Handbolti

Al­freð gæti verið án síns reyndasta manns allt EM

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Patrick Groetzkimissar að öllum líkindum af EM.
Patrick Groetzkimissar að öllum líkindum af EM. Vísir/Getty

Patrick Groetzki, hægri hornamaður Rhein-Neckar Löwen og þýska landsliðsins, missir að öllum líkindum af Evrópumótinu í handbolta sem hefst á morgun.

Groetzki meiddist í vináttulandsleik Þýskalands og Portúgals í undirbúningi liðanna fyrir Evrópumótið þar sem gömul meiðsli á fæti tóku sig upp. Hann verður all öllum líkindum ekki með á mótinu sem fer fram á heimavelli þýska liðsins.

Þjóðverjar hefja leik á Evrópumótinu á morgun þegar liðið tekur á móti Sviss fyrir framan rúmlega 50 þúsund áhorfendur í Düsseldorf. Alfreð Gíslason, þjálfari þýska landsliðsins, þarf því að hafa hraðar hendur til að fylla í skarð Groetzki.

Groetzki er einn reyndasti maður þýska landsliðsins, en hann er 34 ára gamall og hefur átt fast sæti í liðinu frá árinu 2009. Hann hefur leikið 143 leiki fyrir þýska landsliðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×