Lífið

Atli Már og Katla selja í­búðina og fjölga mann­kyninu

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Atli Már og Katla Ómars byrja árið með trompi.
Atli Már og Katla Ómars byrja árið með trompi.

Atli Már Steinarsson útvarpsmaður á RÚV og sambýliskona hans, Katla Ómarsdóttir, hafa sett íbúð sína við Barmahlíð 23 á sölu. Auk þess tilkynnti parið á dögunum að þau ættu von á sínu fyrsta barni saman. 

„Yndislegur staður með góð vibes, hér er gott að búa,“ skrifar Katla og deilir eigninni á samfélagsmiðlum.

Um er að ræða rúmlega 90 fermetra eign á besta stað í Hlíðunum í húsi sem var byggt árið 1947. Samtals eru tvö svefnherbergi og eitt baðherbergi. Ásett verð fyrir eignina er 64,9 milljónir

Parið hefur komið sér afar vel fyrir og nostrað við þessa fallegu íbúð á ævintýralegan máta. Í stofunni má sjá grænt veggfóður með frumskógarmynstri sem gefur heildarmyndinni skemmtilegt yfirbragð. Græni liturinn virðist heilla parið, en veggir í eldhúsi og á baðherbergi eru málaðir í svipuðum lit.

Nánari upplýsingar um eignina má finna á fasteignavef Vísis.

Stofan er hlýlega innréttuð.Híbýli fasteignasala
Á veggnum í stofunni má sjá Hansahillur sem voru hannaðar af danska hönnuðinum Poul Cadovius.Híbýli fasteignasala
Eldhúsið er málað í fagur grænum lit.Híbýli fasteignasala
Flísar eru á gólfi í eldhús, hvít innrétting og borðkrókur.Híbýli fasteignasala
Baðherbergi er flísalagt hólf í gólf með hvíta innréttingu og baðkar. Híbýli fasteignasala

Barnalán á árinu

Óhætt er að segja að árið byrji með trompi hjá parinu en 1. janúar tilkynntu þau að þau ættu von á sínu fyrsta barni saman. 

„Ég er ólétt. Nýtt ár verður fallegt og gjöfult,“ skrifaði Katla við færslu á samfélagsmiðlum og birti mynd af sónarmynd og verðandi foreldrunum.

Atli Már starfar sem dag­skrár­gerðarmaður á Rás 2 þar sem hann er umsjónar­maður þátt­anna Þú veist bet­ur á Rás 2 á sunnu­dags­morgn­um.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.