Sport

„Þessar hreyfingar verða að fara að vinna saman“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þorvaldur tekur slaginn við Guðna Bergsson.
Þorvaldur tekur slaginn við Guðna Bergsson.

Þorvaldur Örlygsson, fyrrverandi landsliðsmaður í fótbolta, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns KSÍ á ársþingi sambandsins í næsta mánuði. Hann segist vilja sameina hreyfinguna ef hann verður kjörinn.

Þar með hafa tveir tilkynnt um framboð sitt til formanns KSÍ, Þorvaldur og fyrrverandi samherji hans í íslenska landsliðinu, Guðni Bergsson. Vanda Sigurgeirsdóttir lætur af starfi formanns á ársþinginu 24. febrúar.

„Eftir að Vanda tilkynnti að hún ætlaði ekki að vera áfram þá fór ég að velta þessu fyrir mér, heyra í fólki og hlusta á hvað það hafði að segja. Svo fór ég að velta fyrir mér hvernig nafnið mitt passaði við þeirra hugmyndir og hvernig hreyfingin tók við mínu nafni,“ segir Þorvaldur og bætir við að hann hafi mikla reynslu innan hreyfingarinnar á mörgum vígstöðvum.

„Það sem er nauðsynlegast í okkar hreyfingu er að fara sameina okkar póla. Við erum með knattspyrnusambandið og ÍTF sem er með tvær efstu deildirnar. Við verðum að fara átta okkur á því að þessar hreyfingar verða að fara vinna saman og tala saman.“

Rætt var við Þorvald í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Klippa: Tekur slaginn



Fleiri fréttir

Sjá meira


×