„Atlantshafsbandalagið er dautt“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. janúar 2024 06:45 Þrátt fyrir öll hans lagalegu vandræði er Trump enn líklegastur til að hljóta útnefningu Repúblikana fyrir forsetakosningarnar. AP/Carolyn Kaster Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og núverandi forsetaframbjóðandi, er sagður hafa sagt við Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, að Atlantshafsbandalagið væri „dautt“. Þá er hann einnig sagður hafa sagt að Bandaríkin myndu aldrei koma Evrópu til aðstoðar. Ummælin féllu á efnahagsráðstefnunni í Davos (e. World Economic Forum) árið 2020, að sögn Thierry Breton sem fer með málefni innri markaðar Evrópusambandsins í framkvæmdastjórninni. „Þú þarft að skilja að ef Evrópa sætir árás þá munum við aldrei koma og styðja ykkur,“ á Trump að hafa sagt, að því er Breton sagði í Evrópuþinginu. Þá á hann einnig að hafa sagt: „Og Nató er dautt og við munum fara, við munum hætta í Nató“. Þá á Trump einnig að hafa sagt að Þýskaland skuldaði honum 400 milljarða dala, þar sem þeir hefðu þurft að leggja til varnarmála ef ekki væri fyrir Bandaríkin. Trump daðraði oft við það í stjórnartíð sinni að hóta því að Bandaríkin færu úr Nató og þá lýsti hann oft aðdáun sinni á Vladimir Pútín Rússlandsforseta, sem hann sagði skilja vel. Trump hefur einnig gefið í skyn að Pútín hefði ekki ráðist inn í Úkraínu ef hann hefði náð endurkjöri. Breton er sagður hafa varað við því í Brussel að Trump gæti snúið aftur og að aðildarríki Nató þyrftu að vera undir það búin. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 NATO Evrópusambandið Bandaríkin Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sjá meira
Þá er hann einnig sagður hafa sagt að Bandaríkin myndu aldrei koma Evrópu til aðstoðar. Ummælin féllu á efnahagsráðstefnunni í Davos (e. World Economic Forum) árið 2020, að sögn Thierry Breton sem fer með málefni innri markaðar Evrópusambandsins í framkvæmdastjórninni. „Þú þarft að skilja að ef Evrópa sætir árás þá munum við aldrei koma og styðja ykkur,“ á Trump að hafa sagt, að því er Breton sagði í Evrópuþinginu. Þá á hann einnig að hafa sagt: „Og Nató er dautt og við munum fara, við munum hætta í Nató“. Þá á Trump einnig að hafa sagt að Þýskaland skuldaði honum 400 milljarða dala, þar sem þeir hefðu þurft að leggja til varnarmála ef ekki væri fyrir Bandaríkin. Trump daðraði oft við það í stjórnartíð sinni að hóta því að Bandaríkin færu úr Nató og þá lýsti hann oft aðdáun sinni á Vladimir Pútín Rússlandsforseta, sem hann sagði skilja vel. Trump hefur einnig gefið í skyn að Pútín hefði ekki ráðist inn í Úkraínu ef hann hefði náð endurkjöri. Breton er sagður hafa varað við því í Brussel að Trump gæti snúið aftur og að aðildarríki Nató þyrftu að vera undir það búin.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 NATO Evrópusambandið Bandaríkin Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sjá meira