Enski boltinn

Liverpool án Trent næstu vikurnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Trent Alexander-Arnold er meiddur á hné og spilar ekki með Liverpool á næstunni.
Trent Alexander-Arnold er meiddur á hné og spilar ekki með Liverpool á næstunni. Getty/John Powell

Enski landsliðsbakvörðurinn Trent Alexander-Arnold er meiddur og verður ekki með Liverpool liðinu á næstunni.

Bakvörðurinn meiddist á liðbandi í hné og þarf tíma til að ná sér góðum. Þetta kom fram í tilkynningu frá enska úrvalsdeildarfélaginu.

„Hann fór í myndatöku og verður frá í nokkrar vikur,“ sagði Pep Lijnders, aðstoðarknattspyrnustjóri Liverpool, sem mætti á blaðamananfund fyrir leik á móti Fulham í undanúrslitum enska deildabikarsins.

Þetta er áfall fyrir Liverpool liðið sem er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og ennþá inn í öllum keppnum.

„Trent þarf á hvíld að halda og svo kemur hann vonandi jafn sterkur til baka. Hann hefur spilað mikilvægt hlutverk í öllum okkar leikjum og við munum virkilega sakna hans,“ sagði Lijnders.

Liverpool mætir Fulham annað kvöld en þetta er heimaleikur liðsins. Seinni leikurinn fer síðan fram á heimavelli Fulham tveimur vikum síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×