Nýr veruleiki blasir við nemendum vestur í bæ Jakob Bjarnar skrifar 9. janúar 2024 17:21 Ómar Örn segir að skólayfirvöldum hafi í gær borist ábending um eitt tilvik, þar sem nemandi við skólann seldi níðingi myndir, ekki af sér heldur öðrum. Þetta er nýr veruleiki sem við blasir. Ómar Örn Magnússon skólastjóri Hagaskóla segir að skólayfirvöld hafi fengið upplýsingar í gær um eitt tilvik þar sem nemandi villti á sér heimildir og seldi barnaníðingi falskar myndir af sér. Þau hjá skólanum hafi ákveðið að reyna að bregðast skjótt við og viljað skrúfa fyrir þetta með öllum hugsanlegum hætti. Nú er verið vinna að því kortleggja þennan vanda sem þau höfðu ekki áður haft ímyndunarafl til að átta sig á að gæti væri raunin. Vísir greindi frá tilkynningu sem skólinn sendi frá sér fyrr í dag þar sem segir að skólastjórnendum Hagaskóla hafi borist upplýsingar um að nemendur í skólanum hafi á undanförnum vikum villt á sér heimildir á samfélagsmiðlum, átt í kynferðislegu spjalli við fullorðna einstaklinga og selt þeim kynferðislegar myndir sem þau sjálf hafi sótt á netið. Ómar Örn segist ekkert geta sagt um hvernig þeim hafi borist ábending um að þetta væri í gangi. „Við fáum upplýsingar um allt hvað eina og þær koma héðan og þaðan að… utan úr bæ. Við erum með mikið og gott net og erum almennt í góðum samskiptum við skólasamfélagið þegar svo ber undir,“ segir Ómar Örn í samtali við Vísi. Nýr veruleiki sem við blasir Hann segir að þau hafi í gær fengið ábendingu um eitt tilvik og það sé í raun það sem þau hafi sem stendur. „En ég útiloka ekkert að fleira eigi eftir að koma á daginn. Ég er svo grænn að þetta má heita einhver kynning á einhverjum nýjum veruleika fyrir mér. En þess vegna bregðumst við líka svona hratt við og við vildum setja okkur í samband við alla foreldra í skólanum strax.“ Ómar Örn segir að í hans huga séu á þessu margar hliðar og margar sem benda til hættulegrar hegðunar nemenda sem þau vilji koma í veg fyrir og stöðva. Sú vinna fer fram í samstarfi við foreldra sem og nemendur. „Þetta er nýr veruleiki sem ég hafði ekki hugmyndaflug í að ímynda mér að væri til staðar, að þessi hugmynd gæti kviknað í huga nemenda í Vesturbænum.“ Eldfimt mál sem á vissulega erindi í umræðuna Skólastjórinn segir það ekki meira en fabúlasjónir um hvort nemendurnir sjálfir, með þessum tölvusamskiptum, séu að setja sig í bráða hættu. En sú geti vel verið raunin. „Ég er ekki einu sinni viss um að unglingarnir viti hver er á hinum endanum en er einhver tæling í gangi og að þau komi fram undir dulnefnum og nota myndir sem þau finna á internetinu. En getur verið að móttakandinn sé að búa til einhver tengsl sem við vitum ekkert hvernig þróast? Án þess að ég hafi upplýsingar um neitt slíkt þá get ég alveg séð það fyrir mér.“ Ómar Örn segir að þetta sé þeirra nálgun, skólayfirvöld vilji auðvitað vernda og styðja nemendur við skólann. En Hagskóli er grunnskóli og þar eru rösklega 600 nemendur. Hagskóli er stærsti grunnskóli landsins. Skólastjórinn segist hafa vitað að þetta væri elfimt mál en skólayfirvöld hafi metið það svo að réttast væri að upplýsa um það strax. „En við getum ekki talað um einstaklingana og atvikin, en þessi veruleiki er það sem mér finnst eiga erindi í umræðuna.“ Grunnskólar Stafrænt ofbeldi Ofbeldi gegn börnum Skóla - og menntamál Kynferðisofbeldi Reykjavík Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Sjá meira
Þau hjá skólanum hafi ákveðið að reyna að bregðast skjótt við og viljað skrúfa fyrir þetta með öllum hugsanlegum hætti. Nú er verið vinna að því kortleggja þennan vanda sem þau höfðu ekki áður haft ímyndunarafl til að átta sig á að gæti væri raunin. Vísir greindi frá tilkynningu sem skólinn sendi frá sér fyrr í dag þar sem segir að skólastjórnendum Hagaskóla hafi borist upplýsingar um að nemendur í skólanum hafi á undanförnum vikum villt á sér heimildir á samfélagsmiðlum, átt í kynferðislegu spjalli við fullorðna einstaklinga og selt þeim kynferðislegar myndir sem þau sjálf hafi sótt á netið. Ómar Örn segist ekkert geta sagt um hvernig þeim hafi borist ábending um að þetta væri í gangi. „Við fáum upplýsingar um allt hvað eina og þær koma héðan og þaðan að… utan úr bæ. Við erum með mikið og gott net og erum almennt í góðum samskiptum við skólasamfélagið þegar svo ber undir,“ segir Ómar Örn í samtali við Vísi. Nýr veruleiki sem við blasir Hann segir að þau hafi í gær fengið ábendingu um eitt tilvik og það sé í raun það sem þau hafi sem stendur. „En ég útiloka ekkert að fleira eigi eftir að koma á daginn. Ég er svo grænn að þetta má heita einhver kynning á einhverjum nýjum veruleika fyrir mér. En þess vegna bregðumst við líka svona hratt við og við vildum setja okkur í samband við alla foreldra í skólanum strax.“ Ómar Örn segir að í hans huga séu á þessu margar hliðar og margar sem benda til hættulegrar hegðunar nemenda sem þau vilji koma í veg fyrir og stöðva. Sú vinna fer fram í samstarfi við foreldra sem og nemendur. „Þetta er nýr veruleiki sem ég hafði ekki hugmyndaflug í að ímynda mér að væri til staðar, að þessi hugmynd gæti kviknað í huga nemenda í Vesturbænum.“ Eldfimt mál sem á vissulega erindi í umræðuna Skólastjórinn segir það ekki meira en fabúlasjónir um hvort nemendurnir sjálfir, með þessum tölvusamskiptum, séu að setja sig í bráða hættu. En sú geti vel verið raunin. „Ég er ekki einu sinni viss um að unglingarnir viti hver er á hinum endanum en er einhver tæling í gangi og að þau komi fram undir dulnefnum og nota myndir sem þau finna á internetinu. En getur verið að móttakandinn sé að búa til einhver tengsl sem við vitum ekkert hvernig þróast? Án þess að ég hafi upplýsingar um neitt slíkt þá get ég alveg séð það fyrir mér.“ Ómar Örn segir að þetta sé þeirra nálgun, skólayfirvöld vilji auðvitað vernda og styðja nemendur við skólann. En Hagskóli er grunnskóli og þar eru rösklega 600 nemendur. Hagskóli er stærsti grunnskóli landsins. Skólastjórinn segist hafa vitað að þetta væri elfimt mál en skólayfirvöld hafi metið það svo að réttast væri að upplýsa um það strax. „En við getum ekki talað um einstaklingana og atvikin, en þessi veruleiki er það sem mér finnst eiga erindi í umræðuna.“
Grunnskólar Stafrænt ofbeldi Ofbeldi gegn börnum Skóla - og menntamál Kynferðisofbeldi Reykjavík Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Sjá meira