Verður stórfyrirtækjum hlíft við „sáttinni“? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar 11. janúar 2024 09:30 „Á Íslandi er samfélagssáttmáli um jöfnuð... ekki bara í þeim kjarasamningum sem við gerum heldur líka í skattkerfinu okkar...“ sagði framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í grein í Morgunblaðinu á nýársdag. Kallar hún þar óbeint eftir stuðningi lesenda við krónutöluhækkun í launum og tugmilljarða innspýtingu skattgreiðenda í bótakerfin, með það að markmiði að innsigla kjarasamninga SA og félaga ASÍ sem fara fyrir tæplega helmingi grunnlaunavísitölunnar á Íslandi.* Með jafnri krónutöluhækkun verður stöndugum stórfyrirtækjum t.d. bönkum að mestu hlíft við miklum prósentuhækkunum launa en meiri byrðum velt á atvinnugreinar sem borga lág laun. Jöfn krónutöluhækkun mun draga enn frekar úr hvata til menntunar og stuðla að áframhaldandi kaupmáttarrýrnun í launum stórs hluta millistéttar. Það er því miður ekki líklegt að leið SA og „breiðfylkingar“ ASÍ muni stuðla að sátt á vinnumarkaði, heldur leiða til átaka og verkfalla. Andstætt markmiði okkar allra; að ná niður verðbólgu og vöxtum. En hvað þarf til? * Í grein Stefáns Ólafssonar er inntak greinar minnar frá nýársdegi rangtúlkað. Vægi í grunnlaunavísitölu veitir vísbendingu um hlutdeild í launakostnaði hagkerfisins, ekki um fjölda einstaklinga í bandalögum. Í greininni er því einnig ranglega haldið fram að meirihluti kvenna sé án háskólaprófs. Hið rétta er að 59% starfandi kvenna á aldrinum 25-64 ára eru með háskólapróf. Blandaður samningur sanngjarnari fyrir fyrirtæki og launafólk Samtök atvinnulífsins hafa sögulega séð verið höll undir kjarasamninga sem útfæra launahækkanir í krónutölum. Heildarkostnaður slíkra samninga fyrir fyrirtæki landsins er enda oft minni en kjarasamninga með jöfnum prósentuhækkunum. Krónutöluhækkanirnar leiða þó til mismikilla prósentuhækkana hjá fyrirtækjum og byrði kjarasamninga því misdreift. Krónutöluhækkanir jafngilda t.a.m. háum prósentuhækkunum í atvinnugreinum sem borga lægri laun t.d. í ferðaþjónustu og verslun. Fyrirtækjum sem hafa minnsta „svigrúmið til launahækkana“. Arðbærum stórfyrirtækjum með sérfræðinga innanborðs t.d. fjármálafyrirtækjum og hátæknifyrirtækjum er hlíft við dýrum kjarasamningum þegar útfærslan er í jafnri krónutölu. Þeim fyrirtækjum sem helst hafa efni á að greiða hærri laun án þess að velta hækkuninni í verðlag! Kjarasamningur með blandaðri leið prósentuhækkana og lágmarkskrónutöluhækkana gæti verið betur til þess fallinn að koma í veg fyrir átök á vinnumarkaði og draga úr verðbólguþrýstingi. Laun hjá meginþorra launafólks myndu hækka hlutfallslega jafnt en lágmarkskrónutala myndi tryggja láglaunafólki meiri hlutfallshækkanir en öðrum. Hagvaxtarauki yrði í öllum samningum og aðkoma ríkis og sveitarfélaga myndi skapa frekari varnir fyrir þau sem minnst hafa milli handanna. Allir þurfa að koma að fjármögnun sáttmálans Af fréttum að dæma fara samningsaðilar SA og „breiðfylkingar ASÍ“ fram á 20-30 milljarða innspýtingu skattgreiðenda í bótakerfin, án þess að meiri tekna verði aflað á móti t.d. frá ríkasta 0,1% landsmanna. Að óbreyttu skattkerfi verður aðgerðin því að mestu fjármögnuð af millistéttinni í formi beinna og óbeinna skatta. Óþarft er að rekja hér andstöðu SA við aukna skattheimtu á stórfyrirtæki, nægir að nefna hækkun auðlindagjalds eða hækkun fjármagnstekjuskatta. Skortur á samtali milli almenns- og opinbers vinnumarkaðar er einn helsti gallinn á íslenska vinnumarkaðslíkaninu en núverandi aðstæður bjóða loks upp á tækifæri til að taka á þeim vanda. SA, ASÍ, BHM, BSRB, KÍ, sveitarfélög og ríki þurfa nú að eiga yfirvegað samtal um samfélagssáttmálann. Samfélagssáttmála sem er ekki að mestu borinn af millistéttinni og litlum fyrirtækjum. Ef okkur tekst vel til ættu samningsaðilar, launagreiðendur og stéttarfélög, að geta gengið frá hagfelldum kjarasamningum fljótt og örugglega. Að gefnu tilefni skal skýrt tekið fram að BHM styður alla viðleitni til að bæta kjör láglaunahópa en hvetur aðila til að horfa heildstætt á málin og verkefnið framundan. Höfundur er formaður BHM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
„Á Íslandi er samfélagssáttmáli um jöfnuð... ekki bara í þeim kjarasamningum sem við gerum heldur líka í skattkerfinu okkar...“ sagði framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í grein í Morgunblaðinu á nýársdag. Kallar hún þar óbeint eftir stuðningi lesenda við krónutöluhækkun í launum og tugmilljarða innspýtingu skattgreiðenda í bótakerfin, með það að markmiði að innsigla kjarasamninga SA og félaga ASÍ sem fara fyrir tæplega helmingi grunnlaunavísitölunnar á Íslandi.* Með jafnri krónutöluhækkun verður stöndugum stórfyrirtækjum t.d. bönkum að mestu hlíft við miklum prósentuhækkunum launa en meiri byrðum velt á atvinnugreinar sem borga lág laun. Jöfn krónutöluhækkun mun draga enn frekar úr hvata til menntunar og stuðla að áframhaldandi kaupmáttarrýrnun í launum stórs hluta millistéttar. Það er því miður ekki líklegt að leið SA og „breiðfylkingar“ ASÍ muni stuðla að sátt á vinnumarkaði, heldur leiða til átaka og verkfalla. Andstætt markmiði okkar allra; að ná niður verðbólgu og vöxtum. En hvað þarf til? * Í grein Stefáns Ólafssonar er inntak greinar minnar frá nýársdegi rangtúlkað. Vægi í grunnlaunavísitölu veitir vísbendingu um hlutdeild í launakostnaði hagkerfisins, ekki um fjölda einstaklinga í bandalögum. Í greininni er því einnig ranglega haldið fram að meirihluti kvenna sé án háskólaprófs. Hið rétta er að 59% starfandi kvenna á aldrinum 25-64 ára eru með háskólapróf. Blandaður samningur sanngjarnari fyrir fyrirtæki og launafólk Samtök atvinnulífsins hafa sögulega séð verið höll undir kjarasamninga sem útfæra launahækkanir í krónutölum. Heildarkostnaður slíkra samninga fyrir fyrirtæki landsins er enda oft minni en kjarasamninga með jöfnum prósentuhækkunum. Krónutöluhækkanirnar leiða þó til mismikilla prósentuhækkana hjá fyrirtækjum og byrði kjarasamninga því misdreift. Krónutöluhækkanir jafngilda t.a.m. háum prósentuhækkunum í atvinnugreinum sem borga lægri laun t.d. í ferðaþjónustu og verslun. Fyrirtækjum sem hafa minnsta „svigrúmið til launahækkana“. Arðbærum stórfyrirtækjum með sérfræðinga innanborðs t.d. fjármálafyrirtækjum og hátæknifyrirtækjum er hlíft við dýrum kjarasamningum þegar útfærslan er í jafnri krónutölu. Þeim fyrirtækjum sem helst hafa efni á að greiða hærri laun án þess að velta hækkuninni í verðlag! Kjarasamningur með blandaðri leið prósentuhækkana og lágmarkskrónutöluhækkana gæti verið betur til þess fallinn að koma í veg fyrir átök á vinnumarkaði og draga úr verðbólguþrýstingi. Laun hjá meginþorra launafólks myndu hækka hlutfallslega jafnt en lágmarkskrónutala myndi tryggja láglaunafólki meiri hlutfallshækkanir en öðrum. Hagvaxtarauki yrði í öllum samningum og aðkoma ríkis og sveitarfélaga myndi skapa frekari varnir fyrir þau sem minnst hafa milli handanna. Allir þurfa að koma að fjármögnun sáttmálans Af fréttum að dæma fara samningsaðilar SA og „breiðfylkingar ASÍ“ fram á 20-30 milljarða innspýtingu skattgreiðenda í bótakerfin, án þess að meiri tekna verði aflað á móti t.d. frá ríkasta 0,1% landsmanna. Að óbreyttu skattkerfi verður aðgerðin því að mestu fjármögnuð af millistéttinni í formi beinna og óbeinna skatta. Óþarft er að rekja hér andstöðu SA við aukna skattheimtu á stórfyrirtæki, nægir að nefna hækkun auðlindagjalds eða hækkun fjármagnstekjuskatta. Skortur á samtali milli almenns- og opinbers vinnumarkaðar er einn helsti gallinn á íslenska vinnumarkaðslíkaninu en núverandi aðstæður bjóða loks upp á tækifæri til að taka á þeim vanda. SA, ASÍ, BHM, BSRB, KÍ, sveitarfélög og ríki þurfa nú að eiga yfirvegað samtal um samfélagssáttmálann. Samfélagssáttmála sem er ekki að mestu borinn af millistéttinni og litlum fyrirtækjum. Ef okkur tekst vel til ættu samningsaðilar, launagreiðendur og stéttarfélög, að geta gengið frá hagfelldum kjarasamningum fljótt og örugglega. Að gefnu tilefni skal skýrt tekið fram að BHM styður alla viðleitni til að bæta kjör láglaunahópa en hvetur aðila til að horfa heildstætt á málin og verkefnið framundan. Höfundur er formaður BHM.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun