Gæti vantað „einhverjar vörur í hillur“ Haga vegna afstöðu gegn verðhækkunum
Forstjóri Haga sagði að í verslunum samstæðunnar verði tekin afgerandi afstaða gegn verðhækkunum sem teljist umfram það sem innistæða væri fyrir eða ógni samningsmarkmiðum komandi kjarasamninga. „Það er mögulegt að það muni vanta einhverjar vörur í hillur sem fólk er vant að geta gengið að; það væri einfaldlega vegna þess að okkar mati hafa þær hækkað of mikið.“
Tengdar fréttir
Forstjóri Haga hefur áhyggjur af „sterkum hækkunartakti“ á innlendri framleiðslu
Teikn eru á lofti um að hægt hefur á verðhækkunum á innfluttri dagvöru, segir forstjóri Haga, en hann hefur áhyggjur af „sterkum hækkunartakti“ á innlendri framleiðsluvöru.