Annað álit segir að lífeyrissjóðir megi fella niður vexti Árni Sæberg skrifar 9. janúar 2024 13:31 Hörður Guðbrandsson er formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur. Vísir/Vilhelm Í áliti Magna lögmanna, sem unnið er fyrir Verkalýðsfélag Grindavíkur, segir að lífeyrissjóðnum Gildi sé heimilt að fella niður vexti og verðbætur sem búsettir eru í Grindavík, í takmarkaðan tíma, vegna þess ástands sem skapast hefur í bænum af völdum náttúruhamfara. Í álitinu, sem Vísir hefur undir höndum, er leitað svara við því hvort lífeyrissjóðurinn Gildi hafi heimild að lögum til þess að gefa eftir kröfur á hendur lántakendum með því að fella niður vexti og verðbætur þeirra lántakenda sem búsettir eru í Grindavík, í takmarkaðan tíma, vegna þess ástands sem skapast hefur í bænum af völdum náttúruhamfara. Í tilkynningu frá Gildi frá 13. desember síðastliðnum sagði að niðurstaða álitsgerðar lögmannsstofunnar LEX, sem unnin var fyrir Gildi vegna sjóðfélagalána í Grindavík, væri afdráttarlaus sú að lífeyrissjóðum sé ekki heimilt að afskrifa vexti og verðbætur með almennum hætti hjá lántökum. Þá höfðu verið uppi háværar kröfur um að lífeyrissjóðir gæfu vexti og verðbætur eftir við frystingu lána Grindvíkinga, líkt og stóru viðskiptabankarnir þrír ákváðu að gera. Kröfurnar urðu svo háværar að fjölmenn mótmæli voru haldin í höfuðsstöðvum Gildis og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, var sakaður um að hafa farið fram með offorsi. Hann vísaði öllum slíkum ásökunum á bug. Lögfræðingarnir ekki sammála Sem áður segir fékk Gildi lögmannsstofuna LEX til þess að vinna fyrir sig lögfræðiálit um það hvort sjóðnum væri heimilt að fella niður vexti og verðbætur lántakenda með almennum hætti. Í tilkynningu þess efnis frá Gildi sagði að sjóðnum væri samkvæmt álitinu heimilt að taka til sérstakrar skoðunar einstaklingsbundnar aðstæður. Í því sambandi var bent á að lífeyrissjóðum er óheimilt að ráðstafa fjármunum í öðrum tilgangi en að greiða lífeyri. Nú hefur Verkalýðsfélag Grindavíkur fengið lögmannsstofuna Magna lögmenn til þess að vinna fyrir sig sams konar álit. Eins og svo oft áður komast lögfræðingarnir að andstæðri niðurstöðu. Ekki inngrip í eignarréttindi annarra sjóðfélaga Í niðurstöðum álitsins segir að það leiði ekki af lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða eða öðrum lögum að lífeyrissjóðnum Gildi sé óheimilt að fella niður vexti og verðbætur þeirra lántakenda sem búsettir eru í Grindavík, í takmarkaðan tíma, vegna þess ástands sem skapast hefur í bænum af völdum náttúruhamfara. Niðurfelling vaxta og verðbóta við þær aðstæður sem nú eru í Grindavík eigi stoð í heimildum til rekstrar sjóðsins samkvæmt lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða og meginreglum samninga- og kröfuréttar, eftir atvikum eins og þær hafa verið lögfestar, þar með talið í lögum um fasteignalán til neytenda. Niðurfellingin myndi ekki fela í sér inngrip í eignarréttindi sjóðfélaga Gildis lífeyrissjóðs, sem væri andstætt ákvæðum stjórnarskrárinnar og mannréttindasáttmála Evrópu um friðhelgi eignarréttarins. Lífeyrissjóðir Stéttarfélög Grindavík Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Lífeyrissjóðir í ruglinu Lífeyrissjóðirnir hafa fullyrt að þeim sé óheimilt að fella niður vexti og verðbætur, tímabundið í þrjá mánuði, á húsnæðislánum Grindvíkinga. Og fylgja þannig fordæmi bankanna. 9. janúar 2024 13:30 Segir „forkastanlegt“ að Sigurður Ingi virðist koma af fjöllum „Að mínu mati er þetta bara forkastanlegt; að Sigurður Ingi virðist koma af fjöllum,“ segir Grindvíkingurinn Hilmar Gunnarsson um viðbrögð innviðaráðherra við viðtali við Gunnar í Bítínu á Bylgjunni í síðustu viku, þar sem hann sagði hluta Grindvíkinga á leið í þrot. 8. janúar 2024 10:26 Óskiljanlegt að lífeyrissjóðir taki ekki utan um Grindvíkinga Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, segir stjórnvöld hafa staðið í þeirri trú að lífeyrissjóðir myndu fylgja fordæmi bankanna og standa með lántakendum sínum í Grindavík. Hann segir illskiljanlegt hvers vegna einstaka lífeyrissjóðir taki ekki utan um einstaka lántaka. 5. janúar 2024 08:55 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Í álitinu, sem Vísir hefur undir höndum, er leitað svara við því hvort lífeyrissjóðurinn Gildi hafi heimild að lögum til þess að gefa eftir kröfur á hendur lántakendum með því að fella niður vexti og verðbætur þeirra lántakenda sem búsettir eru í Grindavík, í takmarkaðan tíma, vegna þess ástands sem skapast hefur í bænum af völdum náttúruhamfara. Í tilkynningu frá Gildi frá 13. desember síðastliðnum sagði að niðurstaða álitsgerðar lögmannsstofunnar LEX, sem unnin var fyrir Gildi vegna sjóðfélagalána í Grindavík, væri afdráttarlaus sú að lífeyrissjóðum sé ekki heimilt að afskrifa vexti og verðbætur með almennum hætti hjá lántökum. Þá höfðu verið uppi háværar kröfur um að lífeyrissjóðir gæfu vexti og verðbætur eftir við frystingu lána Grindvíkinga, líkt og stóru viðskiptabankarnir þrír ákváðu að gera. Kröfurnar urðu svo háværar að fjölmenn mótmæli voru haldin í höfuðsstöðvum Gildis og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, var sakaður um að hafa farið fram með offorsi. Hann vísaði öllum slíkum ásökunum á bug. Lögfræðingarnir ekki sammála Sem áður segir fékk Gildi lögmannsstofuna LEX til þess að vinna fyrir sig lögfræðiálit um það hvort sjóðnum væri heimilt að fella niður vexti og verðbætur lántakenda með almennum hætti. Í tilkynningu þess efnis frá Gildi sagði að sjóðnum væri samkvæmt álitinu heimilt að taka til sérstakrar skoðunar einstaklingsbundnar aðstæður. Í því sambandi var bent á að lífeyrissjóðum er óheimilt að ráðstafa fjármunum í öðrum tilgangi en að greiða lífeyri. Nú hefur Verkalýðsfélag Grindavíkur fengið lögmannsstofuna Magna lögmenn til þess að vinna fyrir sig sams konar álit. Eins og svo oft áður komast lögfræðingarnir að andstæðri niðurstöðu. Ekki inngrip í eignarréttindi annarra sjóðfélaga Í niðurstöðum álitsins segir að það leiði ekki af lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða eða öðrum lögum að lífeyrissjóðnum Gildi sé óheimilt að fella niður vexti og verðbætur þeirra lántakenda sem búsettir eru í Grindavík, í takmarkaðan tíma, vegna þess ástands sem skapast hefur í bænum af völdum náttúruhamfara. Niðurfelling vaxta og verðbóta við þær aðstæður sem nú eru í Grindavík eigi stoð í heimildum til rekstrar sjóðsins samkvæmt lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða og meginreglum samninga- og kröfuréttar, eftir atvikum eins og þær hafa verið lögfestar, þar með talið í lögum um fasteignalán til neytenda. Niðurfellingin myndi ekki fela í sér inngrip í eignarréttindi sjóðfélaga Gildis lífeyrissjóðs, sem væri andstætt ákvæðum stjórnarskrárinnar og mannréttindasáttmála Evrópu um friðhelgi eignarréttarins.
Lífeyrissjóðir Stéttarfélög Grindavík Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Lífeyrissjóðir í ruglinu Lífeyrissjóðirnir hafa fullyrt að þeim sé óheimilt að fella niður vexti og verðbætur, tímabundið í þrjá mánuði, á húsnæðislánum Grindvíkinga. Og fylgja þannig fordæmi bankanna. 9. janúar 2024 13:30 Segir „forkastanlegt“ að Sigurður Ingi virðist koma af fjöllum „Að mínu mati er þetta bara forkastanlegt; að Sigurður Ingi virðist koma af fjöllum,“ segir Grindvíkingurinn Hilmar Gunnarsson um viðbrögð innviðaráðherra við viðtali við Gunnar í Bítínu á Bylgjunni í síðustu viku, þar sem hann sagði hluta Grindvíkinga á leið í þrot. 8. janúar 2024 10:26 Óskiljanlegt að lífeyrissjóðir taki ekki utan um Grindvíkinga Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, segir stjórnvöld hafa staðið í þeirri trú að lífeyrissjóðir myndu fylgja fordæmi bankanna og standa með lántakendum sínum í Grindavík. Hann segir illskiljanlegt hvers vegna einstaka lífeyrissjóðir taki ekki utan um einstaka lántaka. 5. janúar 2024 08:55 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Lífeyrissjóðir í ruglinu Lífeyrissjóðirnir hafa fullyrt að þeim sé óheimilt að fella niður vexti og verðbætur, tímabundið í þrjá mánuði, á húsnæðislánum Grindvíkinga. Og fylgja þannig fordæmi bankanna. 9. janúar 2024 13:30
Segir „forkastanlegt“ að Sigurður Ingi virðist koma af fjöllum „Að mínu mati er þetta bara forkastanlegt; að Sigurður Ingi virðist koma af fjöllum,“ segir Grindvíkingurinn Hilmar Gunnarsson um viðbrögð innviðaráðherra við viðtali við Gunnar í Bítínu á Bylgjunni í síðustu viku, þar sem hann sagði hluta Grindvíkinga á leið í þrot. 8. janúar 2024 10:26
Óskiljanlegt að lífeyrissjóðir taki ekki utan um Grindvíkinga Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, segir stjórnvöld hafa staðið í þeirri trú að lífeyrissjóðir myndu fylgja fordæmi bankanna og standa með lántakendum sínum í Grindavík. Hann segir illskiljanlegt hvers vegna einstaka lífeyrissjóðir taki ekki utan um einstaka lántaka. 5. janúar 2024 08:55