Útstunginn og blóðugur jógabolti lykilsönnunargagn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. janúar 2024 17:15 Ólafsfjörður í vetrarbúningi. Árásin átti sér stað í október 2022 og rúmu ári síðar er fallinn dómur í málinu. Vísir/Atli Allt bendir til þess að Tómas Waagfjörð hafi reynt að verjast hnífaárás Steinþórs Einarssonar með jógabolta í íbúð á Ólafsfirði í október 2022. Steinþór hlaut átta ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær. Hann kannaðist ekkert við að jógabolti hefði komið við sögu í átökunum en boltinn var útstunginn og blóðugur. Steinþór var ákærður fyrir að hafa banað Tómasi með tveimur hnífsstungum í vinstri síðu með þeim afleiðingum að ytri mjaðmarslagæð fór í sundur. Tómas lést sökum umfangsmikils blóðtaps. Steinþór bar fyrir sig neyðarvörn í málinu enda hefði Tómas mætt vopnaður hnífi í íbúðina og lagt til hans. Héraðsdómur féllst á þá atburðarás en Steinþór hefði náð tökum á ástæðum og banað óvopnuðum manni eftir að hafa náð taki á hnífnum. Fjölskipaður dómur Steinþór er einn til frásagnar um hvað gerðist umrædda nótt í íbúðinni á Ólafsfirði. Kona Tómasar, sem hafði komið sér fyrir í íbúðinni á Ólafsfirði og var vinkona Steinþórs, lést á meðan rannsókn málsins stóð. Héraðsdómur var fjölskipaður en auk tveggja héraðsdómara var réttarlæknir á meðal dómara. Dómurinn taldi framburð Steinþórs í málinu heilt yfir hafa verið stöðugan þó nokkur atriði hefðu tekið breytingum. Nýjar útgáfur hefðu borið þess merki að Steinþór hefði reynt að draga úr sök sinni. Hans frásögn var á þann veg að Tómas hefði ráðist á hann með hníf og stungið bæði í kinn og læri. Steinþór sagðist svo hafa náð tökum á hnífsblaðinu, misst máttinn í öðrum fætinum og dottið á Tómas sem hefði verið með bakið upp við eyju í eldhúsinu. Sagði Steinþór að hnífurinn hlyti að hafa stungist tvisvar í síðu Tómasar fyrir slysni. Engin rökrétt skýring á áverkunum Fram kemur í niðurstöðu héraðsdóms að skýring Steinþórs þess efnis að hnífurinn hafi tvisvar stungist í Tómas fyrir slysni þegar Steinþór hrinti honum frá sér og reyndi að standa upp en féll á tómas samræmdist ekki áverkunum. Réttarlæknir bar afdráttarlaust um það fyrir dómi. Sár á hendi Steinþór studdu framburð hans að hann hefði náð taki á hnífsblaðinu. Sú frásögn að hann hefði haldið allan tímann um hnífsblaðið eftir það skýri þó ekki hvernig Tómas hlaut stungurnar í síðuna sem bönuðu honum. Dómurinn leit til þess að Steinþór hefði enga rökrétta skýringu gefið á tilkomu áverka Tómasar. Augljóst sé að í frásögn hans vanti þann hluta þegar Tómas hlaut stungurnar. Þá vanti einnig þann hluta þegar jógabolti í íbúðinni kom við sögu en á honum fundust fimm stungu- og skurðför sem ljóst er að komu til eftir að bæði Steinþóri og Tómasi blæddi. Taldi dómurinn hafið yfir skynsamlegan vafa að Steinþór hefði stungið Tómas tvívegis af ásetningi í síðuna. Honum hafi ekki getað dulist að bani kynni að hljótast af tveimur djúpum hnífsstungum í líkama hans. Neyðarvörn til að byrja með Steinþór bar fyrir sig neyðarvörn en í henni felst að mönnum er ekki dæmd refsing þegar þeir vinna verk í neyðarvörn, til að afstýra ólögmætri árás eða verjast. Dómurinn féllst á þá frásögn að Tómas hefði fyrst ráðist að Steinþór vopnaður hníf. Steinþór hefði hlotið stungu í framanvert vinstra læri og vinstri kinn. Þá studdi stungufar í stólbaki að Tómas hafi lagt til Steinþórs í þriðja sinn. Auk þess var Steinþór með sár á höndum. Var fallist á að á þessum tímapunkti hefði Steinþór sætt árás með hættulegu vopni sem hann neyddist til að verjast. Dómurinn telur að í framhaldinu hafi Steinþór náð hnífnum af Tómasi og leit dómurinn til dýptar og stefnu stunguáverkanna sem Tómas hlaut. Hvað með jógaboltann? Sömuleiðis benti dómurinn á að Steinþór hefði ekki sagt neitt um jógaboltann sem stungu- og skurðför gáfu til kynna að hefði verið notaður til varnar í átökunum. Tómas hefði þannig haldið á boltanum sér til varnar eftir að Steinþór náði hnífnum. Þannig hafi leikar snúist við, Steinþór haldið á hnífnum og beint honum gegn óvopnuðum manni. Þá telur dómurinn að nokkur aflsmunur hafi verið á Steinþóri og Tómasi, Steinþóri í hag, enda væri hann 15-20 kílóum þyngri og aðeins hávaxnari. Ekkert lægi fyrir um að á þeim tímapunkti sem Steinþór stakk Tómas hafi aðstæður verið með þeim hætti að verknaðurinn hafi verið honum nauðsynlegur til að verjast lífshættulegri árás. Steinþór beri sönnunarbyrðina að aðstæður hafi verið þannig að um neyðarvörn hafi verið að ræða. Ekki hafi tekist að sýna fram á það. Engin merki um hræðslu Þá bar Steinþór fyrir sig að verk hans væri refsilaust því hann hefði verið svo skelfdur og forviða að hann gat ekki fullkomlega gætt sín. Dómurinn féllst ekki heldur á það enda hefði ekkert komið fram sem styddi þá frásögn. Þvert á móti lýsti hann atvikum þannig að hann hefði aðeins haft hugann við að afvopna hinn látna. Þá beri orð Steinþórs við Tómas „Varstu að stinga mig þarna helvítið þitt!“ fremur vott um reiði en skelfingu. Orðaskipti hans við Neyðarlínuna og yfirvegað viðbragð á vettvangi bera heldur ekki með sér að Steinþór hafi á verknaðarstundu verið í slíku hugarástandi að réttlæti að fara út fyrir takmörk leyfilegrar neyðarvarnar. Brotaferill að baki Héraðsdómur dæmdi Steinþór í átta ára fangelsi en hann hefur hlotið sex refsidóma frá árinu 2011. Hann var á reynslulausn þegar hann framdi brot sitt og eru 220 daga eftirstöðvar á fyrri dómum hluti af átta ára refsingunni. Rúmlega mánaðarlangt gæsluvarðhald dregst frá refsingunni. Auk fangelsisrefsingar var Steinþór dæmdur til að greiða ólögráða dóttur Tómasar 6,6 milljónir króna í skaðabætur og fjórar milljónir króna í miskabætur og ólögráða syni hans 4,4 milljónir króna í skaðabætur og fjórar milljónir í miskabætur. Þá var honum gert að greiða sex milljónir króna í sakarkostnað, þar af 5,2 milljóna króna málsvarnarlaun skipaðs verjanda hans. Snorri Sturluson, verjandi Steinþórs, segir að málinu verði áfrýjað til Landsréttar. Manndráp á Ólafsfirði Dómsmál Fjallabyggð Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Innlent Fleiri fréttir Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Fá greitt 150 þúsund krónum minna en læknar í sömu stöðu Matráður segir upp á Mánagarði Listum skilað í Hörpu og lokadagur Norðurlandaráðsþings Ekki nauðvörn og fimm ára dómur fyrir manndrápstilraun stendur Eitt barn útskrifað af gjörgæslu Ábyrg framtíð býður bara fram í Reykjavík norður Skiluðu meðmælalistum í Hörpu Sjá meira
Steinþór var ákærður fyrir að hafa banað Tómasi með tveimur hnífsstungum í vinstri síðu með þeim afleiðingum að ytri mjaðmarslagæð fór í sundur. Tómas lést sökum umfangsmikils blóðtaps. Steinþór bar fyrir sig neyðarvörn í málinu enda hefði Tómas mætt vopnaður hnífi í íbúðina og lagt til hans. Héraðsdómur féllst á þá atburðarás en Steinþór hefði náð tökum á ástæðum og banað óvopnuðum manni eftir að hafa náð taki á hnífnum. Fjölskipaður dómur Steinþór er einn til frásagnar um hvað gerðist umrædda nótt í íbúðinni á Ólafsfirði. Kona Tómasar, sem hafði komið sér fyrir í íbúðinni á Ólafsfirði og var vinkona Steinþórs, lést á meðan rannsókn málsins stóð. Héraðsdómur var fjölskipaður en auk tveggja héraðsdómara var réttarlæknir á meðal dómara. Dómurinn taldi framburð Steinþórs í málinu heilt yfir hafa verið stöðugan þó nokkur atriði hefðu tekið breytingum. Nýjar útgáfur hefðu borið þess merki að Steinþór hefði reynt að draga úr sök sinni. Hans frásögn var á þann veg að Tómas hefði ráðist á hann með hníf og stungið bæði í kinn og læri. Steinþór sagðist svo hafa náð tökum á hnífsblaðinu, misst máttinn í öðrum fætinum og dottið á Tómas sem hefði verið með bakið upp við eyju í eldhúsinu. Sagði Steinþór að hnífurinn hlyti að hafa stungist tvisvar í síðu Tómasar fyrir slysni. Engin rökrétt skýring á áverkunum Fram kemur í niðurstöðu héraðsdóms að skýring Steinþórs þess efnis að hnífurinn hafi tvisvar stungist í Tómas fyrir slysni þegar Steinþór hrinti honum frá sér og reyndi að standa upp en féll á tómas samræmdist ekki áverkunum. Réttarlæknir bar afdráttarlaust um það fyrir dómi. Sár á hendi Steinþór studdu framburð hans að hann hefði náð taki á hnífsblaðinu. Sú frásögn að hann hefði haldið allan tímann um hnífsblaðið eftir það skýri þó ekki hvernig Tómas hlaut stungurnar í síðuna sem bönuðu honum. Dómurinn leit til þess að Steinþór hefði enga rökrétta skýringu gefið á tilkomu áverka Tómasar. Augljóst sé að í frásögn hans vanti þann hluta þegar Tómas hlaut stungurnar. Þá vanti einnig þann hluta þegar jógabolti í íbúðinni kom við sögu en á honum fundust fimm stungu- og skurðför sem ljóst er að komu til eftir að bæði Steinþóri og Tómasi blæddi. Taldi dómurinn hafið yfir skynsamlegan vafa að Steinþór hefði stungið Tómas tvívegis af ásetningi í síðuna. Honum hafi ekki getað dulist að bani kynni að hljótast af tveimur djúpum hnífsstungum í líkama hans. Neyðarvörn til að byrja með Steinþór bar fyrir sig neyðarvörn en í henni felst að mönnum er ekki dæmd refsing þegar þeir vinna verk í neyðarvörn, til að afstýra ólögmætri árás eða verjast. Dómurinn féllst á þá frásögn að Tómas hefði fyrst ráðist að Steinþór vopnaður hníf. Steinþór hefði hlotið stungu í framanvert vinstra læri og vinstri kinn. Þá studdi stungufar í stólbaki að Tómas hafi lagt til Steinþórs í þriðja sinn. Auk þess var Steinþór með sár á höndum. Var fallist á að á þessum tímapunkti hefði Steinþór sætt árás með hættulegu vopni sem hann neyddist til að verjast. Dómurinn telur að í framhaldinu hafi Steinþór náð hnífnum af Tómasi og leit dómurinn til dýptar og stefnu stunguáverkanna sem Tómas hlaut. Hvað með jógaboltann? Sömuleiðis benti dómurinn á að Steinþór hefði ekki sagt neitt um jógaboltann sem stungu- og skurðför gáfu til kynna að hefði verið notaður til varnar í átökunum. Tómas hefði þannig haldið á boltanum sér til varnar eftir að Steinþór náði hnífnum. Þannig hafi leikar snúist við, Steinþór haldið á hnífnum og beint honum gegn óvopnuðum manni. Þá telur dómurinn að nokkur aflsmunur hafi verið á Steinþóri og Tómasi, Steinþóri í hag, enda væri hann 15-20 kílóum þyngri og aðeins hávaxnari. Ekkert lægi fyrir um að á þeim tímapunkti sem Steinþór stakk Tómas hafi aðstæður verið með þeim hætti að verknaðurinn hafi verið honum nauðsynlegur til að verjast lífshættulegri árás. Steinþór beri sönnunarbyrðina að aðstæður hafi verið þannig að um neyðarvörn hafi verið að ræða. Ekki hafi tekist að sýna fram á það. Engin merki um hræðslu Þá bar Steinþór fyrir sig að verk hans væri refsilaust því hann hefði verið svo skelfdur og forviða að hann gat ekki fullkomlega gætt sín. Dómurinn féllst ekki heldur á það enda hefði ekkert komið fram sem styddi þá frásögn. Þvert á móti lýsti hann atvikum þannig að hann hefði aðeins haft hugann við að afvopna hinn látna. Þá beri orð Steinþórs við Tómas „Varstu að stinga mig þarna helvítið þitt!“ fremur vott um reiði en skelfingu. Orðaskipti hans við Neyðarlínuna og yfirvegað viðbragð á vettvangi bera heldur ekki með sér að Steinþór hafi á verknaðarstundu verið í slíku hugarástandi að réttlæti að fara út fyrir takmörk leyfilegrar neyðarvarnar. Brotaferill að baki Héraðsdómur dæmdi Steinþór í átta ára fangelsi en hann hefur hlotið sex refsidóma frá árinu 2011. Hann var á reynslulausn þegar hann framdi brot sitt og eru 220 daga eftirstöðvar á fyrri dómum hluti af átta ára refsingunni. Rúmlega mánaðarlangt gæsluvarðhald dregst frá refsingunni. Auk fangelsisrefsingar var Steinþór dæmdur til að greiða ólögráða dóttur Tómasar 6,6 milljónir króna í skaðabætur og fjórar milljónir króna í miskabætur og ólögráða syni hans 4,4 milljónir króna í skaðabætur og fjórar milljónir í miskabætur. Þá var honum gert að greiða sex milljónir króna í sakarkostnað, þar af 5,2 milljóna króna málsvarnarlaun skipaðs verjanda hans. Snorri Sturluson, verjandi Steinþórs, segir að málinu verði áfrýjað til Landsréttar.
Manndráp á Ólafsfirði Dómsmál Fjallabyggð Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Innlent Fleiri fréttir Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Fá greitt 150 þúsund krónum minna en læknar í sömu stöðu Matráður segir upp á Mánagarði Listum skilað í Hörpu og lokadagur Norðurlandaráðsþings Ekki nauðvörn og fimm ára dómur fyrir manndrápstilraun stendur Eitt barn útskrifað af gjörgæslu Ábyrg framtíð býður bara fram í Reykjavík norður Skiluðu meðmælalistum í Hörpu Sjá meira