks. Vísbendingar eru um að íslensk stjórnvöld og einstaka stofnanir uppfylli ekki umrædda tilskipun. Í nýlegu áliti eftirlitsstofnunar EFTA frá 7. desember 2022, er athygli íslenskra stjórnvalda vakin á því að ekki hafi verið staðið rétt að málum við innleiðingu á vinnutímatilskipuninni og í því sambandi vísað til dómsniðurstöðu Evrópudómstólsins nr. C-55/18. Í dómnum er fjallað um skyldu atvinnurekanda um að virða reglur tilskipunarinnar. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að vinnuveitendum er skylt að hafa skráningarkerfi fyrir vinnutíma starfsfólks. Þessi skylda endurspeglast síðan meðal annars í lögum nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Þar er fjallað um skyldu atvinnurekenda til að skipuleggja vinnu þannig að ákvæði laga og kjarasamninga um hvíldartíma séu virt. Kjarninn í þessu framangreinda áliti eftirlitsstofnunar EFTA og í dómi Evrópudómstólsins er að hvíldartími eru grundvallarréttindi í vinnurétti. Það eru því ríkar skyldur lagðar á vinnuveitanda að tryggja að þessi réttur og þar með talinn frítökuréttur, sé virtur. Jafnframt hvílir sú skylda á vinnuveitanda að halda utan um og upplýsa starfsfólk um áunninn en ótekinn frítökurétt á hverjum tíma. Ábyrgð vinnuveitanda Við hjá Sjúkraliðafélagi Íslands fáum ítrekað til okkar mál þar sem heilbrigðisstofnanir halda illa utan um frítökurétt sjúkraliða og hafna jafnvel réttindum þeirra um frítöku. Þegar gengið er á eftir þessum grundvallar réttindum er bent á að sjúkraliði hefði ekki átt að mæta til vinnu í samræmi við fyrirliggjandi vaktskrá þar sem tilskyldum lágmarkshvíldartíma milli vakta var ekki náð. Ljóst er að starfsumhverfi sjúkraliða byggir á vaktavinnu. Skipulag vinnutíma er í samræmi við þarfir og sérstakar óskir stofnunarinnar sem sett er fram í vaktaskýrslu. Til að skipuleggja starfsemina þarf að tryggja mönnun fagfólks í heilbrigðisþjónustunni sem mætir til starfa í samræmi við vaktaskýrslu sem stofnunin hefur sett fram. Í samræmi við ákvæði kjarasamninga er vaktaskýrslan, sem er í raun sérstök beiðni vinnuveitenda eftir vinnuframlagi, lögð fram með eins mánaðar fyrirvara. Sjúkraliðar eru vinnusamir og mæta iðulega í samræmi við fyrirliggjandi vaktaskýrslu þar sem gert er ráð fyrir þeim til vinnu þrátt fyrir skerta hvíld. Ef sjúkraliði mætir ekki í samræmi við fyrirliggjandi vaktaskýrslu þar sem gert er ráð fyrir honum, þá er það vinnustaðarins að tryggja að annar komi í hans stað. Staðreyndin er hins vegar sú að slíkt verklag er ekki viðhaft í heilbrigðisþjónustunni, heldur er undantekningarlaust gert ráð fyrir að sjúkraliði mæti í samræmi við fyrirliggjandi vaktaskýrslu. Þó heimilt sé að stytta samfelldan hvíldartíma í allt að átta klukkustundir þegar eðli starfseminnar eða sérstakar aðstæður koma upp á. Þá er stenst það ekki að móta reglu sem gengur framar lögbundnum rétti sjúkraliða að „fá samsvarandi hvíldatíma síðar“. Rétturinn til frítöku er til staðar burtséð frá því, enda er vaktaskipulag á vinnutíma alltaf á ábyrgð vinnuveitanda. Höfundur er lögfræðingur og formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ein af mikilvægustu réttindum vinnuréttarins er hvíldartími starfsfólks. Verkalýðshreyfingin hafði mikið fyrir því að tryggja þennan grundvallarrétt. Þá hefur Evrópusambandið sett sérstaka vinnuréttartilskipun sem gildir einnig hér á landi. Markmið tilskipunarinnar er að setja lágmarkskröfur að umbótum, einkum því sem varðar starfsumhverfi, meðal annars til að tryggja öryggi og heilsuvernd launafólks. Vísbendingar eru um að íslensk stjórnvöld og einstaka stofnanir uppfylli ekki umrædda tilskipun. Í nýlegu áliti eftirlitsstofnunar EFTA frá 7. desember 2022, er athygli íslenskra stjórnvalda vakin á því að ekki hafi verið staðið rétt að málum við innleiðingu á vinnutímatilskipuninni og í því sambandi vísað til dómsniðurstöðu Evrópudómstólsins nr. C-55/18. Í dómnum er fjallað um skyldu atvinnurekanda um að virða reglur tilskipunarinnar. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að vinnuveitendum er skylt að hafa skráningarkerfi fyrir vinnutíma starfsfólks. Þessi skylda endurspeglast síðan meðal annars í lögum nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Þar er fjallað um skyldu atvinnurekenda til að skipuleggja vinnu þannig að ákvæði laga og kjarasamninga um hvíldartíma séu virt. Kjarninn í þessu framangreinda áliti eftirlitsstofnunar EFTA og í dómi Evrópudómstólsins er að hvíldartími eru grundvallarréttindi í vinnurétti. Það eru því ríkar skyldur lagðar á vinnuveitanda að tryggja að þessi réttur og þar með talinn frítökuréttur, sé virtur. Jafnframt hvílir sú skylda á vinnuveitanda að halda utan um og upplýsa starfsfólk um áunninn en ótekinn frítökurétt á hverjum tíma. Ábyrgð vinnuveitanda Við hjá Sjúkraliðafélagi Íslands fáum ítrekað til okkar mál þar sem heilbrigðisstofnanir halda illa utan um frítökurétt sjúkraliða og hafna jafnvel réttindum þeirra um frítöku. Þegar gengið er á eftir þessum grundvallar réttindum er bent á að sjúkraliði hefði ekki átt að mæta til vinnu í samræmi við fyrirliggjandi vaktskrá þar sem tilskyldum lágmarkshvíldartíma milli vakta var ekki náð. Ljóst er að starfsumhverfi sjúkraliða byggir á vaktavinnu. Skipulag vinnutíma er í samræmi við þarfir og sérstakar óskir stofnunarinnar sem sett er fram í vaktaskýrslu. Til að skipuleggja starfsemina þarf að tryggja mönnun fagfólks í heilbrigðisþjónustunni sem mætir til starfa í samræmi við vaktaskýrslu sem stofnunin hefur sett fram. Í samræmi við ákvæði kjarasamninga er vaktaskýrslan, sem er í raun sérstök beiðni vinnuveitenda eftir vinnuframlagi, lögð fram með eins mánaðar fyrirvara. Sjúkraliðar eru vinnusamir og mæta iðulega í samræmi við fyrirliggjandi vaktaskýrslu þar sem gert er ráð fyrir þeim til vinnu þrátt fyrir skerta hvíld. Ef sjúkraliði mætir ekki í samræmi við fyrirliggjandi vaktaskýrslu þar sem gert er ráð fyrir honum, þá er það vinnustaðarins að tryggja að annar komi í hans stað. Staðreyndin er hins vegar sú að slíkt verklag er ekki viðhaft í heilbrigðisþjónustunni, heldur er undantekningarlaust gert ráð fyrir að sjúkraliði mæti í samræmi við fyrirliggjandi vaktaskýrslu. Þó heimilt sé að stytta samfelldan hvíldartíma í allt að átta klukkustundir þegar eðli starfseminnar eða sérstakar aðstæður koma upp á. Þá er stenst það ekki að móta reglu sem gengur framar lögbundnum rétti sjúkraliða að „fá samsvarandi hvíldatíma síðar“. Rétturinn til frítöku er til staðar burtséð frá því, enda er vaktaskipulag á vinnutíma alltaf á ábyrgð vinnuveitanda. Höfundur er lögfræðingur og formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun