Alvarlegar afleiðingar standi aðilar ekki við sitt Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. janúar 2024 14:39 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Vísir/Arnar Formaður VR segir að samningaviðræður breiðfylkingar ASÍ við SA á því stigi nú að farið sé að ræða einstök atriði. Hann segist hafa trú á viðræðunum þrátt fyrir fyrri reynslu, allir aðilar þurfi að standa við sitt. Þetta er meðal þess sem fram kom í Pallborðinu á Vísi. Þar ræddu Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis, og Helgi Pétursson, formaður Landssambands eldri borgara kjaraviðræður, kjarasamninga og mögulega þjóðarsátt. Mun taka tíma að útfæra Ragnar segir að breiðfylking ASÍ sem fundi nú með Samtökum atvinnulífsins sé að mörgu leyti söguleg. Þar rúmlega 70 prósent vinnumarkaðarins undir. Hann segist vona að kjarasamningar muni nást og segir þá verða gerða á grunni lífskjarasamningsins. „Það er í sjálfu sér sambærilegt verkefni sem við erum að kynna fyrir okkar viðsemjendum,“ segir Ragnar. Hann segist vona að breið sátt muni nást og að árangurinn verði raunverulegur. Forsenda samninga sé sú að verðlagshækkanir, bæði þær sem hafi komið til framkvæmda og þær sem hafi verið boðaðar verði dregnar til baka. „Þetta er að rúlla í þann fasa að við getum farið að ræða einstök efnisatriði samnings,“ segir Ragnar. Hann segir hópinn fyrst í gær hafa fengið formleg viðbrögð við sinni hugmynd, sem sé margþætt og flókin í framkvæmd, þannig að tíma muni taka að útfæra hann sérstaklega. Einnig er hægt að hlusta á Pallborðið á hlaðvarpsveitum líkt og Spotify. Hefur trú á verkefninu þrátt fyrir fyrri reynslu Ragnar segist hafa trú á verkefninu þrátt fyrir fyrri reynslu af slíkri samningagerð. Umræðan í kringum þessa kjarasamninga hefði verið óvenju mild. „Auðvitað hef ég trú á þessu verkefni, annars væri ég ekki þátttakandi í því. Ég á alveg eftir að sjá það að þetta muni ganga hratt og eftir sig, þetta getur tekið langan tíma.“ Hann segir afleiðingarnar mjög alvarlegar ef aðilar samninga munu ekki standa við sín loforð og segist mátulega bjartsýnn. Vinnan sé að fara á fullt núna og viðræðurnar á því stigi að samningsaðilar ræði einstök atriði. „Öll þau atriði sem ríkisstjórnin kæmi að, veðri hún aðili samnings, þau verða tímasett og ef þau verða ekki kláruð innan ákveðins tímaramma, þá munu samningarnir falla lausir. Við getum ekki treyst blint í þessari vegferð sem við erum að bjóða. Við erum að taka gríðarlega áhættu með þessu og þá skulu allir aðilar máls standa við sitt í gerðum samningum og afleiðingarnar verða mjög alvarlegar ef slíkt er ekki efnt.“ Ákjósanlegra að byrja á stærri borði Þórarinn segist telja að ákjósanlegra hefði verið að fleiri félög hefðu byrjað á því að eiga í samtali, áður en haldið væri af stað í að ræða við samningsaðilann. „Fólk tali sig í skuldbindingu og fari svo í útfærsluna, hugsanlega á smærri borðum. Það hefur verið gert áður án þess að þjóðarsáttarhugtakið sé undir,“ segir Þórarinn. Hann segir að í þjóðarsátt felist gríðarlega sterk krafa um raunverulegar efnahagslegar aðgerðir af hálfu hins opinbera, sem verði til raunverulegra breytinga í samfélaginu. Þórarinn segist spurður treysta breiðfylkingunni til góðra verka í sínum samtölum við stjórnvöld. „Við höfum átt mjög gott samstarf um marga hluti. Ég hefast ekki um að við getum náð saman um þetta ef stjórnvöld eru tilbúin til þess að koma að borðinu. Pallborðið Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Grindavík Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom í Pallborðinu á Vísi. Þar ræddu Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis, og Helgi Pétursson, formaður Landssambands eldri borgara kjaraviðræður, kjarasamninga og mögulega þjóðarsátt. Mun taka tíma að útfæra Ragnar segir að breiðfylking ASÍ sem fundi nú með Samtökum atvinnulífsins sé að mörgu leyti söguleg. Þar rúmlega 70 prósent vinnumarkaðarins undir. Hann segist vona að kjarasamningar muni nást og segir þá verða gerða á grunni lífskjarasamningsins. „Það er í sjálfu sér sambærilegt verkefni sem við erum að kynna fyrir okkar viðsemjendum,“ segir Ragnar. Hann segist vona að breið sátt muni nást og að árangurinn verði raunverulegur. Forsenda samninga sé sú að verðlagshækkanir, bæði þær sem hafi komið til framkvæmda og þær sem hafi verið boðaðar verði dregnar til baka. „Þetta er að rúlla í þann fasa að við getum farið að ræða einstök efnisatriði samnings,“ segir Ragnar. Hann segir hópinn fyrst í gær hafa fengið formleg viðbrögð við sinni hugmynd, sem sé margþætt og flókin í framkvæmd, þannig að tíma muni taka að útfæra hann sérstaklega. Einnig er hægt að hlusta á Pallborðið á hlaðvarpsveitum líkt og Spotify. Hefur trú á verkefninu þrátt fyrir fyrri reynslu Ragnar segist hafa trú á verkefninu þrátt fyrir fyrri reynslu af slíkri samningagerð. Umræðan í kringum þessa kjarasamninga hefði verið óvenju mild. „Auðvitað hef ég trú á þessu verkefni, annars væri ég ekki þátttakandi í því. Ég á alveg eftir að sjá það að þetta muni ganga hratt og eftir sig, þetta getur tekið langan tíma.“ Hann segir afleiðingarnar mjög alvarlegar ef aðilar samninga munu ekki standa við sín loforð og segist mátulega bjartsýnn. Vinnan sé að fara á fullt núna og viðræðurnar á því stigi að samningsaðilar ræði einstök atriði. „Öll þau atriði sem ríkisstjórnin kæmi að, veðri hún aðili samnings, þau verða tímasett og ef þau verða ekki kláruð innan ákveðins tímaramma, þá munu samningarnir falla lausir. Við getum ekki treyst blint í þessari vegferð sem við erum að bjóða. Við erum að taka gríðarlega áhættu með þessu og þá skulu allir aðilar máls standa við sitt í gerðum samningum og afleiðingarnar verða mjög alvarlegar ef slíkt er ekki efnt.“ Ákjósanlegra að byrja á stærri borði Þórarinn segist telja að ákjósanlegra hefði verið að fleiri félög hefðu byrjað á því að eiga í samtali, áður en haldið væri af stað í að ræða við samningsaðilann. „Fólk tali sig í skuldbindingu og fari svo í útfærsluna, hugsanlega á smærri borðum. Það hefur verið gert áður án þess að þjóðarsáttarhugtakið sé undir,“ segir Þórarinn. Hann segir að í þjóðarsátt felist gríðarlega sterk krafa um raunverulegar efnahagslegar aðgerðir af hálfu hins opinbera, sem verði til raunverulegra breytinga í samfélaginu. Þórarinn segist spurður treysta breiðfylkingunni til góðra verka í sínum samtölum við stjórnvöld. „Við höfum átt mjög gott samstarf um marga hluti. Ég hefast ekki um að við getum náð saman um þetta ef stjórnvöld eru tilbúin til þess að koma að borðinu.
Pallborðið Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Grindavík Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Sjá meira