Hámhorfið: Þetta eru íslenskir áhrifavaldar að horfa á Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 9. janúar 2024 15:30 Lífið á Vísi heyrði í nokkrum áhrifavöldum um hvað þeir eru að horfa á. SAMSETT Í skammdegi, roki, veðurviðvörunum og öðru slíku er freistandi að enda daginn á að leggjast upp í sófa og kveikja á góðu sjónvarpsefni. Spurningin sem þvælist fyrir hvað flestum er þá: „Hvað eigum við að horfa á?“ og getur ákvörðunin verið furðu erfið. Eitt sinn var nauðsynlegt að fylgja línulegri dagskrá og hlakka til að uppáhalds þátturinn væri sýndur. Í dag býður tæknin okkur upp á næstum því endalaust af þáttum og kvikmyndum sem eru okkur aðgengileg hvenær sem er og því vandast valið. Þó er ekki nauðsynlegt að örvænta þar sem það getur oft hjálpað að fá hugmyndir frá öðrum. Lífið á Vísi heyrði því í nokkrum áhrifavöldum landsins til að spyrja þau einfaldlega hvað þau séu að horfa á. Ágúst Beinteinn/Gústi B, útvarpsmaður og áhrifavaldur: Gústi B ásamt vinum sínum, tónlistarmanninum Patrik og fótboltamanninum Adam Páls. Róbert Arnar „Þessa dagana er ég að horfa á Entourage og ekki í fyrsta skipti. Það eru langbestu þættirnir og ég upplifi mikla gleði við að horfa á þá. Entourage fjalla um kvikmyndastjörnuna Vincent Chase og bestu vini hans sem hjálpa honum að verða sem stærstur. Þetta gætu svona án gríns verið heimildarþættir um vinahópinn minn. Patrik sem Vincent Chase þá og ég sem einhver blanda af E, besta vini hans, og Ari Gold sem sér um að græja og gera.“ Eva Ruza, skemmtikraftur, áhrifavaldur og útvarpskona: Eva Ruza Miljevic reynir að spara gott efni og stilla sér til hófs í áhorfi. Vísir/Vilhelm „Ég er gjörsamlega hooked á bresku þáttunum „Fool me once“ sem eru að tröllríða öllu á Netflix um allan heim núna. Þetta eru spennuþættir með tvisti í allar áttir og þættir sem maður getur alls ekki hætt að horfa á. Ég vil eiginlega ekki segja neitt um söguþráðinn því hann er svo óvæntur og með mörgum þráðum. Hinsvegar er þetta afmörkuð (e. limited) sería sem þýðir að það er bara ein sería sem kemur og átta þættir sem eru 40-50 mínútna langir. Þannig að eins mikið og mig langar til að taka alla þættina á tveimur kvöldum þá er ég að „spara“ þá og tek einn á kvöldi. Ég tími ekki að klára þá strax. Leikkonan Micheel Keegan leikur aðalhlutverkið en hún er búin að vera á leikarasenu Bretlands í mörg ár. Hún hóf ferilinn í sápuóperunni Coronation Street. Síðan þá hefur hún leikið í hinum og þessu þáttum og myndum en ég held að þetta sé vendipunktur í hennar lífi, því hún er á allra vörum í augnablikinu og er það mjög verðskulduð umfjöllun því hún er stórkostleg í þáttunum. Ég mæli 100% með en muniði bara að spara, ekki hámhorfa.“ Jóhanna Helga, áhrifavaldur og útvarpskona: „Þættirnir Vampire Diaries eru klárlega efst á lista hjá mér þessa dagana og það er eiginlega vandræðalegt hvað ég er spennt að komast heim að horfa. Ég mæli endalaust með þeim. Gossip girl eru svona þæginda (e. comfort) þættir sem ég get horft á aftur og aftur og er með í bakgrunni á meðan að ég er að gera eitthvað annað. Ég er svo mjög spennt fyrir Love Island All Star seríunni. Ég held að hún verði annað hvort geggjuð eða algjört flopp. Síðasta bíómynd sem ég sá var svo Anyone But You með Sydney Sweeney og Glen Powell. Ég mæli svo mikið með að fara í gelluferð í bíó á hana.“ Bíó og sjónvarp Netflix Hámhorfið Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fleiri fréttir Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Eitt sinn var nauðsynlegt að fylgja línulegri dagskrá og hlakka til að uppáhalds þátturinn væri sýndur. Í dag býður tæknin okkur upp á næstum því endalaust af þáttum og kvikmyndum sem eru okkur aðgengileg hvenær sem er og því vandast valið. Þó er ekki nauðsynlegt að örvænta þar sem það getur oft hjálpað að fá hugmyndir frá öðrum. Lífið á Vísi heyrði því í nokkrum áhrifavöldum landsins til að spyrja þau einfaldlega hvað þau séu að horfa á. Ágúst Beinteinn/Gústi B, útvarpsmaður og áhrifavaldur: Gústi B ásamt vinum sínum, tónlistarmanninum Patrik og fótboltamanninum Adam Páls. Róbert Arnar „Þessa dagana er ég að horfa á Entourage og ekki í fyrsta skipti. Það eru langbestu þættirnir og ég upplifi mikla gleði við að horfa á þá. Entourage fjalla um kvikmyndastjörnuna Vincent Chase og bestu vini hans sem hjálpa honum að verða sem stærstur. Þetta gætu svona án gríns verið heimildarþættir um vinahópinn minn. Patrik sem Vincent Chase þá og ég sem einhver blanda af E, besta vini hans, og Ari Gold sem sér um að græja og gera.“ Eva Ruza, skemmtikraftur, áhrifavaldur og útvarpskona: Eva Ruza Miljevic reynir að spara gott efni og stilla sér til hófs í áhorfi. Vísir/Vilhelm „Ég er gjörsamlega hooked á bresku þáttunum „Fool me once“ sem eru að tröllríða öllu á Netflix um allan heim núna. Þetta eru spennuþættir með tvisti í allar áttir og þættir sem maður getur alls ekki hætt að horfa á. Ég vil eiginlega ekki segja neitt um söguþráðinn því hann er svo óvæntur og með mörgum þráðum. Hinsvegar er þetta afmörkuð (e. limited) sería sem þýðir að það er bara ein sería sem kemur og átta þættir sem eru 40-50 mínútna langir. Þannig að eins mikið og mig langar til að taka alla þættina á tveimur kvöldum þá er ég að „spara“ þá og tek einn á kvöldi. Ég tími ekki að klára þá strax. Leikkonan Micheel Keegan leikur aðalhlutverkið en hún er búin að vera á leikarasenu Bretlands í mörg ár. Hún hóf ferilinn í sápuóperunni Coronation Street. Síðan þá hefur hún leikið í hinum og þessu þáttum og myndum en ég held að þetta sé vendipunktur í hennar lífi, því hún er á allra vörum í augnablikinu og er það mjög verðskulduð umfjöllun því hún er stórkostleg í þáttunum. Ég mæli 100% með en muniði bara að spara, ekki hámhorfa.“ Jóhanna Helga, áhrifavaldur og útvarpskona: „Þættirnir Vampire Diaries eru klárlega efst á lista hjá mér þessa dagana og það er eiginlega vandræðalegt hvað ég er spennt að komast heim að horfa. Ég mæli endalaust með þeim. Gossip girl eru svona þæginda (e. comfort) þættir sem ég get horft á aftur og aftur og er með í bakgrunni á meðan að ég er að gera eitthvað annað. Ég er svo mjög spennt fyrir Love Island All Star seríunni. Ég held að hún verði annað hvort geggjuð eða algjört flopp. Síðasta bíómynd sem ég sá var svo Anyone But You með Sydney Sweeney og Glen Powell. Ég mæli svo mikið með að fara í gelluferð í bíó á hana.“
Bíó og sjónvarp Netflix Hámhorfið Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fleiri fréttir Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira