„Held að ég sé góður í þessu“ Sindri Sverrisson skrifar 12. janúar 2024 10:00 Snorri Steinn Guðjónsson sýndi skemmtileg svipbrigði í fótboltaupphitun landsliðsins á æfingu í gær. Hann segir mikilvægt að hafa léttan anda í aðdraganda móts sem vonandi verði langt og strangt. VÍSIR/VILHELM Snorri Steinn Guðjónsson er búinn að undirbúa leikmenn sína eins og best hann getur fyrir leikinn við Serbíu í dag, sinn fyrsta leik sem þjálfari á stórmóti í handbolta. Hann forðast þó að drekkja mönnum í upplýsingum. „Mér finnst þetta bara mjög náttúrulegt og mér líður bara vel með þetta. Finnst þetta alls ekki yfirþyrmandi og held að ég sé bara góður í þessu. Það kemur þá bara í ljós [í dag], eins og gengur og gerist. Fókusinn og löngunin í að standa sig vel er sterkara heldur en hitt,“ sagði Snorri á æfingu landsliðsins í gær. Á þeirri æfingu, rúmum sólarhring fyrir leikinn mikilvæga við Serba, var sá létti andi sem Snorri vill að sé til staðar þegar það á við, þó að hann væri ekki endilega hrifinn af lagavali leikmanna sinna. Andinn sé góður: „Já, og ég skynjaði það svo sem bara líka þegar ég kom inn. Auðvitað á þetta bara að vera þannig. Ég þekki þetta bara svona, það á að vera gaman. Vonandi verður þetta langt og strangt mót hjá okkur, og það verða alveg þyngsli. Það er alveg brekka að vera saman í tæpan mánuð, svo það er eins gott að það sé létt yfir þessu svona rétt fyrir fyrsta leik,“ sagði Snorri. Klippa: Snorri einbeittur fyrir fyrsta leik á EM Getur ekki drekkt mönnum í upplýsingum Leikurinn við Serba er algjör lykilleikur upp á framhaldið hjá Íslandi og Snorri hefur haldið nóg af vídjófundum til að undirbúa sína menn: „Já, já. Við byrjuðum snemma að leggja inn, strax heima á Íslandi þegar undirbúningurinn byrjaði. Við reyndum svolítið að miða allt við þennan leik við Serba, án þess að fara neitt fram úr okkur í því. Það er eitt og annað sem þarf að skoða hjá þeim. Þeir eru fjölbreyttir og margt sem þarf að varast. En þú getur ekki alveg drekkt mönnum í upplýsingum. Þeir þurfa að vera fókuseraðir, láta þetta allt sinka inn og undirbúa sig vel. Svo snýst þetta allt um að gera hlutina á leikdegi,“ sagði Snorri en hvað vill hann sjá frá sínu liði í dag? Vill að það sé mikið af mörkum „Ég vona að við náum upp okkar leik. Ég vil að það sé hraði og dínamík, og að við séum beinskeyttir. Að það sé þungur sóknarbolti í gangi án þess að það eigi að bitna á varnarleiknum. Ég hef aldrei farið í felur með það að ég vil skora mikið af mörkum, að það séu mörk í mínum leikjum. Það er lykilatriði að við náum upp okkar leik en við þurfum að vera á varðbergi með að einhvern tímann kemur það til með að hiksta eða klikka, og þá þurfum við að geta brugðist við því.“ Fyrsti leikur Íslands á EM er við Serbíu í dag klukkan 17. Íþróttadeild Sýnar er í München og mun fjalla ítarlega um allt sem tengist leiknum í máli og myndum. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
„Mér finnst þetta bara mjög náttúrulegt og mér líður bara vel með þetta. Finnst þetta alls ekki yfirþyrmandi og held að ég sé bara góður í þessu. Það kemur þá bara í ljós [í dag], eins og gengur og gerist. Fókusinn og löngunin í að standa sig vel er sterkara heldur en hitt,“ sagði Snorri á æfingu landsliðsins í gær. Á þeirri æfingu, rúmum sólarhring fyrir leikinn mikilvæga við Serba, var sá létti andi sem Snorri vill að sé til staðar þegar það á við, þó að hann væri ekki endilega hrifinn af lagavali leikmanna sinna. Andinn sé góður: „Já, og ég skynjaði það svo sem bara líka þegar ég kom inn. Auðvitað á þetta bara að vera þannig. Ég þekki þetta bara svona, það á að vera gaman. Vonandi verður þetta langt og strangt mót hjá okkur, og það verða alveg þyngsli. Það er alveg brekka að vera saman í tæpan mánuð, svo það er eins gott að það sé létt yfir þessu svona rétt fyrir fyrsta leik,“ sagði Snorri. Klippa: Snorri einbeittur fyrir fyrsta leik á EM Getur ekki drekkt mönnum í upplýsingum Leikurinn við Serba er algjör lykilleikur upp á framhaldið hjá Íslandi og Snorri hefur haldið nóg af vídjófundum til að undirbúa sína menn: „Já, já. Við byrjuðum snemma að leggja inn, strax heima á Íslandi þegar undirbúningurinn byrjaði. Við reyndum svolítið að miða allt við þennan leik við Serba, án þess að fara neitt fram úr okkur í því. Það er eitt og annað sem þarf að skoða hjá þeim. Þeir eru fjölbreyttir og margt sem þarf að varast. En þú getur ekki alveg drekkt mönnum í upplýsingum. Þeir þurfa að vera fókuseraðir, láta þetta allt sinka inn og undirbúa sig vel. Svo snýst þetta allt um að gera hlutina á leikdegi,“ sagði Snorri en hvað vill hann sjá frá sínu liði í dag? Vill að það sé mikið af mörkum „Ég vona að við náum upp okkar leik. Ég vil að það sé hraði og dínamík, og að við séum beinskeyttir. Að það sé þungur sóknarbolti í gangi án þess að það eigi að bitna á varnarleiknum. Ég hef aldrei farið í felur með það að ég vil skora mikið af mörkum, að það séu mörk í mínum leikjum. Það er lykilatriði að við náum upp okkar leik en við þurfum að vera á varðbergi með að einhvern tímann kemur það til með að hiksta eða klikka, og þá þurfum við að geta brugðist við því.“ Fyrsti leikur Íslands á EM er við Serbíu í dag klukkan 17. Íþróttadeild Sýnar er í München og mun fjalla ítarlega um allt sem tengist leiknum í máli og myndum.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira