Enn á lífi því kærastan kom snemma heim Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 13. janúar 2024 09:00 Ópíóðar eru líklegri en önnur lyf til þess að valda dauða í ofskammti. Óhætt er að segja að Arnar Freyr hafi sloppið vel. Samsett Að kvöldi 7. desember árið 2022 tók Arnar Freyr Jónsson þá skyndiákvörðun að taka inn ópíóðalyfið OxyContin. Afleiðingarnar voru þær að hann var einungis hársbreidd frá dauðanum. Hann vaknaði upp á bráðamóttöku Landspítalans eftir að hafa legið þar meðvitundarlaus í tvo sólarhringa vegna of stórs skammts. Þessi örlagaríka ákvörðun átti engu að síður eftir að koma honum á beinu brautina. Dæmigerð neyslusaga Arnar Freyr er úr Keflavík og ólst upp með tveimur eldri hálfbræðrum og yngri systur. Fjölskyldan flutti í Garðinn þegar Arnar Freyr var í sjöunda bekk. Þar undi hann sér vel, hélt áfram að æfa fótbolta með Víði eins og hann hafði gert í nokkur ár, og gekk ágætlega í skóla. Þegar hann var kominn í áttunda bekk var fótboltinn ekki lengur töff. „Þetta er svona týpísk neyslusaga; maður byrjaði að reykja sígarettur og svo leiddi það til þess að maður fór að hanga með eldri strákunum og svo byrjaði maður að leiðast út í hass og grasreykingar. Svo byrjaði maður að drekka,“ segir Arnar. „Síðan fluttum við í Grafarvoginn þegar ég var kominn í tíunda bekk og þá var ég farinn að drekka meira og var byrjaður að fikta með að fá mér amfetamín.“ Næstu árin voru lituð af neyslu hjá Arnari, aðallega á grasi og áfengi. Eins og svo margir leitaði hann í neyslu til að bæla niður ómeðhöndlað þunglyndi og kvíða. „Það eina sem ég man frá unglingsárunum var að hafa verið að fá mér gras og drekka bjór. Ég hef nú samt prófað öll efni sem eru til, sveppi, LSD og bara nefndu það, allt fyrir utan sprautuefni. En ég sótti í grasið af því að það róaði mig. Ég seldi líka gras á tímabili til að geta átt fyrir mínum eigin skömmtum. Að lokum fékk ég leið á grasinu og fór meira út í amfetamín og þessi örvandi efni. Þegar ég prófaði kókaín fyrst, sem var eitthvað í kringum tvítugt, þá var ekkert aftur snúið. Seinustu fjögur árin áður en ég varð edrú þá var ég í kókaínneyslu liggur við upp á hvern einasta dag. Mín helsta fíkn var bjór og kókaín. Ég hélt að mér liði best undir áhrifum, en þannig bældi ég niður allar tilfinningar og kvíða." Þessi kókaíneysla var orðin þannig að undir lokin þá var ég komin með ógeð á því, en samt hélt ég áfram að nota og þurfti nánast að pína þetta ofan í mig. Ég hélt að ég gæti ekki lifað án þess. Þrátt fyrir dagneyslu á áfengi og fíkniefnum tókst Arnari samt alltaf að sækja vinnu. Hann byrjaði að fara á sjóinn fyrir sjö árum, hafði upp úr því ágætis tekjur og átti því alltaf pening á milli handanna þó svo að neyslan hafi kostað sitt. Hann kynntist kærustunni sinni fyrir tveimur og hálfu ári og þau eru ennþá saman í dag. Hún, og fjölskylda Arnars, reyndu stöðugt að tala um fyrir honum en hann fann ekki hjá sér hvata til að hætta í neyslunni. Arnar fann aldrei hjá sér hvata til að hætta í neyslu fyrr en hann komst nálægt því að deyja, þetta örlagaríka kvöld í desember árið 2022.Aðsend „Þegar ég var í landi, og var í fríi opnaði ég bjór í hádeginu, fékk mér kók um eittleytið og var orðin fullur um fjögurleytið. Eins og ég leit á það þá var ég bara eitthvað að skemmta mér.“ Allt varð svart Að kvöldi 6. desember 2022 var Arnar einn heima. „Kærastan mín hafði farið út, fór á rúntinn með vinkonu sinni og ég sat einn heima. Ég var ekki búinn að drekka í nokkra daga en var enn að nota kókaín. Ég veit eiginlega ekki ennþá hvað var í gangi í hausnum á mér þarna. Ég hafði aldrei tekið inn OxyContin áður. En það bara gerðist eitthvað í hausnum á mér og ég ákvað að prófa það.“ Á Íslandi virðist álíka auðvelt að verða sér úti um læknadóp og að panta pizzu í gegnum app. Arnar Freyr nýtti sér sölusíðu fyrir fíkniefni á Facebook og innan skamms var hann kominn með fimm stykki af 80 milligramma OxyContin töflum í hendurnar. Til að nefna dæmi um hversu sterkt lyf OxyContin er þá getur ein 80 milligramma tafla valdið dauða vegna ofskömmtunar hjá þeim sem hefur ekki myndað þol gegn lyfinu. Þessi skammtur getur hins vegar verið eðlilegur til verkjastillingar fyrir þann sem hefur myndað þol gegn lyfinu. „Ég gleypi tvær strax og brýt hinar þrjár niður og tek þetta allt í nefið. Svo man ég ekkert meir.“ Arnari var seinna tjáð að kærastan hans hefði komið að honum tæpum tíu mínútum eftir að hann tók inn töflurnar. Fyrir eitthvað kraftaverk hafði hún ákveðið að koma fyrr heim þetta kvöld. Meðfylgjandi myndskeið sýnir ástandið á Arnari á þeirri stundu. Klippa: Arnar Freyr við dauðans dyr „Þegar hún kom að mér þá andaði ég fimm sinnum á mínútu. Ég get ekki ímyndað mér hvernig þetta hefur verið fyrir hana, að koma inn og sjá mig svona. Hún hringdi auðvitað strax á sjúkrabíl. Annar sjúkraflutningamaðurinn sagði við hana að ef hún komið að mér einhverjum mínútum seinna þá hefði það verið of seint,“ segir Arnar og bætir við: „Enda þakka ég henni. Á hverjum einasta degi.“ Aðeins tvennt í stöðunni Arnar var fluttur á bráðamóttökuna á Landspítalanum með hraði og var þar næstu fjóra daga, með vökva og sýklalyf í æð í sitthvorri hendinni. Fyrstu tvo dagana var hann meðvitundarlaus. Þegar hann vaknaði tók það hann langan tíma að „púsla sér saman“ á ný. Enn í dag er þessi tími í hálfgerðri móðu. „Auðvitað hafði ég oft áður leitt hugann að því að ég þyrfti að hætta í neyslu. Ég var alltaf á leiðinni að hætta en ég bara gat það ekki. En þarna hugsaði ég: „Annaðhvort hætti ég núna eða ég enda í gröfinni.“ Það voru bara þessir tveir valmöguleikar.“ Arnar var meðvitundarlaus í tvo sólarhringa.Aðsend Hann hafði einni sinni áður farið í meðferð, þá 17 ára gamall. Þá fór hann á Vog og á Staðarfell og tókst lengst af að halda sér edrú í sex mánuði. „Sem er kannski ekkert skrítið, af því að á þeim tíma fór ég bara í gegnum þetta á hnefanum og mér fannst eins og það væri verið þvinga mig í þetta. Ég vildi sjálfur ekki hætta.“ En eftir að ég að vaknaði þarna á spítalanum, þá var ég í alvörunni tilbúinn. Ég vildi virkilega verða edrú. Ég vil meina að það hafi breytt öllu. Arnari var boðið að fá þjónustu sálfræðings á Landspítalanum, sem hann þáði, og segir það hafa skipt sköpum. Hafði aldrei haft trú á sálfræðingum „Hún eiginlega bara bjargaði mér alveg. Áður fyrr hafði ég aldrei mikla trú á sálfræðingum. En það var eitthvað við það hvernig hún nálgaðist mig og hvernig hún talaði við mig og orðaði hlutina. Hún náði að koma vitinu í mér einhvern veginn.“ Það var fyrir tilstilli sálfræðingsins að Arnar fékk loksins á greiningu á ADHD. Greiningin útskýrði margt. „Þá vissi ég til dæmis af hverju ég hafði verið að sækja í kókaín. Þegar ég tók inn kókaín þá kom ró á hugann og mér fannst ég „venjulegur.“ Arnar Freyr er einn af þeim sem hefur tekist að halda sér edrú og á beinu brautinni án hjálpar frá 12 spora samtökum. Hann hefur gert það einn og óstuddur, en að sjálfsögðu með dyggum stuðningi frá sínum nánustu. Hann tekur fram að þetta ferli sé síst af öllu auðvelt. Það viti allir sem hafi glímt við fíkn. Arnar lá inni á bráðamóttökunni í alls fjóra daga eftir ofskömmtunina.Aðsend „Fíknin kemur upp annað slagið og endist kannski bara í einhverjar fimm eða tíu mínútur, en þessar nokkru mínútur geta samt valdið því að maður fellur og allt breytist. Ef ég finn fyrir þessari tilfinningu þá hringi ég yfirleitt í konuna mína, eða mömmu og pabba og spjalla við þau til að komast í gegnum þetta. Svo er ég líka svo heppinn að vera á sjónum, margir af þeim sem eru með mér þar hafa verið á sama stað og ég og eru búnir að vera edrú í mörg ár. Við spjöllum oft saman. Þeir skilja mann.“ Vill hjálpa öðrum Meðfylgjandi myndir og myndskeið voru tekin af Arnari þegar hann lá inni á bráðamóttökunni í desember árið 2022 og var að berjast fyrir lífi sínu. Honum finnst skrítið að horfa á þetta í dag, en gerir það þó reglulega. Þessar myndir eru góð áminning. Klippa: Arnar Freyr á bráðamóttöku Hann á bágt með að trúa því að það sé liðið meira en ár síðan hann vaknaði upp á spítalanum, nær dauða en lífi. Hann gerir sér þó grein fyrir að þetta er langhlaup, og hann er rétt að byrja. „Mér finnst ennþá eins og þetta hafi gerst í gær,“ segir hann. „Mér hefur aldrei liðið betur en núna í dag, eftir að ég byrjaði að vinna í sjálfum mér. Ég hef lært alveg ótrúlega mikið á þessu eina ári. Og mig langar að halda því áfram; stunda mína vinnu á sjónum, vera með konunni og fjölskyldunni minni. Það er svo sannarlega kominn tími á að ég gefi þeim til baka. Ég er endalaust þakklátur fyrir lífið og ekki síst fyrir fólkið í kringum mig sem hefur staðið við bakið á mér. Það er ekki sjálfsagt.“ Arnar lítur björtum augum til framtíðar með konunni sinni.Aðsend Hann segist jafnframt vera meira en reiðubúinn til að hjálpa öðrum sem eru eða hafa verið að glíma við fíkn. Að hans sögn eru dyrnar alltaf opnar. „Það eru svo margar aðrar leiðir til að láta sér líða vel og gera gott úr lífinu, annað en dóp og áfengi. Ég held líka að það skipti svo miklu máli, fyrir þá sem eru í þeim sporum, að ræða við einhvern sem hefur verið á sama stað, einhvern sem þekkir þetta. En fyrst og fremst þarf viðkomandi að vera tilbúinn og viljugur til að hætta. Ég vona að mín saga geti kannski hjálpað einhverjum öðrum þarna úti.“ Einn af þeim heppnu Ópíóðafíkn verður útbreiddari með hverju árinu sem líður ef marka má nýjar tölur frá Landlæknisembættinu. Yfirlæknir á Vogi sagði í samtali við Vísi í maí síðastliðnum að tíu skjólstæðingar þeirra undir fertugu hefðu látist það sem af væri árs vegna ópíóðafaraldursins. Ópíóðar eru líklegri en önnur lyf til þess að valda dauða í ofskammti. Saga Arnars Freys er einungis eitt dæmi af mörgum. Hann er hins vegar einn af þeim heppnu. Í umsögn til fjárlaganefndar seinna á seinasta ári benti Berglind Gunnarsdóttir Strandberg, framkvæmdastjóri Foreldrahúss, á að ópíóíða-faraldurinn hér á landi væri á skala við það sem þekkist í Bandaríkjunum. „Áreiðanlegar upplýsingar segja að rúmlega 30 ungmenni hafi látist bara á þessu ári.“ Fíkn Heilbrigðismál Lyf Landspítalinn Helgarviðtal Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Fleiri fréttir Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Sjá meira
Hann vaknaði upp á bráðamóttöku Landspítalans eftir að hafa legið þar meðvitundarlaus í tvo sólarhringa vegna of stórs skammts. Þessi örlagaríka ákvörðun átti engu að síður eftir að koma honum á beinu brautina. Dæmigerð neyslusaga Arnar Freyr er úr Keflavík og ólst upp með tveimur eldri hálfbræðrum og yngri systur. Fjölskyldan flutti í Garðinn þegar Arnar Freyr var í sjöunda bekk. Þar undi hann sér vel, hélt áfram að æfa fótbolta með Víði eins og hann hafði gert í nokkur ár, og gekk ágætlega í skóla. Þegar hann var kominn í áttunda bekk var fótboltinn ekki lengur töff. „Þetta er svona týpísk neyslusaga; maður byrjaði að reykja sígarettur og svo leiddi það til þess að maður fór að hanga með eldri strákunum og svo byrjaði maður að leiðast út í hass og grasreykingar. Svo byrjaði maður að drekka,“ segir Arnar. „Síðan fluttum við í Grafarvoginn þegar ég var kominn í tíunda bekk og þá var ég farinn að drekka meira og var byrjaður að fikta með að fá mér amfetamín.“ Næstu árin voru lituð af neyslu hjá Arnari, aðallega á grasi og áfengi. Eins og svo margir leitaði hann í neyslu til að bæla niður ómeðhöndlað þunglyndi og kvíða. „Það eina sem ég man frá unglingsárunum var að hafa verið að fá mér gras og drekka bjór. Ég hef nú samt prófað öll efni sem eru til, sveppi, LSD og bara nefndu það, allt fyrir utan sprautuefni. En ég sótti í grasið af því að það róaði mig. Ég seldi líka gras á tímabili til að geta átt fyrir mínum eigin skömmtum. Að lokum fékk ég leið á grasinu og fór meira út í amfetamín og þessi örvandi efni. Þegar ég prófaði kókaín fyrst, sem var eitthvað í kringum tvítugt, þá var ekkert aftur snúið. Seinustu fjögur árin áður en ég varð edrú þá var ég í kókaínneyslu liggur við upp á hvern einasta dag. Mín helsta fíkn var bjór og kókaín. Ég hélt að mér liði best undir áhrifum, en þannig bældi ég niður allar tilfinningar og kvíða." Þessi kókaíneysla var orðin þannig að undir lokin þá var ég komin með ógeð á því, en samt hélt ég áfram að nota og þurfti nánast að pína þetta ofan í mig. Ég hélt að ég gæti ekki lifað án þess. Þrátt fyrir dagneyslu á áfengi og fíkniefnum tókst Arnari samt alltaf að sækja vinnu. Hann byrjaði að fara á sjóinn fyrir sjö árum, hafði upp úr því ágætis tekjur og átti því alltaf pening á milli handanna þó svo að neyslan hafi kostað sitt. Hann kynntist kærustunni sinni fyrir tveimur og hálfu ári og þau eru ennþá saman í dag. Hún, og fjölskylda Arnars, reyndu stöðugt að tala um fyrir honum en hann fann ekki hjá sér hvata til að hætta í neyslunni. Arnar fann aldrei hjá sér hvata til að hætta í neyslu fyrr en hann komst nálægt því að deyja, þetta örlagaríka kvöld í desember árið 2022.Aðsend „Þegar ég var í landi, og var í fríi opnaði ég bjór í hádeginu, fékk mér kók um eittleytið og var orðin fullur um fjögurleytið. Eins og ég leit á það þá var ég bara eitthvað að skemmta mér.“ Allt varð svart Að kvöldi 6. desember 2022 var Arnar einn heima. „Kærastan mín hafði farið út, fór á rúntinn með vinkonu sinni og ég sat einn heima. Ég var ekki búinn að drekka í nokkra daga en var enn að nota kókaín. Ég veit eiginlega ekki ennþá hvað var í gangi í hausnum á mér þarna. Ég hafði aldrei tekið inn OxyContin áður. En það bara gerðist eitthvað í hausnum á mér og ég ákvað að prófa það.“ Á Íslandi virðist álíka auðvelt að verða sér úti um læknadóp og að panta pizzu í gegnum app. Arnar Freyr nýtti sér sölusíðu fyrir fíkniefni á Facebook og innan skamms var hann kominn með fimm stykki af 80 milligramma OxyContin töflum í hendurnar. Til að nefna dæmi um hversu sterkt lyf OxyContin er þá getur ein 80 milligramma tafla valdið dauða vegna ofskömmtunar hjá þeim sem hefur ekki myndað þol gegn lyfinu. Þessi skammtur getur hins vegar verið eðlilegur til verkjastillingar fyrir þann sem hefur myndað þol gegn lyfinu. „Ég gleypi tvær strax og brýt hinar þrjár niður og tek þetta allt í nefið. Svo man ég ekkert meir.“ Arnari var seinna tjáð að kærastan hans hefði komið að honum tæpum tíu mínútum eftir að hann tók inn töflurnar. Fyrir eitthvað kraftaverk hafði hún ákveðið að koma fyrr heim þetta kvöld. Meðfylgjandi myndskeið sýnir ástandið á Arnari á þeirri stundu. Klippa: Arnar Freyr við dauðans dyr „Þegar hún kom að mér þá andaði ég fimm sinnum á mínútu. Ég get ekki ímyndað mér hvernig þetta hefur verið fyrir hana, að koma inn og sjá mig svona. Hún hringdi auðvitað strax á sjúkrabíl. Annar sjúkraflutningamaðurinn sagði við hana að ef hún komið að mér einhverjum mínútum seinna þá hefði það verið of seint,“ segir Arnar og bætir við: „Enda þakka ég henni. Á hverjum einasta degi.“ Aðeins tvennt í stöðunni Arnar var fluttur á bráðamóttökuna á Landspítalanum með hraði og var þar næstu fjóra daga, með vökva og sýklalyf í æð í sitthvorri hendinni. Fyrstu tvo dagana var hann meðvitundarlaus. Þegar hann vaknaði tók það hann langan tíma að „púsla sér saman“ á ný. Enn í dag er þessi tími í hálfgerðri móðu. „Auðvitað hafði ég oft áður leitt hugann að því að ég þyrfti að hætta í neyslu. Ég var alltaf á leiðinni að hætta en ég bara gat það ekki. En þarna hugsaði ég: „Annaðhvort hætti ég núna eða ég enda í gröfinni.“ Það voru bara þessir tveir valmöguleikar.“ Arnar var meðvitundarlaus í tvo sólarhringa.Aðsend Hann hafði einni sinni áður farið í meðferð, þá 17 ára gamall. Þá fór hann á Vog og á Staðarfell og tókst lengst af að halda sér edrú í sex mánuði. „Sem er kannski ekkert skrítið, af því að á þeim tíma fór ég bara í gegnum þetta á hnefanum og mér fannst eins og það væri verið þvinga mig í þetta. Ég vildi sjálfur ekki hætta.“ En eftir að ég að vaknaði þarna á spítalanum, þá var ég í alvörunni tilbúinn. Ég vildi virkilega verða edrú. Ég vil meina að það hafi breytt öllu. Arnari var boðið að fá þjónustu sálfræðings á Landspítalanum, sem hann þáði, og segir það hafa skipt sköpum. Hafði aldrei haft trú á sálfræðingum „Hún eiginlega bara bjargaði mér alveg. Áður fyrr hafði ég aldrei mikla trú á sálfræðingum. En það var eitthvað við það hvernig hún nálgaðist mig og hvernig hún talaði við mig og orðaði hlutina. Hún náði að koma vitinu í mér einhvern veginn.“ Það var fyrir tilstilli sálfræðingsins að Arnar fékk loksins á greiningu á ADHD. Greiningin útskýrði margt. „Þá vissi ég til dæmis af hverju ég hafði verið að sækja í kókaín. Þegar ég tók inn kókaín þá kom ró á hugann og mér fannst ég „venjulegur.“ Arnar Freyr er einn af þeim sem hefur tekist að halda sér edrú og á beinu brautinni án hjálpar frá 12 spora samtökum. Hann hefur gert það einn og óstuddur, en að sjálfsögðu með dyggum stuðningi frá sínum nánustu. Hann tekur fram að þetta ferli sé síst af öllu auðvelt. Það viti allir sem hafi glímt við fíkn. Arnar lá inni á bráðamóttökunni í alls fjóra daga eftir ofskömmtunina.Aðsend „Fíknin kemur upp annað slagið og endist kannski bara í einhverjar fimm eða tíu mínútur, en þessar nokkru mínútur geta samt valdið því að maður fellur og allt breytist. Ef ég finn fyrir þessari tilfinningu þá hringi ég yfirleitt í konuna mína, eða mömmu og pabba og spjalla við þau til að komast í gegnum þetta. Svo er ég líka svo heppinn að vera á sjónum, margir af þeim sem eru með mér þar hafa verið á sama stað og ég og eru búnir að vera edrú í mörg ár. Við spjöllum oft saman. Þeir skilja mann.“ Vill hjálpa öðrum Meðfylgjandi myndir og myndskeið voru tekin af Arnari þegar hann lá inni á bráðamóttökunni í desember árið 2022 og var að berjast fyrir lífi sínu. Honum finnst skrítið að horfa á þetta í dag, en gerir það þó reglulega. Þessar myndir eru góð áminning. Klippa: Arnar Freyr á bráðamóttöku Hann á bágt með að trúa því að það sé liðið meira en ár síðan hann vaknaði upp á spítalanum, nær dauða en lífi. Hann gerir sér þó grein fyrir að þetta er langhlaup, og hann er rétt að byrja. „Mér finnst ennþá eins og þetta hafi gerst í gær,“ segir hann. „Mér hefur aldrei liðið betur en núna í dag, eftir að ég byrjaði að vinna í sjálfum mér. Ég hef lært alveg ótrúlega mikið á þessu eina ári. Og mig langar að halda því áfram; stunda mína vinnu á sjónum, vera með konunni og fjölskyldunni minni. Það er svo sannarlega kominn tími á að ég gefi þeim til baka. Ég er endalaust þakklátur fyrir lífið og ekki síst fyrir fólkið í kringum mig sem hefur staðið við bakið á mér. Það er ekki sjálfsagt.“ Arnar lítur björtum augum til framtíðar með konunni sinni.Aðsend Hann segist jafnframt vera meira en reiðubúinn til að hjálpa öðrum sem eru eða hafa verið að glíma við fíkn. Að hans sögn eru dyrnar alltaf opnar. „Það eru svo margar aðrar leiðir til að láta sér líða vel og gera gott úr lífinu, annað en dóp og áfengi. Ég held líka að það skipti svo miklu máli, fyrir þá sem eru í þeim sporum, að ræða við einhvern sem hefur verið á sama stað, einhvern sem þekkir þetta. En fyrst og fremst þarf viðkomandi að vera tilbúinn og viljugur til að hætta. Ég vona að mín saga geti kannski hjálpað einhverjum öðrum þarna úti.“ Einn af þeim heppnu Ópíóðafíkn verður útbreiddari með hverju árinu sem líður ef marka má nýjar tölur frá Landlæknisembættinu. Yfirlæknir á Vogi sagði í samtali við Vísi í maí síðastliðnum að tíu skjólstæðingar þeirra undir fertugu hefðu látist það sem af væri árs vegna ópíóðafaraldursins. Ópíóðar eru líklegri en önnur lyf til þess að valda dauða í ofskammti. Saga Arnars Freys er einungis eitt dæmi af mörgum. Hann er hins vegar einn af þeim heppnu. Í umsögn til fjárlaganefndar seinna á seinasta ári benti Berglind Gunnarsdóttir Strandberg, framkvæmdastjóri Foreldrahúss, á að ópíóíða-faraldurinn hér á landi væri á skala við það sem þekkist í Bandaríkjunum. „Áreiðanlegar upplýsingar segja að rúmlega 30 ungmenni hafi látist bara á þessu ári.“
Fíkn Heilbrigðismál Lyf Landspítalinn Helgarviðtal Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Fleiri fréttir Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Sjá meira