Rétturinn til að hvílast Sandra B. Franks skrifar 9. janúar 2024 08:00 Ein af mikilvægustu réttindum vinnuréttarins er hvíldartími starfsfólks. Verkalýðshreyfingin hafði mikið fyrir því að tryggja þennan grundvallarrétt. Þá hefur Evrópusambandið sett sérstaka vinnuréttartilskipun sem gildir einnig hér á landi. Markmið tilskipunarinnar er að setja lágmarkskröfur að umbótum, einkum því sem varðar starfsumhverfi, meðal annars til að tryggja öryggi og heilsuvernd launafólks. Vísbendingar eru um að íslensk stjórnvöld og einstaka stofnanir uppfylli ekki umrædda tilskipun. Í nýlegu áliti eftirlitsstofnunar EFTA frá 7. desember 2022, er athygli íslenskra stjórnvalda vakin á því að ekki hafi verið staðið rétt að málum við innleiðingu á vinnutímatilskipuninni og í því sambandi vísað til dómsniðurstöðu Evrópudómstólsins nr. C-55/18. Í dómnum er fjallað um skyldu atvinnurekanda um að virða reglur tilskipunarinnar. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að vinnuveitendum er skylt að hafa skráningarkerfi fyrir vinnutíma starfsfólks. Þessi skylda endurspeglast síðan meðal annars í lögum nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Þar er fjallað um skyldu atvinnurekenda til að skipuleggja vinnu þannig að ákvæði laga og kjarasamninga um hvíldartíma séu virt. Kjarninn í þessu framangreinda áliti eftirlitsstofnunar EFTA og í dómi Evrópudómstólsins er að hvíldartími eru grundvallarréttindi í vinnurétti. Það eru því ríkar skyldur lagðar á vinnuveitanda að tryggja að þessi réttur og þar með talinn frítökuréttur, sé virtur. Jafnframt hvílir sú skylda á vinnuveitanda að halda utan um og upplýsa starfsfólk um áunninn en ótekinn frítökurétt á hverjum tíma. Ábyrgð vinnuveitanda Við hjá Sjúkraliðafélagi Íslands fáum ítrekað til okkar mál þar sem heilbrigðisstofnanir halda illa utan um frítökurétt sjúkraliða og hafna jafnvel réttindum þeirra um frítöku. Þegar gengið er á eftir þessum grundvallar réttindum er bent á að sjúkraliði hefði ekki átt að mæta til vinnu í samræmi við fyrirliggjandi vaktskrá þar sem tilskyldum lágmarkshvíldartíma milli vakta var ekki náð. Ljóst er að starfsumhverfi sjúkraliða byggir á vaktavinnu. Skipulag vinnutíma er í samræmi við þarfir og sérstakar óskir stofnunarinnar sem sett er fram í vaktaskýrslu. Til að skipuleggja starfsemina þarf að tryggja mönnun fagfólks í heilbrigðisþjónustunni sem mætir til starfa í samræmi við vaktaskýrslu sem stofnunin hefur sett fram. Í samræmi við ákvæði kjarasamninga er vaktaskýrslan, sem er í raun sérstök beiðni vinnuveitenda eftir vinnuframlagi, lögð fram með eins mánaðar fyrirvara. Sjúkraliðar eru vinnusamir og mæta iðulega í samræmi við fyrirliggjandi vaktaskýrslu þar sem gert er ráð fyrir þeim til vinnu þrátt fyrir skerta hvíld. Ef sjúkraliði mætir ekki í samræmi við fyrirliggjandi vaktaskýrslu þar sem gert er ráð fyrir honum, þá er það vinnustaðarins að tryggja að annar komi í hans stað. Staðreyndin er hins vegar sú að slíkt verklag er ekki viðhaft í heilbrigðisþjónustunni, heldur er undantekningarlaust gert ráð fyrir að sjúkraliði mæti í samræmi við fyrirliggjandi vaktaskýrslu. Þó heimilt sé að stytta samfelldan hvíldartíma í allt að átta klukkustundir þegar eðli starfseminnar eða sérstakar aðstæður koma upp á. Þá er stenst það ekki að móta reglu sem gengur framar lögbundnum rétti sjúkraliða að „fá samsvarandi hvíldatíma síðar“. Rétturinn til frítöku er til staðar burtséð frá því, enda er vaktaskipulag á vinnutíma alltaf á ábyrgð vinnuveitanda. Höfundur er lögfræðingur og formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Mest lesið Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Ein af mikilvægustu réttindum vinnuréttarins er hvíldartími starfsfólks. Verkalýðshreyfingin hafði mikið fyrir því að tryggja þennan grundvallarrétt. Þá hefur Evrópusambandið sett sérstaka vinnuréttartilskipun sem gildir einnig hér á landi. Markmið tilskipunarinnar er að setja lágmarkskröfur að umbótum, einkum því sem varðar starfsumhverfi, meðal annars til að tryggja öryggi og heilsuvernd launafólks. Vísbendingar eru um að íslensk stjórnvöld og einstaka stofnanir uppfylli ekki umrædda tilskipun. Í nýlegu áliti eftirlitsstofnunar EFTA frá 7. desember 2022, er athygli íslenskra stjórnvalda vakin á því að ekki hafi verið staðið rétt að málum við innleiðingu á vinnutímatilskipuninni og í því sambandi vísað til dómsniðurstöðu Evrópudómstólsins nr. C-55/18. Í dómnum er fjallað um skyldu atvinnurekanda um að virða reglur tilskipunarinnar. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að vinnuveitendum er skylt að hafa skráningarkerfi fyrir vinnutíma starfsfólks. Þessi skylda endurspeglast síðan meðal annars í lögum nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Þar er fjallað um skyldu atvinnurekenda til að skipuleggja vinnu þannig að ákvæði laga og kjarasamninga um hvíldartíma séu virt. Kjarninn í þessu framangreinda áliti eftirlitsstofnunar EFTA og í dómi Evrópudómstólsins er að hvíldartími eru grundvallarréttindi í vinnurétti. Það eru því ríkar skyldur lagðar á vinnuveitanda að tryggja að þessi réttur og þar með talinn frítökuréttur, sé virtur. Jafnframt hvílir sú skylda á vinnuveitanda að halda utan um og upplýsa starfsfólk um áunninn en ótekinn frítökurétt á hverjum tíma. Ábyrgð vinnuveitanda Við hjá Sjúkraliðafélagi Íslands fáum ítrekað til okkar mál þar sem heilbrigðisstofnanir halda illa utan um frítökurétt sjúkraliða og hafna jafnvel réttindum þeirra um frítöku. Þegar gengið er á eftir þessum grundvallar réttindum er bent á að sjúkraliði hefði ekki átt að mæta til vinnu í samræmi við fyrirliggjandi vaktskrá þar sem tilskyldum lágmarkshvíldartíma milli vakta var ekki náð. Ljóst er að starfsumhverfi sjúkraliða byggir á vaktavinnu. Skipulag vinnutíma er í samræmi við þarfir og sérstakar óskir stofnunarinnar sem sett er fram í vaktaskýrslu. Til að skipuleggja starfsemina þarf að tryggja mönnun fagfólks í heilbrigðisþjónustunni sem mætir til starfa í samræmi við vaktaskýrslu sem stofnunin hefur sett fram. Í samræmi við ákvæði kjarasamninga er vaktaskýrslan, sem er í raun sérstök beiðni vinnuveitenda eftir vinnuframlagi, lögð fram með eins mánaðar fyrirvara. Sjúkraliðar eru vinnusamir og mæta iðulega í samræmi við fyrirliggjandi vaktaskýrslu þar sem gert er ráð fyrir þeim til vinnu þrátt fyrir skerta hvíld. Ef sjúkraliði mætir ekki í samræmi við fyrirliggjandi vaktaskýrslu þar sem gert er ráð fyrir honum, þá er það vinnustaðarins að tryggja að annar komi í hans stað. Staðreyndin er hins vegar sú að slíkt verklag er ekki viðhaft í heilbrigðisþjónustunni, heldur er undantekningarlaust gert ráð fyrir að sjúkraliði mæti í samræmi við fyrirliggjandi vaktaskýrslu. Þó heimilt sé að stytta samfelldan hvíldartíma í allt að átta klukkustundir þegar eðli starfseminnar eða sérstakar aðstæður koma upp á. Þá er stenst það ekki að móta reglu sem gengur framar lögbundnum rétti sjúkraliða að „fá samsvarandi hvíldatíma síðar“. Rétturinn til frítöku er til staðar burtséð frá því, enda er vaktaskipulag á vinnutíma alltaf á ábyrgð vinnuveitanda. Höfundur er lögfræðingur og formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun