Foreldrarnir vilja rannsókn vegna andláts Cusack Sindri Sverrisson skrifar 9. janúar 2024 08:05 Maddy Cusack hefur verið minnst víða um England eftir að hún lést í september. Getty/Jacques Feeney Enska knattspyrnusambandið hefur verið að safna upplýsingum til að kanna hvort að reglur sambandsins hafi verið brotnar, í tengslum við lát knattspyrnukonunnar Maddy Cusack sem framdi sjálfsvíg á síðasta ári. Foreldrar hennar krefjast rannsóknar. Cusack, sem var miðjumaður hjá Sheffield United, var aðeins 27 ára gömul þegar hún lést í september síðastliðnum. Fram kemur í grein The Athletic að fjölskylda hennar sendi Sheffield United bréf innan við viku eftir andlátið, þar sem farið var ítarlega yfir það að Cusack hefði glímt við mikla andlega erfiðleika og að rót þeirra hefði verið samstarf hennar við þjálfarann Jonathan Morgan. Morgan tók við Sheffield United í febrúar. Hann hafði áður stýrt Cusack hjá Leicester. „Það var margt sem angraði hana [Cusack] í lokin en það stafaði allt af sambandi hennar við JM. Eins og hún trúði okkur fyrir þá tengdust öll vandræði ráðningu JM. Við vitum að hún væri enn með okkur ef hann hefði ekki verið ráðinn. Textaskilaboð og samtöl við hana styðja við þetta,“ sagði í bréfi fjölskyldunnar. Special report: The tragedy of Maddy Cusack - and why her family want a new investigation into her death.Please read: one of the more important stories I ve covered for @TheAthleticFC. Full story (no paywall): https://t.co/vCqiVBWC82— Daniel Taylor (@DTathletic) January 8, 2024 Eftir að hafa fengið bréfið hóf Sheffield United eigin rannsókn og steig Morgan til hliðar tímabundið í október. Niðurstaða félagsins var að engar sannanir væru fyrir því að nokkur hjá félaginu hefði gert eitthvað af sér. Fjölskyldan hafði einnig samband við enska knattspyrnusambandið sem í kjölfarið ákvað að skoða þær upplýsingar sem lægju fyrir varðandi málið. Fulltrúi sambandsins hitti foreldra Cusack svo 21. desember, og einnig fulltrúa Sheffield United á öðrum fundi, en hingað til hefur ekki þótt ástæða til að hefja formlega rannsókn. Morgan sneri aftur til starfa í síðustu viku ársins sem var að líða. Næsti leikur Sheffield United er við Tottenham í enska bikarnum um helgina. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Andlát Enski boltinn Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Fleiri fréttir Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Sjá meira
Cusack, sem var miðjumaður hjá Sheffield United, var aðeins 27 ára gömul þegar hún lést í september síðastliðnum. Fram kemur í grein The Athletic að fjölskylda hennar sendi Sheffield United bréf innan við viku eftir andlátið, þar sem farið var ítarlega yfir það að Cusack hefði glímt við mikla andlega erfiðleika og að rót þeirra hefði verið samstarf hennar við þjálfarann Jonathan Morgan. Morgan tók við Sheffield United í febrúar. Hann hafði áður stýrt Cusack hjá Leicester. „Það var margt sem angraði hana [Cusack] í lokin en það stafaði allt af sambandi hennar við JM. Eins og hún trúði okkur fyrir þá tengdust öll vandræði ráðningu JM. Við vitum að hún væri enn með okkur ef hann hefði ekki verið ráðinn. Textaskilaboð og samtöl við hana styðja við þetta,“ sagði í bréfi fjölskyldunnar. Special report: The tragedy of Maddy Cusack - and why her family want a new investigation into her death.Please read: one of the more important stories I ve covered for @TheAthleticFC. Full story (no paywall): https://t.co/vCqiVBWC82— Daniel Taylor (@DTathletic) January 8, 2024 Eftir að hafa fengið bréfið hóf Sheffield United eigin rannsókn og steig Morgan til hliðar tímabundið í október. Niðurstaða félagsins var að engar sannanir væru fyrir því að nokkur hjá félaginu hefði gert eitthvað af sér. Fjölskyldan hafði einnig samband við enska knattspyrnusambandið sem í kjölfarið ákvað að skoða þær upplýsingar sem lægju fyrir varðandi málið. Fulltrúi sambandsins hitti foreldra Cusack svo 21. desember, og einnig fulltrúa Sheffield United á öðrum fundi, en hingað til hefur ekki þótt ástæða til að hefja formlega rannsókn. Morgan sneri aftur til starfa í síðustu viku ársins sem var að líða. Næsti leikur Sheffield United er við Tottenham í enska bikarnum um helgina. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Andlát Enski boltinn Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Fleiri fréttir Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Sjá meira
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“