Björk heiðursborgari Reykjavíkur og fær styttu sér til heiðurs Lovísa Arnardóttir skrifar 11. janúar 2024 15:44 Björk á sviði á Coachella hátíðinni í fyrra. Vísir/Getty Borgarráð samþykkti í dag að útnefna Björk Guðmundsdóttur sem heiðursborgara Reykjavíkurborgar. Björk er sjöundi Reykvíkingurinn sem hlýtur þennan heiður og mun myndlistarkonan Gabríela Friðriksdóttir gera Bjarkar- styttu. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að á fundi borgarráðs hafi verið samþykkt að í stað hefðbundinnar athafnar, eins og þegar heiðursborgarar eru útnefndir, yrði Gabríela Friðriksdóttir myndlistarkona fengin til að gera Bjarkar-styttu. Gabríela mun vinna verkið og gera áætlun um kostnað og tillögu að staðsetningu í samráði við Listasafn Reykjavíkur. Staðsetningin kemur til ákvörðunar í umhverfis- og skipulagsráði og menningar- og íþróttaráði í samræmi við samþykktir um list í opinberu rými. Tíma- og fjárhagsáætlun verður lögð fyrir borgarráð þegar hún liggur fyrir. Tónlistarkona á heimsmælikvarða Um Björk segir í tilkynningu borgarinnar að hún sé „tónlistarkona á heimsmælikvarða og einstök í sinni röð. Hún hefur verið áberandi í íslensku og alþjóðlegu lista- og menningarlífi um fjögurra áratuga skeið, sem söngkona, tónskáld, plötuútgefandi og leikkona en einnig frumkvöðull og baráttukona á ýmsum sviðum. Hún er sá íslenski listamaður sem náð hefur mestri frægð utan landsteinanna en hún er ekki bara þekkt fyrir hæfileika sína og list, heldur einnig einstakan persónuleika sem skín í gegnum öll hennar verk. Fáir ef nokkrir hafa lyft nafni Reykjavíkur meira en Björk.“ Þá er einnig farið yfir feril hennar og ævi en hún fæddist og ólst upp í Reykjavík. Björk hefur á löngum ferli sínum starfað sem söngkona ýmissa hljómsveita og svo sóló. Auk þess hefur hún leikir í nokkrum kvikmyndum. Nánar er fjallað um Björk á vef borgarinnar en hún var í viðtali við Vísi í haust sem hægt er að lesa hér að neðan. Þar ræddi hún samstarfið við spænsku stórstjörnuna Rosaliu, náttúruverndina, tónleikaferðalögin og baráttu sína gegn sjókvíaeldi. Aðrir heiðursborgarar Reykjavíkur eru séra Bjarni Jónsson (1961), Kristján Sveinsson augnlæknir (1975), frú Vigdís Finnbogadóttir (2010), Erró (Guðmundur Guðmundsson, 2012), Yoko Ono (2013), Friðrik Ólafsson stórmeistari (2015) og Þorgerður Ingólfsdóttir tónlistarkennari og kórstjóri (2018). Síðasti borgarráðsfundur Dags Dagur B. Eggertsson hættir sem borgarstjóri í næstu viku og birti færslu síðdegis í dag þar sem hann fjallar um fund borgarráðs í dag. Það er hans síðasti sem borgarstjóri en hann tekur við sem formaður borgarráðs þegar Einar Þorsteinsson tekur við sem borgarstjóri. „Ég hef sem sagt setið þá marga en þetta var með þeim allra bestu og árangursríkustu,“ segir Dagur í færslunni sem má lesa hér að neðan. Reykjavík Sveitarstjórnarmál Björk Borgarstjórn Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Þorgerður Ingólfsdóttir heiðursborgari Reykjavíkur Þorgerður Ingólfsdóttir, tónlistarkennari og kórstjóri, var í dag sæmd heiðursborgaranafnbót Reykjavíkurborgar við hátíðlega athöfn í Höfða í dag. 31. janúar 2018 16:45 Sókndjarfur stórmeistari heiðursborgari í Reykjavík Borgarstjóri útnefndi Friðrik Ólafsson sjötta heiðursborgara Reykjavíkur í dag. Hann er einnig heiðursfélagi í FIDE. 28. janúar 2015 19:27 Friðrik Ólafsson verður sjötti heiðursborgari Reykjavíkur Fyrsti stórmeistari Íslendinga í skák fagnar áttatíu ára afmæli í dag. 26. janúar 2015 19:30 Yoko Ono heiðursborgari Reykjavíkur Jón Gnarr borgarstjóri útnefndi listakonuna Yoko Ono sem heiðursborgara Reykjavíkur við hátíðlega athöfn í Höfða í dag, en John Lennon eiginmaður hennar hefði orðið 73 ára í dag. 9. október 2013 16:15 Erró heiðursborgari Reykjavíkur Borgarráð samþykkti á fundi sínum, fimmtudaginn 30. ágúst, að gera listamanninn Erróað heiðursborgara Reykjavíkur. Jón Gnarr borgarstjóri tilkynnti þetta við hátíðlega athöfn við opnun sýningar á verkum listamannsins í Listasafni Reykjavíkur í dag. 1. september 2012 17:05 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að á fundi borgarráðs hafi verið samþykkt að í stað hefðbundinnar athafnar, eins og þegar heiðursborgarar eru útnefndir, yrði Gabríela Friðriksdóttir myndlistarkona fengin til að gera Bjarkar-styttu. Gabríela mun vinna verkið og gera áætlun um kostnað og tillögu að staðsetningu í samráði við Listasafn Reykjavíkur. Staðsetningin kemur til ákvörðunar í umhverfis- og skipulagsráði og menningar- og íþróttaráði í samræmi við samþykktir um list í opinberu rými. Tíma- og fjárhagsáætlun verður lögð fyrir borgarráð þegar hún liggur fyrir. Tónlistarkona á heimsmælikvarða Um Björk segir í tilkynningu borgarinnar að hún sé „tónlistarkona á heimsmælikvarða og einstök í sinni röð. Hún hefur verið áberandi í íslensku og alþjóðlegu lista- og menningarlífi um fjögurra áratuga skeið, sem söngkona, tónskáld, plötuútgefandi og leikkona en einnig frumkvöðull og baráttukona á ýmsum sviðum. Hún er sá íslenski listamaður sem náð hefur mestri frægð utan landsteinanna en hún er ekki bara þekkt fyrir hæfileika sína og list, heldur einnig einstakan persónuleika sem skín í gegnum öll hennar verk. Fáir ef nokkrir hafa lyft nafni Reykjavíkur meira en Björk.“ Þá er einnig farið yfir feril hennar og ævi en hún fæddist og ólst upp í Reykjavík. Björk hefur á löngum ferli sínum starfað sem söngkona ýmissa hljómsveita og svo sóló. Auk þess hefur hún leikir í nokkrum kvikmyndum. Nánar er fjallað um Björk á vef borgarinnar en hún var í viðtali við Vísi í haust sem hægt er að lesa hér að neðan. Þar ræddi hún samstarfið við spænsku stórstjörnuna Rosaliu, náttúruverndina, tónleikaferðalögin og baráttu sína gegn sjókvíaeldi. Aðrir heiðursborgarar Reykjavíkur eru séra Bjarni Jónsson (1961), Kristján Sveinsson augnlæknir (1975), frú Vigdís Finnbogadóttir (2010), Erró (Guðmundur Guðmundsson, 2012), Yoko Ono (2013), Friðrik Ólafsson stórmeistari (2015) og Þorgerður Ingólfsdóttir tónlistarkennari og kórstjóri (2018). Síðasti borgarráðsfundur Dags Dagur B. Eggertsson hættir sem borgarstjóri í næstu viku og birti færslu síðdegis í dag þar sem hann fjallar um fund borgarráðs í dag. Það er hans síðasti sem borgarstjóri en hann tekur við sem formaður borgarráðs þegar Einar Þorsteinsson tekur við sem borgarstjóri. „Ég hef sem sagt setið þá marga en þetta var með þeim allra bestu og árangursríkustu,“ segir Dagur í færslunni sem má lesa hér að neðan.
Reykjavík Sveitarstjórnarmál Björk Borgarstjórn Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Þorgerður Ingólfsdóttir heiðursborgari Reykjavíkur Þorgerður Ingólfsdóttir, tónlistarkennari og kórstjóri, var í dag sæmd heiðursborgaranafnbót Reykjavíkurborgar við hátíðlega athöfn í Höfða í dag. 31. janúar 2018 16:45 Sókndjarfur stórmeistari heiðursborgari í Reykjavík Borgarstjóri útnefndi Friðrik Ólafsson sjötta heiðursborgara Reykjavíkur í dag. Hann er einnig heiðursfélagi í FIDE. 28. janúar 2015 19:27 Friðrik Ólafsson verður sjötti heiðursborgari Reykjavíkur Fyrsti stórmeistari Íslendinga í skák fagnar áttatíu ára afmæli í dag. 26. janúar 2015 19:30 Yoko Ono heiðursborgari Reykjavíkur Jón Gnarr borgarstjóri útnefndi listakonuna Yoko Ono sem heiðursborgara Reykjavíkur við hátíðlega athöfn í Höfða í dag, en John Lennon eiginmaður hennar hefði orðið 73 ára í dag. 9. október 2013 16:15 Erró heiðursborgari Reykjavíkur Borgarráð samþykkti á fundi sínum, fimmtudaginn 30. ágúst, að gera listamanninn Erróað heiðursborgara Reykjavíkur. Jón Gnarr borgarstjóri tilkynnti þetta við hátíðlega athöfn við opnun sýningar á verkum listamannsins í Listasafni Reykjavíkur í dag. 1. september 2012 17:05 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Þorgerður Ingólfsdóttir heiðursborgari Reykjavíkur Þorgerður Ingólfsdóttir, tónlistarkennari og kórstjóri, var í dag sæmd heiðursborgaranafnbót Reykjavíkurborgar við hátíðlega athöfn í Höfða í dag. 31. janúar 2018 16:45
Sókndjarfur stórmeistari heiðursborgari í Reykjavík Borgarstjóri útnefndi Friðrik Ólafsson sjötta heiðursborgara Reykjavíkur í dag. Hann er einnig heiðursfélagi í FIDE. 28. janúar 2015 19:27
Friðrik Ólafsson verður sjötti heiðursborgari Reykjavíkur Fyrsti stórmeistari Íslendinga í skák fagnar áttatíu ára afmæli í dag. 26. janúar 2015 19:30
Yoko Ono heiðursborgari Reykjavíkur Jón Gnarr borgarstjóri útnefndi listakonuna Yoko Ono sem heiðursborgara Reykjavíkur við hátíðlega athöfn í Höfða í dag, en John Lennon eiginmaður hennar hefði orðið 73 ára í dag. 9. október 2013 16:15
Erró heiðursborgari Reykjavíkur Borgarráð samþykkti á fundi sínum, fimmtudaginn 30. ágúst, að gera listamanninn Erróað heiðursborgara Reykjavíkur. Jón Gnarr borgarstjóri tilkynnti þetta við hátíðlega athöfn við opnun sýningar á verkum listamannsins í Listasafni Reykjavíkur í dag. 1. september 2012 17:05