Handbolti

Norður­landa­þjóðirnar byrja á öruggum sigrum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Mikkel Hansen í leik kvöldsins.
Mikkel Hansen í leik kvöldsins. EPA-EFE/Anna Szilagyi

Noregur, Svíþjóð og Danmörk byrja öll EM karla í handbolta með öruggum sigrum.

Í D-riðli vann Noregur öruggan 11 marak sigur á Póllandi, lokatölur 32-21. Markahæstur í liði Noregs var Sander Sagosen með 6 mörk. Sigurinn lyftir Noregi á topp riðilsins eftir fyrstu umferð mótsins.

í E-riðli vann Svíþjóð þægilegan 9 marka sigur á Bosníu & Hersegóvínu, lokatölur 29-20. Markahæstur í liði Svíþjóðar var Hampus Wanne með 9 mörk. Sigurinn lyftir Svíþjóð á topp riðilsins.

Í F-riðli vann Danmörk 9 marka sigur á Tékklandi, lokatölur 23-14. Markahæstur í liði Danmerkur var Mikkel Hansen með 5 mörk. Sigurinn lyftir Dönum á topp riðilsins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×