Erlent

Gera loft­á­rás á Húta í Jemen í nótt

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Bretar og Bandaríkin höfðu áður lofað hefndaraðgerðum ef árásum linnti ekki.
Bretar og Bandaríkin höfðu áður lofað hefndaraðgerðum ef árásum linnti ekki. Varnamálaráðuneyti Bretlands

Bretland og Bandaríkin undirbúa nú loftárásir á hendur Húta í Jemen og sagt er að þær verði gerðar í nótt. Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands ráðfærði sig við ríkisstjórn sína varðandi árásirnar fyrr í dag.

Reuters greinir frá því að her Húta sé þegar farinn að rýma helstu mannvirki sín í hafnarborginni Húdaída þar sem búist er við loftárásum í nótt. Hútarnir höfðu fyrr í vikunni verið varað við að halda árásum sínum á flutningaskip í Rauðahafinu áfram og að ef ekki linnti árásunum neyddust Bandaríkin, Bretland og önnur lönd að bregðast við. 

Svo virðist sem úr því verði í nótt en fyrr í dag gerðu Hútar sína 27. árás á fragtskip í Rauðahafinu síðan í nóvember í fyrra.

Áðurnefnd yfirlýsing til Hútanna var einnig undirrituð af Ástralíu, Bahrain, Belgíu, Kanada, Danmörku, Þýskalandi, Ítalíu, Japan, Hollandi og Nýja-Sjálandi.

Hútar hafa sagt árásunum ætlað að þrýsta á um að Ísrael láti af árásum sínum á Gasa en skotmörk þeirra hafa oft lítil eða engin tengsl við Ísrael. Árásirnar hafa hins vegar stofnað birgðaflutningum um hafsvæðið í hættu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×