Pallborðið: Hvað felst í þjóðarsátt og fyrir hverja er hún? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. janúar 2024 11:26 Kjaraviðræður og þjóðarsátt eru til umræðu í Pallborði dagsins. vísir/arnar Kjaraviðræður, kjarasamningar og möguleg þjóðarsátt verða til umfjöllunar í Pallborðinu klukkan 13 í dag, sem sýnt verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. Gestir Pallborðsins verða Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis, og Helgi Pétursson, formaður Landssambands eldri borgara. Klippa: Pallborðið: Hvað felst í þjóðarsátt og fyrir hverja er hún? Ragnar Þór sagðist fyrir jól vera bjartsýnn á að breiðfylking stéttarfélaga myndi ná að gera sögulega kjarasamninga í janúar, sem myndu stuðla að verðbólguhjöðnun og vaxtalækkunum. Það skipti meira en nokkrir þúsundkallar til eða frá. „Við erum, hvað á ég að segja, 95 prósent af Alþýðusambandinu eða félögum innan Alþýðusambandsins sem ætlum að halda þessari vinnu áfram. Það er mun stærri og öflugri hópur en var til dæmis á bakvið lífskjarasamninginn 2019,“ sagði Ragnar Þór. Greint var frá því 22. desember að samningsaðilar, stéttarfélögin og Samtök atvinnulífsins, væru samstíga um að ráðast í aðgerðir til að ná verðbólgunni niður. Umrædd breiðfylking samanstóð upphaflega af VR, Eflingu, Landssambandi íslenskra verslunarmanna, Starfsgreinasambandinu og Samiðn en síðan hafa fleiri gert kröfu um að fá að koma að borðinu. Meint „þjóðarsátt“ var gagnrýnd, meðal annars af Kolbrúnu Halldórsdóttur, formanni BHM, sem sagði fyrirhugaðar flatar krónutöluhækkanir og tugmilljarða tekjutilfærslur myndu skila sér í meira en tíu prósent aukningu á ráðstöfunartekjum Eflingarfólks en 1,5 til 2 prósenta hækkun hjá háskólamenntuðum sérfræðingum. „Þetta eru viðræður á milli Samtaka atvinnulífsins og tiltekinna félaga innan ASÍ. Þetta hefur ekkert með þjóðarsátt að gera, ekki nokkurn skapaðan hlut,“ sagði Þórarinn Eyfjörð. Ljóst er að ein forsenda þjóðarsáttar er aðkoma stjórnvalda og eftir áramót var boðað til fundar ráðherra og leiðtoga breiðfylkingarinnar. Þá greindi Vísir frá því í gær að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefði sett sig í samband við forystu opinberu félaganna til að skipuleggja fund eða fundi. Enn fleiri eiga þó hagsmuna að gæta, til að mynda aldraðir og öryrkjar. „Hvað er þjóðarsátt og fyrir hverja er hún?“ spyrjum við í Pallborðinu í dag. Pallborðið er sýnt í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Pallborðið Eldri borgarar Stéttarfélög Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Gestir Pallborðsins verða Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis, og Helgi Pétursson, formaður Landssambands eldri borgara. Klippa: Pallborðið: Hvað felst í þjóðarsátt og fyrir hverja er hún? Ragnar Þór sagðist fyrir jól vera bjartsýnn á að breiðfylking stéttarfélaga myndi ná að gera sögulega kjarasamninga í janúar, sem myndu stuðla að verðbólguhjöðnun og vaxtalækkunum. Það skipti meira en nokkrir þúsundkallar til eða frá. „Við erum, hvað á ég að segja, 95 prósent af Alþýðusambandinu eða félögum innan Alþýðusambandsins sem ætlum að halda þessari vinnu áfram. Það er mun stærri og öflugri hópur en var til dæmis á bakvið lífskjarasamninginn 2019,“ sagði Ragnar Þór. Greint var frá því 22. desember að samningsaðilar, stéttarfélögin og Samtök atvinnulífsins, væru samstíga um að ráðast í aðgerðir til að ná verðbólgunni niður. Umrædd breiðfylking samanstóð upphaflega af VR, Eflingu, Landssambandi íslenskra verslunarmanna, Starfsgreinasambandinu og Samiðn en síðan hafa fleiri gert kröfu um að fá að koma að borðinu. Meint „þjóðarsátt“ var gagnrýnd, meðal annars af Kolbrúnu Halldórsdóttur, formanni BHM, sem sagði fyrirhugaðar flatar krónutöluhækkanir og tugmilljarða tekjutilfærslur myndu skila sér í meira en tíu prósent aukningu á ráðstöfunartekjum Eflingarfólks en 1,5 til 2 prósenta hækkun hjá háskólamenntuðum sérfræðingum. „Þetta eru viðræður á milli Samtaka atvinnulífsins og tiltekinna félaga innan ASÍ. Þetta hefur ekkert með þjóðarsátt að gera, ekki nokkurn skapaðan hlut,“ sagði Þórarinn Eyfjörð. Ljóst er að ein forsenda þjóðarsáttar er aðkoma stjórnvalda og eftir áramót var boðað til fundar ráðherra og leiðtoga breiðfylkingarinnar. Þá greindi Vísir frá því í gær að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefði sett sig í samband við forystu opinberu félaganna til að skipuleggja fund eða fundi. Enn fleiri eiga þó hagsmuna að gæta, til að mynda aldraðir og öryrkjar. „Hvað er þjóðarsátt og fyrir hverja er hún?“ spyrjum við í Pallborðinu í dag. Pallborðið er sýnt í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi.
Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Pallborðið Eldri borgarar Stéttarfélög Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira